Kom, synti og sigraði og sigraði og sigraði og ...

home_swimmer

Það eru allar líkur á að hinn  23 ára Michael Phelps frá Baltimore í Marylandfylki vinni 8 eða 9 Ólympíugull á þessum leikum og verði krýndur af heimspressunni Ólympíumeistari allra tíma. Hann vann fimmta gullið í dag og hefur þá unnið samtals 11 gull, sex þeirra á síðustu leikum í Aþenu. 36 gull eru í boði fyrir sund af um 300  á öllum leikunum. Það er hlutfallslega óeðlilega há tala miðað við aðrar íþróttagreinar finnst mér.

Michael Phelps er sundkappi mikill sem var lagður í einelti í skóla og borðar nú 12000 hitaeiningar á dag. Hann keppir í þeirri íþróttgrein á Ólympíuleikunum sem flesta undirflokkar hefur og er þar af leiðandi hægt að vinna flest gullin í. Þar að auki keppir hann í einni að fáum greinum þar sem þú keppir ekki uppréttur heldur þarft að liggja flatur á maganum eða á bakinu mestan tímann og í frekar framandi umhverfi. Geimfarar t.d. æfa sig fyrir ferðir út í geiminn í vatni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur!!!

alva (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er ótrúlegur afreksmaður  en hann væntanlega gerir ekkert annað en að synda borða og sofa......ég væri samt til í að geta borðað svona margar hitaeiningar, þó ekki væri nema hluta þeirra..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:09

3 Smámynd: Skattborgari

Ótrúlegt. Þetta er virkilega flott hjá honum.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 14.8.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Svanur, viltu fara inn á síðuna mína og og senda áróðurinn áfram?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 12:37

5 identicon

Mér finnst ég skynja það frá þér að þér finnist Phelps nokkuð góður en samt ekkert sérstakur íþróttamaður þar sem hann er sundmaður og það er keppt í mörgum greinum í sundi og því hljóti þetta að vera létt mál, er það málið? Reyndar er bara keppt í 32 greinum á ÓL og það vill þannig til að 16 af þessum 32 greinum eru kvennagreinar þannig að hann er að sigra í 8 af 16 greinum...

Vill benda þér á það að til að komast á ÓL þurfti Phelps að vera í 1.-2. sæti í öllum þessum greinum á Bandaríska úrtökumótinu, á móti sundmönnum sem flestir sérhæfa í hverri sundaðferð, hann hinsvegar er það fjölhæfur að hann getur þetta án þess að sérhæfa sig beint í neinni grein, þó svo flugsundið sé hans sterkasta grein.  Eftir að á ÓL er komið þarf hann svo að sigra alla bestu sundmennina í hverri grein.

Ef þú horfir t.d. á tugþrautarmenn þá er þeirra besti árangur í einstökum greinum langt frá heimsárangri í þeim greinum, þ.e. tugþrautarmaður ætti aldrei möguleika á að komast í úrslit, hvað þá sigra í einstökum greinum á ÓL, HM o.s.frv. Þetta getur Phelps hins vegar, að því virðist auðveldlega. 

Ég sé heldur aldrei Ronaldo geta verið besti sóknarmaður, besti varnarmaður, besti miðjumaður og besti markmaður á sama tímabili.

Þetta sýnir að Phelps er einn allra sterkasti íþróttamaður allra tíma án þess að bera hann beint við aðra íþróttamenn úr öðrum greinum, enda varla hægt...

Doddi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:57

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Var það hann sem ætlaði að slá út met Marks Spitz sem vann að mig minnir 7 gull á Ólympíuleikum? (man ekki hvar eða hvenær)

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:27

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

flottur

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband