Við vinnum í Bejiing samkvæmt Dr. Phill

OKM0035363Veistu að Íslendingar eru komnir í fjögra liða úrslitin á Ólympíuleikunum spurði skurðlæknirinn Phill mig á pubbanum í gærkveldi. Þeir voru að vinna Pólverja, bætti hann við. Hvernig vissir þú það, spurði ég undrandi. Handbolti er ekki íþrótt sem nokkur Breti kann skil á hvað þá sýnir hinn minnsta áhuga á.

 Ég sá það á textavarpinu, svaraði Phill, heldurðu að þeir vinni ekki til gulls?

Íslendingar hafa aldrei fyrr unnið gull á Ólympíuleikum, en þeir hafa verið í þessari stöðu áður, spilað um úrslitaleikinn, tapað, spilað um bronsið og tapað.

Hva, hafið þið aldrei unnið til gullverðlauna....í neinu, spurði Kim (kona Phills)

Bjarni F.Nei ekki á Ólympíuleikum, svaraði ég. Aldrei gull, bara tvö brons og eitt silfur, silfur fyrir þrístökk karla, og brons fyrir stangarstökk kvenna og  Júdó.

Hvað eru íslendingar aftur margir, hélt Kim áfram.

300.000, svaraði ég.

Þögn.

Ég held að þið vinnið núna, sagði Phill hróðugur.

Vala02Hvers vegna, spurði ég undrandi á þessum löngu umræðum um handbolta.

Bara, svaraði hann og byrjaði svo að segja okkur frá hvernig hann var sleginn í andlitið af einum sjúklingnum.

Ég hugleiddi þetta svar um stund og sá svo að líklega hefði enginn líklegri skýringu á væntanlegum sigri Íslendinga. Tölfræðin er á móti okkur og hefðin. Ef við vinnum, vinnum við af því bara.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já það skyldi þó aldrei vera......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.8.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Við erum náttúrulega búin að vinna þetta....miðað við höfðatölu

Sigrún Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 09:01

3 identicon

Af því bara er eins gott og hvað annað !

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Af því bara...það eru ágætis rök. Ég nota þau stundum og þau svínvirka.

Góðar stundir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.8.2008 kl. 09:10

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Maður vonar það besta og gerir ráð fyrir hinu versta.
Að vísu á "hið versta" alls ekki við þar sem að strákarnir okkar eru komnir langt fram úr þeirri stöðu.
Nú bíður maður bara spenntur eftir leiknum á morgun. En þeir eru seigir strákarnir og greinilega í fantaformi núna.

Aðalsteinn Baldursson, 21.8.2008 kl. 09:34

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar og innlitin. Við erum sem sagt öll í þeirri stöðu að bíða og vona, rétt eins og þjóðin hefur verið vön að gera með nánast allt sem máli skiptir síðan Ingólfur sat beið og vonaði að súlurnar hans rækju á byggilegum stað.

Guðlaug: Ég skrifaði einu sinni kjallaragrein um þetta dagatal í gamla Dagblaðið og var þá að velta fyrir mér þessari dagsetningu 21.  Desember 2012 sem talin eru af sumum mikilvæg tímamót í því tímarími. - Er þetta kannski ábending um að blogga eitthvað um málið :) ? 

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.8.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ef hann er sannsögull hann Phill þá vil ég senda þér pening fyrir bjór handa honum frá mér... eða hvítvíni eða það semhann drekkur...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 21.8.2008 kl. 15:49

8 identicon



Bíddu! Var hann ekki að segja þér að það væri nýbúið að slá hann í höfuðið?

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 01:20

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Davíð; Þú náðir þá þessu :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband