29.9.2008 | 00:00
Orð sem öllu breyta
Eins og komið hefur fram í fréttum kom til rósturs á fundi málvísindamanna í gær þegar þeir kynntu niðurstöður sínar úr árlöngum rannsóknum á Galaxíu, hinu heilaga riti 90% jarðarbúa. Málvísindamenn hafa unnið hörðum höndum í 12 ár að flokka og endurþýða hin nýju Galaxíu gögn sem fundust fyrir 15 árum á Tunglinu. Nú hafa niðurstöður þeirra verið gerar opinberar og þær eru líklegar til að valda miklum usla, sérstaklega í röðum einlægra Galaxíu átrúenda sem telja að allt í Galaxíu bókinni sé heilagt orð Guðs almáttugs og það beri að skilja nákvæmlega eins og það er skrifað.
Víst er að margar af niðurstöðum málvísindamananna munu valda umtali og talverðum breytingum á lífi fólks, en engin eins og sú fullyrðing að hin alkunna setning "Bíll er þvottavél" sem á sínum tím gjörbylti gerð bíla í heiminum, sé ekki rétt. Þessi setning úr Galaxíu "Bíll er þvottavél" er auðvitað orsökin að því að fólk hefur í aldir reynt að nota bíla sína sem þvottavélar og jafnvel gert misheppnaðar tilraunir til að hanna bifreiðar sem eru líka þvottavélar. Þær tilraunir hafa aftur á móti leitt til enn flóknari umræðu og deilna því margir benda á að slíkt samræmist ekki anda ritningargreinarinnar.
Sú aðferð, að setja óhreint tau inn í bílinn, fylla hann upp með vatni og þvottaefni og fá svo fjölskylduna í lið með sér til að hrista bílinn og skekja, er enn sú eina sem er almennt viðurkennd sem rétta leiðin til að uppfylla öll skilyrði ritningargreinarinnar hvað bókstaf og anda varðar. Í ljósi þessa eru hinar nýju upplýsingar málvísindamannanna en meira sláandi og eftirmáli hennar enn algjörlega ófyrirsjáanlegur.
Á sögulegum fundi þar sem niðurstöðurnar voru kynntar í gærdag kom fram að í upprunalegum texta Galaxíu er setningin "Bíll er þvottavél" í fjórum orðum þótt í flestum þýðingum telji setningin aðeins þrjú orð.
Í upprunalega textanum eru það orðin, "bíll" sem er augljóst og auðskilið. Orðið "er" kemur næst en það getur einnig þýtt "að eiga" eða "skal vera". Þar næst er orðið "þvo" og að lokum orðið "vél". Snemma á sjöttu öld E.G. komu fræðimenn sér saman um að orðin "þvo" og "vél" gætu aðeins átt við og þýtt "þvottavél".
Það sem olli öllu fjaðrafokinu á fundinum var þegar vísindamennirnir tilkynntu að orðið vél hafi í raun átt að vera; orðið "vel".
Þeir sögu ennfremur að það hefði komið í ljós að blekið í kommunni yfir E-inu sé af allt örðum uppruna enn það sem notuð var til að skrifa allt annað í bókinni með. Ekki er vitað hvernig þessi mistök urðu en helst menn að því að "komman" sé kaffisletta. Setningin í sinni upphaflegri merkingu á því að hljóma svona; "Bíl skal þvo vel."
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Menning og listir, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta sýnir vel hvað það er heimskulegt að trúa öllu því sem kemur úr einhverri gamali bók og taka því bókstaflega eins og margir bókstafstrúarmenn gera.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 29.9.2008 kl. 00:37
Gott og uppbyggjandi að byrja morguninn á þessari lesningu.
Kveðjur
Rúna Guðfinnsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:37
hahaha þekki söguna um þvottavélina í öðru samhengi..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:47
Hmmmmm
Gulli litli, 29.9.2008 kl. 10:36
Ó nei, ég sem nenni aldrei að þrífa bílinn. Hvað á ég að gera verð ég dæmdur fyrir gamlar syndir eða mun guð skilja mistök þeirra sem þýddu hina heilögu ritningu svona.
Ingó (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:40
Afhverju ætli áhangendur Bahábylju sem eru u.þ.b. 0,003% mannkyns séu svona yfirsig hrifnir á stillingum Galaxíumálvísindamanna á afurðum rannsókna sinna. Bahábyljumenn sem trúa því að bíll sé samsetning guðs á hráka fuglsins, einhverjum þríeinum anda í bensíntanknum og að sætisáklæðið sé gert af túrban einhvers múhameðs?? þeir sem hafa ekki einusinni haft rænu á að þvo klæði sín.
Stórskrýtið fólk.
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:35
Æ Æ Skuggi minn, eru berin súr?
En kannski misskilur þú þetta. Sko, Þegar að dýrin bera tennurnar er það til að sýna vígtennurnar, (svo við grípum til þinna líkinga) en þegar að við mennirnir gerum það er það kallað bros :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 15:25
Hefur þú séð hund( eða einhver önnur dýr) þefa af hlandi sínu og fíla grön, það er ekki bros og ekki er hann að sýna tennurnar. Þeir eru skelfilega hallærislegir með þann svip. Og enginn broskall frá mér að þessu sinni!
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:48
....er það ekki kallað að bregða grön? (Eða hvað) ???
Brostu þó að bregðist vinur kæribrostu þó að fjúki í hvert skjólbrostu þó að biturð hjarta færibrostu á móti kaldri vetarsól .
Rúna Guðfinnsdóttir, 29.9.2008 kl. 16:00
Þetta átti að koma út svona...........
Brostu þó að bregðist vinur kæri
brostu þó að fjúki í hvert skjó
brostu þó að biturð hjarta færi
brostu móti kaldri vetrarsól
Rúna Guðfinnsdóttir, 29.9.2008 kl. 16:01
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.