Dr. Phill segir augljóst hverjir vinni leikinn á eftir.

DSC01434Nú, rúmlega  klukkustund fyrir úrslitaleikinn út í Bejiing voru mér að berast skilaboð frá Dr. Phill sem er staddur út í Níse í Frakklandi ásamt sinni konu. Hann segir í skilaboðunum að hann viti að ég ætli að fylgjast með útsendingunni á netinu og að hann sé vaknaður til að gera það sama. Í fyrsta sinn á ævinni ætlar hann að fylgjast með handboltaleik. Hann segist hafa legið yfir tölfræðinni í handboltanum á þessum leikum og það sé augljóst eftir henni hverjir vinni leikinn og fáni þess lands sé blár, hvítur og rauður.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Æðislegt.. ég hef sjaldan nennt að fara á fætur fyrir íþróttaleik fyrr..  ég er spenntur, svo spenntur að ég fæ smá magakrampa annað slagið. 

Þessi dr Phill er maður að mínu skapi :)

Óskar Þorkelsson, 24.8.2008 kl. 07:33

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vöknuð.....ohh..9-4 fyrir Frökkum     9- 5!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 08:06

3 identicon

Hehe, góður. Hann verður sannspár, sama hvernig leikurinn fer

Staðan er núna 12-6 fyrir frakka, en ég er viss um að íslenska liðið nái sér á strik. Mér er sama hvort við fáum silfur eða gull, en mér er ekki sama hvernig strákarnir spila. Ég vona að þeir geti sagt að leikslokum að þeir hafi spilað sinn besta leik hingað til. Áfram Ísland!

Lena (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 08:13

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta lagast þegar við byrjum að skora úr dauðafærunum og vítunum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.8.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband