Ömurlegt atriði Breta á lokahátíðinni í Bejjing

beijing-closing-080824-392Ég horfði með athygli á lokahátíðina í Bejjing í gær og gat ekki annað en dáðst aftur og aftur af því sem fyrir augu bar. Ljós og litir, form og líf, hljóð og andrúmsloft, allt hjálpaði til við að búa til undraheim sem lengi verður í minnum hafður. Lokahátíðin var ekki eins formleg og opnunarhátíðin og var ekki gert að fjalla um og mikla sögu Kína. Þess vegna fannst mér hún listrænt séð betri.

EN svo kom Boiris. Borgarstjórinn sem nýlega hrifsaði til sín borgarstjórastólinn í London og átti engan þátt í á fá leikana til Englands 2012. Hann kjagaði inn á leikvanginn og veifaði Ólympíufánanum yfir lýðinn og veifaði þess á milli til fólks á leikvanginum sem hann taldi sig þekkja. close-boris_795443c

Og það sem fylgdi á eftir var svo ömurlegt að ef það á að bera vitni því sem koma skal, býð ég ekki í það. 

Þau þrjú sem voru kosin til að taka við leikunum af hálfu Breta voru;  knattspyrnumaður hvers ferill er að enda, (ég segi ekki útbrunninn), tónlistamaður sem varð frægur fyrir að spila í hljómsveit sem er löngu hætt og söngkona sem vann hæfileikakeppni og hefur verið ýtt áfram í poppheiminum af tónlistarmógúl sem lofaði að sjá um hana.

Þau komu inn í rauðri tveggja hæða rútu sem Bretar gerðu sitt besta til að losa sig við af götum Lundúna fyrir fáeinum árum og þegar hann flettist sundur eins eftir sprenginguna þar í borg 7.7.05 birtust myrkvaðar útlínur (Skyline) Londonborgar.

_44955882_gall_bus_2012_gettyAllt í kringum vagninn voru ósamhæfðir dansarar, dansandi dansa sem eru svo vinsælir í Bretlandi vegna þess að allir geta gert eins og þeim sýnist. Breska atriðið var í hrópandi ósamræmi  við agaða fjöldasýningu Kínverja, en það er staðreynd að engir eru betri í kóreugröffuðum fjöldaatriðum en Kínverjar nema kannski Kóreumenn.

Bretar heima fyrir tóku andköf af skömm og spurningin sem þeir spyrja sig er; eiga þeir virkilega enga menningu sem ristir dýpra en popp, rokk, tíska og fótbolti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá brot af þessu, Jimmy Page og húnþarnawhatshername voru leim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sá þetta ekki...hvaða þrenning var þetta? Áttu nöfn handa mér? 

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.8.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sá þetta en ég tek ekki alveg svona djúpt í árinni með þetta atriði..æ en það var samt eins og út úr kú :)

Óskar Þorkelsson, 25.8.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kannski Bretar losi okkur við þessar óþarfa umbúðir, sem hafa að mínu mati gengið út í öfgar og Ólympíuleikarnir fari aftur að snúast um íþróttafólk.  Mér finnst David Becham algjört Eastender krútt.

Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 11:40

5 identicon

Þetta er miklu betra en fasískar skrautsýningar þar sem allir marsera í takt og eru lokaðir inni í æfingabúðum mánuðum og árum saman.

Egill (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Jens Guð

  Mér virtist sem undirleikurinn hjá Blaðsíðunni væri "mímaður".  Handahreyfingar virtust ekki alltaf fylgjast að við gítarleikinn sem heyrðist. 

Jens Guð, 25.8.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jæja Svanur, þú segir það, ég er ekki sammála þér að breska atriðið hafi verið í "hrópandi" ósamræmi. Atriðið er þeirra og kynnir það sem koma skal. Mér fannst tæknibrellur strætisvagnsins mjög flottar og tónlistaratriðið meiriháttar. Svo kann ég betur við nútíma balletdans sem samofin er jazzdansi og klassík.

Þótt mér hafi fundist margt flott og yfirgengilegt í Kína sem lýsir ákveðnum ómanneskjulegum heitum vegna þessa gifurlega fjölda manneskja sem tóku þátt, fannst mér eyru og augu missa þá tilfinningu eða ásftstríðu sem næst betur ef horft er á fáa eða eitt atriði í einu.

Edda Agnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 15:26

8 Smámynd: Himmalingur

Eitt orð: ÖMURLEGT!!

Himmalingur, 25.8.2008 kl. 21:19

9 Smámynd: Lilja Kjerúlf

æji ég var orðin eitthvað þreytt í eyrunum á söng kínverja... fannst þetta atriði ágætis tilbreyting.  En samt það var ekkert rosalega gott en ekki alslæmt heldur.

Ég gat ekki annað en hugsað um allt fólkið sem er búið að þræla við að æfa þessi hópatriði sem voru svo rosaleg að maður tók andköf... en ég jafnaði mig fljótt .... fékk alltaf ofurlítið fyrir hjartað...

hvað ætli það hafi fallið mörg tár til að gera þetta svona HRIKALEGA flott...

hvað ætli margir hafi hreinlega slasast

allt til þess eins að slá ryki í augu okkar. 

Þeir ætluðu að sýna hvers þeir væru megnugir.... sama hvað það kostaði

Ég spyr... hugsuðuð þið eitthvað út í þetta atriði

Lilja Kjerúlf, 25.8.2008 kl. 22:12

10 Smámynd: Lýður Pálsson

Samt var atriðið eitthvað svo afskaplega breskt.  Nú bíð ég spenntur eftir hlaupagreinum á OL 2012.  Í hvora áttina verður hlaupið?

Lýður Pálsson, 25.8.2008 kl. 22:42

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Lilja.. ertu ekki svolítið um of .. paranoid ? 

Óskar Þorkelsson, 25.8.2008 kl. 22:52

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Fólk leggur allt í sölurnar fyrir land sitt og þjóð. Ég hugsa að við Íslendingar mundum gera það ef leikarnir væru í okkar landi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.8.2008 kl. 23:09

13 identicon

Sammála síðuritara,að mínu mati átti að baula bretana burt af leikvangnum.

Númi (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 23:24

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk öll fyrir athugasemdirnar.

Skiptar skoðanir á þessu enda um smekkatriði að ræða. - Jens Guð;Jú allt mæmað með backplayi. -

Auðvitað er eðlilegt að nálgun Breta verði allt öðruvísi en Kínverja en Bretum hættir til að kasta til höndunum við eiginlega allt nema konungleg brúðkaup og sermóníur sem hafa með kóngaliðið að gera. - 

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2008 kl. 11:15

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skemmtileg athugasemd hjá þér Svanur um bretana.. þeir eru þrátt fyrir allt hálfgert þróunarland  og nálgun þeirra að vandamálum / verkefnum er miðuð við þróunarland.

Óskar Þorkelsson, 26.8.2008 kl. 12:05

16 Smámynd: Guðmundur Björn

Margt til í þessu hjá þér; en Bretar eru þó ekki hræddir við að gera eitthvað ófullkomið eins og í Kína þar sem 10 ára stelpum er sagt að þær séu ófríðar með eindæmum og ættu að setja poka yfir hausinn. 

Guðmundur Björn, 26.8.2008 kl. 22:06

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta var nú soldið kjánalegt hjá Kínverjum og að þessu leiti eru þeir "á eftir" "raunveruleika" fjölmiðlun vesturlanda. Það hefur myndast einskonar hefð fyrir því á meðal okkar hvað á að vera raunverulegt og hvað ekki. Þeir brutu þá hefð með því að sjoppa flugeldanna og láta stelpuna mæma. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2008 kl. 22:43

18 identicon

"eiga þeir virkilega enga menningu sem ristir dýpra en popp, rokk, tíska og fótbolti?"

Skiptir ekki máli. Sú menning er yndisleg. Frekar popp, rokk, tísku og bolta en fjöldakóreógraferaðar silkiborðasýningar í Kóreu. Plís.

MHG (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 23:24

19 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Óskar Þorkelsson:  Ég held ég sé ekki paranoid.... bara skynsöm og hugsa aðeins út fyrir boxið... sem fleiri mættu alveg fara að æfa sig í 

Lilja Kjerúlf, 27.8.2008 kl. 09:51

20 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bretar eru ekki smekklegir. Þeir eru hallærislegir og því ekki úr neinum takti að þeirra atriði væri ósmekklegt. Þeir borða vondan mat, drekka vont te og ganga sérstakleg ósmekklega klæddir. Boris og lurarnir voru sérlega passandi táknmynd Bretlands á 21. öldinni.

Héðinn Björnsson, 27.8.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband