Pete Doherty hefur E-andi áhrif á útisamkomugesti

petedoh460Það á ekki af þessum strák að ganga. Síðastliðin laugardag átti hann að spila á útihátíð í Salsburg í Austurríki,  en missti af flugvélinni svo aðrir liðmenn hljómsveitarinnar hans Babyshambles, þurftu að afsaka fjarveru hans fyrir þúsundum óánægðra gesta.

Hljómsveitin og Pete áttu því næst að leika á útihátíðinni Moonfest í Westbury 29-31 Ágúst en nú hafa yfirvöld þar um slóðir sett bann á samkomuna á þeirri forsendu að Pete og bandið hans hafi svo "E-andi" áhrif á gestina. "Þeir gefa fyrst allt í botn,  róa svo liðið niður og mynda einskonar hringiðu effect. " segir lögreglumaðurinn sem var sérstaklega fenginn til að taka saman skýrslu um áhrif Petes á útihátíðargesti. Babyshambles og Pete hafa verið að spila á útihátíðum í allt sumar og þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld setja sig beint gegn því að hljómsveitin komi fram.

Babyshambles_32154aEftir að lögreglu-úttektinni á Babyshambles g-áhrifunum var lekið í fjölmiðla hefur lögreglan borið því við að þeir sem geri út hátíðina hafi ekki ráðið nægilega marga til gæslu, en gert var ráð fyrir að um 5000 mans sæktu hátíðina.  "Málið er akki atriðið sjálft, heldur liðið sem fylgir honum. Wiltshire lögreglan er ekki á móti Pete Doherty eða Babyshambles en aðbúnaður á staðnum er algjörlega ófullnægjandi" er haft eftir yfirlögregluþjóni sýslunnar.

Rokkhátíðir og fjölmennar útisamkomur hafa tíðkast hér í Bretlandi frá 1967 og allir vita að þar fara saman mikil eiturlyfjaneysla og rokktónlist. - Það er gengið að því sem gefnu - Þess vegna minna þessi viðbrögð yfirvalda nokkuð á viðbrögð fullorðins fólks seint á sjötta áratugnum, þegar fyrst var farið að leika rokk í útvarpi. Tónlist djöfulsins var það kallað. -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

á ég að trúa að ég sé fyrst til að kommenta á mikilmennið?

halkatla, 22.8.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sú fyrsta og trúlega sú eina kæra Anna. Við verðu að lúta því í bili :(

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband