Bretar kunna að teigja á Ólympíudýrðinni

uk_news_1-1_jpg_displayAlmenningur var hvattur til að koma ekki á flugvöllinn til að taka á móti Ólympíuhetjum Breta í fyrra dag, þegar þær voru ferjaðir yfir frá Kína í endurskírðri þotu sem heitir nú "Pride" eftir breska ljóninu. (Stolt). Í viðbót við gullið nef þotunnar stóð á henni "Stoltir yfir að færa bresku hetjurnar heim"

Í gær og í dag, hafa staðið yfir látlaus hátíðarhöld í heimabæjum hetjanna, garðar hafa verið endurnefndir þeim til heiðurs, nýjar sundlaugar nefndar í höfuð þeirra, og sportvarningur ýmiskonar helgaður þeim.

Þessu mun líklega fram haldið alveg þangað til í Október, þegar allsherjar fagnaður er undirbúinn í London. Þá munu allar hetjurnar koma saman til að veifa verðlaunum sínum framan í pöpulinn þegar þeim verður ekið  á rauðum tveggja hæða  rútum um borgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband