Flest Ólympíugull í 100 ár

yngling-girlsBretar eru alveg að springa úr monti þessa dagana. Í gær kom Ólympíuliðið þeirra til baka frá Bejiing með  uppskeruna 19 gullpeninga, 13 silfur og 15 brons. Samtals 47 verðlaunapeningar, sem er besti árangur Breta á Ólympíuleikum frá því að þeir héldu sjálfir leikanna 1908. Liðið kom í þotu og hafði nef hennar verið gyllt í tilefni árangursins og í dag standa yfir hátíðahöld vítt og breytt um landið þar sem heimabæir Ólimpíustjarnanna hylla sínar hetjur.

Þegar litið er yfir gullverðlaunalista Breta kemur samt eitt í ljós sem ég er ekki viss um hvernig eigi að túlka. Gullverðlaunin eru langflest fyrir greinar þar sem setið er á rassinum eða legið á maganum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Já, góð íþrótt GULLI betri....

Gulli litli, 26.8.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Við megum ekki gera lítið úr verðlaununum Svanur! Sitjandi eða liggjandi...verðlaun engu að síður.

Til hamingju Bretar!!!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.8.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er nú ekki beint að gera lítið úr þeim Rúna, en setti þetta samt niður sem mótvægi við allt skrumið í kring um þetta hjá Bretum. Ég hef áður sagt að Bretar nái aðeins árangri í íþróttum sem þeir hafa fundið upp sjálfir eins og róðrakeppnum, siglingum og fótbolta. Þetta er sambærilegt við að Íslendingar ynnu til gullverðlauna fyrir Íslenska glímu :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

......og flest Ólympíusiflur í 100 ár hjá Íslendingum!!

(Bara smásona - ég mátti til)

— Kær kveðja, Björn bóndi ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 26.8.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

....og þó lengra og víðar væri leitað Björn Bóndi...............

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.8.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband