20.9.2008 | 17:38
Tarzan
Alltaf klukkan ţrú á sunnudögum var fariđ í bíó. Tvö bíóhús voru í bćnum, Félagsbíó og Nýja Bíó sem yfirleitt var kallađ Bjössabíó. Í Félagsbíó voru oftast sýndar "skrípó" eđa teiknimyndir og ţangađ neyddist mađur stundum til ađ fara, einkum ef mađur var búinn ađ sjá myndina í hinu bíóinu oftar en 20 sinnum eđa var skipađ ađ draga eitt af yngri systkinunum međ. Úff
Í Bjössabíó réđu Roy og Trigger, The Lone Ranger og Tonto, Jungle Jim og Tarzan,lögum og lofum. Ég var löngu orđin fullorđin ţegar ég gerđi mér grein fyrir ţví ađ Tarzan myndirnar og "Tarzan í fötum" (Jungle Jim) voru orđnar áratuga gamlar ţegar ég sá ţćr fyrst. Tarzan í fötum var t.d. ekki í svart/hvítu, heldur brún/hvítu. Ţess vegna var liturinn á hattinum hans og kakí fötunum nokkuđ eđlilegur.
Ţegar allt í einu nýr Tarzan birtist á tjaldinu (Lex Barker) í stađinn fyrir hinna eina sanna Tarzan Johnny Weissmuller brutust út miklar ţrćtur um hvort ţetta vćri raunverulega Tarzan eđa einhver sem ţóttist bara vera hann. Til dćmis var augljóst ađ ţessi Lex gat ekki rekiđ upp hiđ eina og sanna Tarzan stríđsöskur, sem allir strákarnir voru búnir ađ eyđa ótöldum stundum í ađ ćfa. Ţađ ţurfti nefnilega sérstaka tćkni til ađ láta barkakýliđ dansa svona upp og niđur, eins og Johnny gerđi, til ađ fá út rétta hljóđiđ. Nokkrum árum seinna ţegar viđ gengum í mútur, urđum viđ afar undrandi ađ heyra ţađ koma út sjálfkrafa ţegar okkur var mikiđ niđri fyrir.
Flestir voru á ţví ađ í nćstu mynd mundi raunverulegi Tarzan koma og slá ţennan Lex í rot og taka aftur sinn konunglega sess, međal frumskógardýranna og villimannanna í strákofunum. Viđ vissum ekki ađ a.m.k. tveir ađrir leikar höfđu í millitíđinni spreytt sig á hlutverki Tarzans međ drćmum árangri ţó. Ţví síđur var okkur kunnugt um ađ Johnny var sjöundi leikarinn sem tekiđ hafđi ađ sér hlutverk konungs apanna í kvikmyndum frá Hollywood.
Johnny Weissmullerer og verđur hinn eini sanni Tarzan fyrir mér og ađ ég hygg öllum, í nokkrum árgöngum drengja fyrir bćđi ofan og neđan mig í aldri. Fćstir okkar vissu, ţegar viđ horfđum međ poppkorns-fulla munna á Tarzan skutla sér út í fljótin í Afríku til ađ berjast viđ krókódíla, ađ Johnny hafđi veriđ einn fremsti sundkappi heimsins. Hann var fimmfaldur Ólympíumeistari, frá leikunum árin 1924 og 1928. Hann átti 52 landsmet í USA og setti hvorki meira né minna en 67 heimsmet á ferli sínum.
Johnny var fćddur í Austurríki eins Swarzenegger fylkisstjóri í Kaliforníu og Tortímandi. Foreldrar Johnnys komu međ drenginn til Bandaríkjanna ţegar hann var nokkra mánađa gamall áriđ 1905.
Eftir frćkilegan feril sem sundkappi, ferđađist hann um Bandaríkin og hélt "sundsýningar" og kom fram í spjallţáttum í útvarpi. Honum bauđst ađ koma til Hollywood 1929 til ađ leika grískan guđ í kvikmyndinni Glorifying the American Girl. Johny tók hlutverkiđ og vakti mikla athygli ţví hann kom fram í myndinn međ trjálauf eitt saman til ađ hylja nekt sína.
Fyrsta Tarzan myndin hans "Tarzan the Ape man" var gerđ 1932. Ţrátt fyrir ađ minningar mínar stangist á viđ ţađ, lék Johnny ađeins í sex Tarzan myndum. En ţegar hann var orđin of ţungur til ađ koma fram á lendarskýlu einni saman, skelti hann sér bara í kakí-safarí-skyrtu og buxur, setti upp safari hatt eins og Indíana Jones á líka og kallađi sig Jungle Jim. Jungle Jim var alveg eins og Tarzan nema fyrir fötin. Öskriđ, hnífurinn og apinn var allt á sínum stađ og söguţrćđirnir voru alveg eins. Johnny gerđi 13 Jungle Jim myndir á árunum 1948-1954 og kom fram í ţremur í viđbót sem gerđar voru fyrir sjónvarp.
Ţrátt fyrir ađ Tarzan vćri einfćr um ađ halda uppi fjörinu frá ţrjú til hálf fimm á sunnudögum var fjölskylda hans; Jane leikin af Maureen Paula OSullivan og sonur hans "strákurinn" sem leikin var af Johnny Sheffield og aldrei var kallađur annađ en "Boy", góđ viđbót viđ frumskógarsögurnar. En simpansinn Cheeta, ljóniđ og fíllinn sem voru einkaeign Tarzans ţóttu alveg ómissandi. Ég man enn eftir fagnađarlátunum sem brutust alltaf út í salnum í enda hverrar myndar ţegar Tarzan standandi uppi einn gegn öllum og búinn ađ tína hnífnum, kallar međ öskrinu frćga á allan dýragarđinn sinn og dýrin koma hlaupandi og stökkva öllum vondu köllunum međ rifflana, á flótta.
Á ferli sínum sem leikari kom Johnny fram í fjórum hlutverkum, sem gríski Guđinn Adonis, sem Tarzan, sem Jungle Jim og sem hann sjálfur. Ţegar hann hćtti ađ leika (fyrir utan fáeinar gestaframkomur) snéri hann sér ađ viđskiptum og farnađist viđ ţau frekar illa.
Til eru margar sögur af hetjunni, ţar á međal sagan af honum ađ spila gólf í stjörnumóti á Kúbu um ţađ leiti sem uppreisnarmenn međ Kastró í fararbroddi tóku eyjuna á sitt vald. Ţegar ađ Johnny, ţá staddur út á miđjum gólfvelli, sá hvar vopnađir menn ţyrptust út á völlinn, mat hann stöđuna og rak sína upp sitt frćga Tarzan öskur. Áđur en varđi voru uppreisnarmenn farnir ađ stökkva fram og aftur og hrópa Tarzan, Tarzan er hér, velkominn til Kúbu Tarzan. Segir sagan ađ stjörnunum í fylgd Johnny hafi ekki ađeins veriđ leyft ađ klára mótiđ undir sérstakri vernd skćruliđanna heldur hafi veriđ fylgt af heiđursverđi til Havana ţegar ţeir fóru úr landi.
Á gamalsaldri var Johhny greindur međ hjartaveilu og einhver gróf ţađ upp ađ ţegar hann var ađ undirbúa sig undir Ólympíuleikanna 1924 hafđi hann einnig veriđ greindur međ hjartasjúkdóm og aldrei ćtlađur neinn ferill í sundi.
Ţann 20. Janúar 1984 lést Johnny Weissmuller ađ heimili sínu í Acapulco í Mexíkó. En Tarzan lifir auđvitađ áfram, ekki hvađ síst í hausunum á forföllnum bíósjúklingum eins og ég var, enda er Tarzan ekki ađ ósekju; konungur apana.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bćkur, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef alltaf elskađ Edgar Rice Burroughs, skapara Tarzans en leikarinn Weissmuller var aldrei ofarlega á mínum ađdáendalista. Sem stelpa voru ţrjúsýningarnar í Austurbćjarbíó fyrir neđan mína kvenlegu virđingu
Var sennilega of ung til ţess ađ kunna ađ meta "karlmennskutakta" leikarans en enn ţann dag í dag kaupi ég eina og eina bók eftir Burroughs ţá sjaldan ţćr sjást í hillum bókabúđa.
Kolbrún Hilmars, 20.9.2008 kl. 18:59
Ţetta voru allt tómar strákamyndir í bíóum. Nýja- Gamla- og Trípólíbíó voru ţau sem ég sótti.
Roy, Tarzan og allur pakkinn.
Ekki ein mynd fyrir stelpur ţannig ađ mađur lét sig hafa ţađ.
Annars skil ég ekki ađ mađur siti ekki uppi međ heyrnarskerđingu slík voru lćtin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 19:25
Ţađ var varla sunnudagur nema fara í ţrjú bíó og ţađ var stutt fyrir mig ađ fara í Austurbćjarbíó, Stjörnubíó og Hafnarbíó. Ég sá allar hetjurnar, Tarsan, Roy Rogers. Abott og Costello ásamt Línu langsokk (sem var sýnd allt of sjaldan).
Flestir komu međ hasarblöđ og serfíettur, svo var skipst á ţessu góssi í hléum. Mér tókst aldrei ađ láta eina lakkrísreim duga alla myndina en mér var sagt ađ ţađ vćri hćgt ef ţćr vćru bara sognar, alls ekki tuggnar.
Marta Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:35
Kolbrún og Jenný, Já ţađ vantađi tilfinnanlega stelpumyndir. Hayley Mills bjargađi ţví sem bjargađ varđ ţar til Summer holyday Međ Cliff kom.
Marta; Já servíettur, hasarblöđ og leikaramyndir, man eftir öllu ţví. Gaman ađ heyra af ţessum mismunandi upplifunum en samt svo eins :)
Ţakka athugassemdirnar,
Svanur Gísli Ţorkelsson, 21.9.2008 kl. 00:00
Kúl...skemmtilegar minningar..
Gulli litli, 21.9.2008 kl. 05:40
... rosalega gaman ađ ţessari upprifjun... sammála ţér um Johnny Weissmuller... hann var eini sanni Tarzan eins og Sean Connery var eini sanni Bondinn... ég átti líka eitthvađ af Tarzan bókum sem voru myndskreyttar og rosalega skemmtilegar... veit hinsvegar ekki hvort ţessar bćkur hafa stađi tímans tönn... Roy og Trigger voru náttúrulega flottir og vinsćlir... en ekkert man ég samt eftir Jungle Jim... ţá voru Zorro og Hrói Höttur mjög vinsćlir og miklar fyirmyndir...
... en takk fyrir ţessa skemmtilegu samantekt...
Brattur, 21.9.2008 kl. 10:48
Ég er í nostalgíukasti.
Rut Sumarliđadóttir, 21.9.2008 kl. 13:43
Takk Gulli.
Sammála međ Bond Brattur. Connery er reyndar enn uppáhalds-karl-kvikmyndaleikarinn minn.
Rut; Ţetta er uđvitađ; right up your alley.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 21.9.2008 kl. 15:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.