Verður þjóðin ánægð með silfrið, ef...?

Ef ég þekki landann rétt, er erfið nótt framundan hjá allri þjóðinni. Jafnvel þótt menningarnótt í Reykjavík fái sumt fólk til að gleyma um stund eftirvæntingunni og þeirri hugsun að Kaleikurinn helgi er innan seilingar. Við dagrenningu á Íslandi munu sextán ungir íslenskir piltar hefja lokaorrustuna út í Bejiing um gullverðlaunin fyrir handknattleik á Ólimpíuleikum.

610xMótherjar þeirra koma frá þjóð sem telur um 65 milljónir íbúa og þar sem fleiri iðka handbolta en öll íslenska þjóðin telur. Þeir koma frá voldugri menningarþjóð sem á langa og stolta sögu af landvinningum og afrekum á sviðum bókmennta og lista, jafnt sem íþrótta.

Nú þarf íslenska þjóðin sem sé að taka ákvörðun um ýmislegt. Fyrst, hvort eigi að vaka alla nóttina þar til leikurinn hefst, eða fara snemma að sofa til að vakna eldhress klukkan fimm til að fylgjast með leiknum í sjónvarpinu.

Síðan þarf að ákveða hvernig bregðast skal við úrslitum leiksins.

handb_2007Ef kaleikurinn helgi fellur ÍSLANDS megin, verður mikið um dýrðir hjá öllum, hvort sem þeir hafa áhuga á handbolta eða ekki. Að vinna Ólympíugull er nefnilega ekkert smá mál fyrir dvergþjóð eins og íslendinga. Ef slíkt gerist, verður það sigur hins auðmjúka Davíðs (strákanna) yfir Golíat (les Experts). Þá munu tárin renna af stolti af ungum jafnt sem öldnum hvörmum og eftir ærandi fagnaðarlæti og dans á götum úti (framlengd menningarnótt í Rvík) mun andi værðar og friðar færast smá saman yfir þjóðina. Við munum bíða heimkomu hetjanna með stóískri ró og hugleiða stöðu okkar fyrir framtíðina.

En ef það verður ekki krossfáninn sem blaktir í miðju við verðlaunaafhendinguna og Guðs vors lands verður ekki á vörum strákanna, mun andrúmsloftið vrða ögn vandræðalegra. Jú þeir stóðu sig frábærlega, en þeim árangri höfum við þegar fagnað (í huganum) því annað sætið var öruggt fyrr fram, tryggt með sigri liðsins yfir Spánverjum.  Að auki hafa íslendingar unnið áður til silfurs á Ólympíuleikum. Auðvitað munum við taka vel á móti "strákunum" en á bak við dempaða gleðina mun líklega glitta í eftirsjána eftir því sem hefði getað gerst, ef, ef, ef og ef. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sigfús er bróðusonur mágkonu minnar...þannig að ég verð að vera stolt hvernig sem fer... og auðvitað verð ég það.... hvernig er annað hægt?  Í annað skipti að vinna silfur? ..Í fyrsta sinn að vinna gull! Það getur ekki farið illa!!!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.8.2008 kl. 13:51

2 identicon

Við þurfum nú ekki að vakna fyrr en um hálf átta til að horfa á leikinn sem byrjar kl. 07:45. Það verða trúlega orðnir ferlega slæptir menninganóttardjammarar sem endast svo lengi og ansi sjúskaðir þegar leik lýkur. En það verða örugglega einhverjir - þunnir eða ennþá fullir kl. rúmlega níu þegar úrslitin liggja fyrir. Svo fyrir flesta menningarlega íslendingar - þá er menningarnótt fram á nótt - gott plan ... og sofa nokkra klukkutíma, horfa á leikinn, enda svo með kældu kampavínu og góðum sunnudagsbrunch (alltaf hægt að halda upp á silfrið - svo kampavínið fari ekki til spillis). Áfram Ísland.

gp (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 13:59

3 identicon

Bara bæði gott honey nut cheerios og venjulegt!

Frábærir íþróttamenn :)

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vildi að þetta væri afstaðið, á hvorn veginn sem er.  Spennan er að ganga frá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 15:44

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fá Íslendingar þá 16 gull?. Væri ekki verra að geta sagt Bretanum það.  Annars virðist landinn vera vel ánægður með silfrið...........en gullið væri náttúrulega toppurinn

Sigrún Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 17:06

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

18 Sigrún ef þjálfari og aðstoðarþjálfari fá pening líka :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2008 kl. 17:08

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvaða menningarnótt?

Kolbrún Hilmars, 23.8.2008 kl. 18:27

8 Smámynd: Brattur

... EF strákarnir verða eins grimmir og í tveimur síðustu leikjunum, þá landa þeir sigri... auðvita þarf allt að ganga upp... sókn, vörn, markvarsla... en sama taktíkin og á móti Spánverjum og Póllandi... keyra á fullu í upphafi og ná forskoti á markatöflunni og einnig andlegu forskoti skilar okkur langt... ég hef það á tilfinningunni að það stoppi enginn þetta lið núna...

Brattur, 23.8.2008 kl. 21:43

9 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Silfrið er frábær árangur en gullið mun gera þetta enn stórkostlegra.

Aðalsteinn Baldursson, 24.8.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband