Íslendingar geta verið sáttir við silfur.

beijing-olympic-ringsÚrslitin réðust í fyrri hálfleik. Íslendingar sáu aldrei til sólar, skoruðu ekki úr dauðafærunum, klúðruðu vítum og misstu boltann í hvert sinn í hendur Frakka sem refsuðu okkur miskunnarlaust. Seinni hálfleikur var örvæntingarfullur að hálfu íslendinga og þegar munurinn var orðin sjö mörk, og Óli klúðraði vítinu og átta marka munur staðreynd var lánleysi íslendinga algjört. Hvað eftir annað skall boltinn í stöngum franska marksins og þess á milli hirtu íslendingar hann úr neti eigin marks og 9 marka mun er ógerlegt að vinna upp í svona sterkri keppni.

Vissulega gera Íslendingar sér að góðu að vinna til silfurverðlauna en þegar leikurinn um gullið gengur út á að komast frá honum skammlaust frekar en að vinna, er það kannski einum of. Spurningin um hvort það hafi verið einskær heppni leitar sterkt á mann.

Samt verður aldrei sagt um Íslendinga að þeir kunni ekki að slá heimsmetin. Þeir brutu blað í sögu handboltans  með því að vera fyrsta smáþjóðin til að komast í úrslit í hópíþrótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ég væri sáttur við tin!

Gulli litli, 24.8.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þeir stóðu sig vel á þessu móti

Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er búið að vera frábært í alla staði.   Magnað lið sem við eigum.

Óskar Þorkelsson, 24.8.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta var frábært, hefði verið sætara að tapa smærra...en þeir eru búnir að gera sitt.

Til hamingju.

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.8.2008 kl. 10:09

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gullið er reyndar minn málmur en ég er sátt, ekkert að fara á límingunum!

Rut Sumarliðadóttir, 24.8.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband