22.8.2008 | 17:52
Hvernig er talað um íslenska handbolta-liðið í erlendu pressunni.
Það er alveg klárt að Spánverjar eru alveg í rusli eftir tapið fyrir Íslendingum. Hér kemur skemmtilegt sýnishorn af þeim fjölda greina sem nú er að finna á netinu og í öðrum fjölmiðlum um frammistöðu íslenska liðsins gegn Spánverjum. Þessi er skrifuð af Breta sem gerir sitt besta til að segja samviskusamlega frá leiknum.
Ótrauðir möluðu Íslendingar Spánverja 36-30, niðurstaða sem komu mjög á óvart í undanúrslitum í handbolta og gefur þeim tækifæri á fyrstu gullverðlaunum sínum á Ólympíuleikum þegar þeir leika við Frakka á sunnudag sem fyrirfram eru taldir sigurstranglegri.
Spánverjar, bronsverðlaunahafar í Sydney og í Atlanta, sofnuðu á verðinum gegn allsherjar árás íslendinganna og náðu sér aldrei á strik gegn mótherjum sínum sem snúið hafa þessu móti á haus með eyðandi stórsigrum sínum.
Afskrifaðir áður en keppnin hófst, bæta Íslendingarnir nú Spánverjum við vaxandi fjölda höfuðleðra sem þeir hafa safnað í belti sér á þessum Ólympíuleikum í Bejiing, þar á meðal Rússa, heimsmeistara Þjóðverja og Pólverja.
Leikmenn þurrkuðu tárin úr augunum um leið og þeir þökkuðu örfáum stuðningsmönnum sínum sem lagt höfðu land undir fót til Kína, frá þessari litlu eyþjóð sem aðeins telur 300.000 íbúa.
Íslendingar rotuðu mikilfenglega andstæðinga sína með því að hefja leikinn á að skora fimm mörk, þar af áttu Snorri Guðjónsson og ALexander Petersson tvö hver.
Rueben Garabaya maldaði í móinn fyrir Spánverja gegn Norðmönnunum (Norsemen) sem héldu áfram uppteknum hætti með stöðugum árásum sem leiddu til að staðan var 8-4 eftir 10 mínútur.
Spáni tókst um tíma að hægja á leiknum og aðeins frækileg framganga Björgvins Gústafssonar varnaði þeim að jafna leikinn á þrettándu mínútu þegar staðan var 8-7.
Þeim tókst að jafna 9-9 þremur mínútum seinna en þá var Carol Prieto vísað af leikvell í tvær mínútur fyrir að láta sig falla og íslendingar notfærðu sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk í viðbót.
Gústafsson bjargaði síðan nokkrum sinnum og muldi þannig sjálfstraust þeirra Spánverja sem reyndu að koma sínu liði yfir.
Önnur markaruna kom Íslandi í 13-9 áður en Spánn gátu endurskipulagt sig og komist í 13-13 með marki frá Prieto.
Í hálfleik var staðan 17-15 Íslandi í vil og eftir hálfleik náðu þeir að halda þeim mun nokkuð vel.
Varnarboltinn Sigfús Sigurðsson sem vegur 114 kg jók þann mun í fjögur mörk á fertugustu mínútu með því að slöngva "massívum" líkama sinum eftir endilöngum vellinum og klína boltanum í spánska netið.
Þegar hér var komið í´sögu var ljóst að hlutlausir áhorfendur fjölmennustu þjóðar heimsins voru orðnir dyggir aðdáendur liðsins frá einni af þeirri fámennustu sem tekur þátt í leikunum og hrópið "Iceland, Jia you" (áfram Ísland) ómaði um gjörvallt húsið.
Forystan jókst upp í sex mörk á síðustu 10 mínútunum og Íslendingarnir guldu hvert örvæntingarfullt spánskt mark með marki þar til að flautað var til leiks loka.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Athugasemdir
Íslenndingarnir voru einfaldlega miklu betri. Staðreyndin er sú að við erum með eitt besta handboltalið í heimi og höfum verið það í langan tíma. Það þarf ekki að sjá leikmennina og hvaða hlutverkum þeir gegna í sínum félagsliðum. Þar að auki er hefðin með okkur því við eigum nú orðið heilu kynslóðir handboltamanna og er ég sannfærður að við munum eignast annan Ólaf Stefánsson einhvern tíman aftur. Reyndar er Ólafur algjör einsdæmi með einhverja skothönd sem hægt er að hugsa sér og augu á hnakkanum.
Brynjar Jóhannsson, 22.8.2008 kl. 18:28
Svanur þetta var glæsilegt, þeir sönnuðu sig svo sannarlega.
egvania, 22.8.2008 kl. 18:31
Skemmtileg frásögn. Gaman að heyra það frá öðru sjónarhorni en íslensku fjölmiðlunum.
Góða helgi.
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.8.2008 kl. 18:34
Þjóðarstoltið blossar upp við lestur þessa pistils og ég orðin rauðeygð aftur og sýg uppí nefið......brosandi, út í eitt, eins og ég gerði eftir leikinn í dag.
Takk.
Marta Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 18:36
Hólmdís Hjartardóttir, 22.8.2008 kl. 19:43
Ertu með skóðina? Ég vil endilega deila þessu með útlendingunum í kring um mig.
Villi Asgeirsson, 22.8.2008 kl. 21:06
Slóðina, átti það víst að vera. Puttarnir eru skjálfandi af spenningi.
Villi Asgeirsson, 22.8.2008 kl. 21:10
ógeðslega svalt
halkatla, 22.8.2008 kl. 22:02
Villi Ásgeirsson; http://au.sports.yahoo.com/news/article/-/4952128/olympics-iceland-stun-spain-mens-handball-semi
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2008 kl. 23:08
Takk Svanur fyrir þetta. Þetta ornar mínu þjóðarembuhjarta aftur og aftur. Ég drepst úr stolti yfir drengjunum. Áfram Ísland kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:49
Mér skilst að úrslitaleikurinn verði sýndur beint á Eurosport
Sigrún Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:16
Sko, samkvæmt mínum heimildum verður þetta afar erfiður leikur....fyrir Frakka.
Takk öll fyrir innlitið og commentin. Iceland, Jia you
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2008 kl. 01:06
Tekið af vef ruv.is. Leikurinn er sýndur á á vefnum og aðgengilegur erlendis á vef EBU. Slóðin er: http://www.eurovisionsports.tv/olympics/ .
Ein spurning: spiluðu íslendingar ekki einu sinni um bronsið á OL og töpuðu?
gp (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 09:16
Rétt gp, við töpuðum þá. Núna eru aðrir tímar og íslenska liðið miklu jafnara. Ekki bara einn eða tveir menn sem verða að eiga toppleik til að hann vinnist.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2008 kl. 09:46
You did not get the hint. Hint: Við spiluðum um bronsið og töpuðum. Hverjir unnu bronsið í Barcelona? Svar: Frakkland. Var ekki hugleiðing um hvort okkar lið væri jafnara eða ójafnara. Bara "IRONY" sem virðist hafa farið fram hjá flestum. Kanski mín nostalgía af því ég var á OL í Barcelona 92. Fortíðarminningar.
gp (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 10:28
Þetta er reyndar besti árangur Frakka síðan þeir unnu af okkur bronsverðlaunin 1992 í Barsilóna 24-20.
Þeir voru núna efstir í sínum riðli á meðan við voru í þriðja sæti en við eigum tvo af þremur markahæstu mönnum leikjanna; Snorra Stein með 44 mörk og Guðjón Val með 40. Markvörðurinn þeirra Thierry Omeyer er með aðeins betri árangur núna en okkar; 39% varið á móti 33%.
Á síðasta stórmóti sem þjóðirnar áttust við unnu Íslendingar, þ.e. í heimsmeistarakeppninni 2007, þá tókum við þá 32-24
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2008 kl. 10:33
Þegar ég segi "besti árangur Frakka" á ég auðvitað við á Ólympíuleikum :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2008 kl. 10:34
Ætlarðu ekki að skella þér heim í dag og taka þátt í gleðinni í fyrramálið?
gp (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 10:37
gp (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 10:39
Hreint frábært. Meira að segja ég, ætla að drusla mér frammúr eldsnemma og horfa.
Halla Rut , 23.8.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.