Ég er að deyja...úr hlátri

AttilatheHunAtli Húnakonungur (406-453)er einn af illræmdustu persónum sögunnar. Á fyrri helmingi fimmtu aldar lagðist hann í landvinninga í Asíu og Evrópu og eyddi gjarnan þeim þorpum og byggð sem á leið  hans urðu allt frá útjaðri Kína í austri til landamæra Rússneska heimsveldisins í vestri. Hann lést, eftir því sem best verður séð, af blóðnösum sem hann fékk á brúðkaupsnótt sína. Hann var grafinn ásamt miklum fjársjóði en þeir sem tóku gröfina og báru hann til grafar voru allir aflífaðir af ótta við að þeir segðu frá staðsetningu grafarinnar.

George%20SandersBreski leikarinn George Sanders (1906-72) fékk óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á skapilla leikhús-gagnrýnandanum í kvikmyndinni "All about Eve". Hann fór einnig með aðal-hlutverkið í myndinni "Death of a scoundrel" 1956 og seinna kennara sem fremur sjálfsmorð í kvikmyndinni "Village of the Damned". Samkvæmt litlum miða sem fannst á dánarbeði hans, framdi hann sjálfsvíg vegna þess hve honum leiddist.

PanchoVillaEftir að hafa orðið fyrir kúlunni sem leiddi hann til dauða, hrópaði mexíkanski uppreisnarmaðurinn Pancho Villa til nærstadds blaðamanns: " Ekki láta þetta enda svona. Segðu þeim að ég hafi sagt eitthvað".

Bobby_Leach_July_25th_1911Þótt að Bobby Leach (1858-1926) hafi brotið næstum því hvert einasta bein í líkama sínum, lifði hann það af að láta sig gossa niður Niagarfossa  1911 í sérstakri tunnu. Hann náði sér að mestu og ferðaðist víða um heiminn eftir það og skemmti fólki með frásögnum af þessari svaðilför. Á einni slíkri söguferð á götu á Nýja Sjálandi rann hann á bananahíði og fékk svo slæmt höfuðhögg að hann dó.

250px-John_SedgwickJohn Sedwick (1813-54) hét hershöfðingi einn bandarískur og tók hann þátt í borgarastyrjöldinni milli suður og norðurríkjanna. Síðustu orð hans voru: " Þeir geta ekki einu sinni hæft fíl á þessu færi".

Joancrawford 

Þegar að ein kunnasta kvikmyndaleikkona Bandríkjanna Joan Crawford lá fyrir dauðanum ákvað bústýra hennar og líklegast hennar eina vinkona að biðja fyrir henni. Um leið og Crawford heyrði í vinkonu sinni við rúmgaflinn reisti hún sig upp við dogg og sagði: "Þú skalt ekki dirfast að biðja Guð um að hjálpa mér". Hún var ekki lögst aftur á koddann áður en hún var dáin.

VoltaireHinn hugprúði franski heimspekingur Voltaire (1698-1778) var oft í mótstöðu við ríkjandi hefðir og viðtekna trú síns tíma þótt hann færi í öllu að hinum ströngu 18. aldar lögum. Þegar að prestur einn á dánarbeði Voltaire bað hann um að afneita djöflinum svaraði heimsspekingurinn: "Svona nú sér minn, þetta er ekki tíminn til að eignast nýja óvini".

-walt_whitman-Síðustu ár ævi sinnar leitað hið mikla bandaríska ljóðskáld Walt Whitman(1819-92) í djúpum sálar sinnar að fáeinum framúr skarandi orðum sem verða skildu hans síðustu orð sem hann mundi skilja eftir sem síðustu arfleifð sína til handa mannkyninu. Hann gafst upp á endanum og síðasta orð hans var "Shit".

einstein12Albert Einstein(1879-1955) sagði síðustu orð sín á dánarbeði sínu en heimurinn fær aldrei að vita hver þau voru því hjúkrunarkonan hans skyldi ekki þýsku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Skondnir en dálítið nöturlegir sögupunktar.

Aðalsteinn Baldursson, 6.10.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega ertu morbid Svanur minn. Híhí.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 23:48

3 identicon

Heill og sæll; Svanur minn, sem lesendur og skrifarar, aðrir !

Þú átt skemmtilega spretti; sem hnyttna vel, í söguhorni þínu, sem oftar. Þakka þér; upplífgandi pistla, á þessum viðsjárverðu tímum, í efnahagslífinu.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott innlegg í gjaldþrotaumræðuna

Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Skattborgari

Þetta lígar verulega upp á umræðuna og fær mann til að gleyma efnahagnum í smá stund sem er gott mál.

Kær kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.10.2008 kl. 01:01

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gaman að þessu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.10.2008 kl. 10:17

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lokaorð Voltaire hafa vinninginn að dómi míns kvikindislega húmors

En hvað skyldi Einstein hafa sagt?
"Ein Augenblick, bitte!  Ich habe jetzt eine Entdeckung zu machen..."

Tek undir með hinum, Svanur, gott innlegg í "morbid" umræðu dagsins.

Kolbrún Hilmars, 7.10.2008 kl. 17:37

8 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Hressandi og endurlífgandi lestur. Takk.

Marta Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:36

9 Smámynd: Sigga Hjólína

Það er bara svartur húmor í dag. Við hæfi. Annars má bara segja um ástandið hér á Íslandi í dag, -Það er vont en það venst.

Sigga Hjólína, 7.10.2008 kl. 23:28

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar.

Ég átti þessa færslu í handraðanum og birti hana mest af rælni. En auðvitað er húmorinn besta meðalið þegar allt virðist í klessu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband