Sneypuför Mugabe á Ólympíuleikana

mugabe-crazyForseti ZIMBABWE  Robert Mugabe, hefur samkvæmt nýjustu fréttum snúið aftur til Zimbabwe, en hann var á leið til að vera viðstaddur opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Bejiing. Honum var snúið heim aftur þar sem hann var staddur í Hong Kong, þar sem hinum var tilkynnt af kínverskum yfirvöldum að honum væri ekki boðið að taka þátt í hátíðinni. Mugabe hélt því til baka í gær og sagðist þurfa að sinna mikilvægum innanlands málum.

Þetta var afar snjallt af Kínverjum sem hafa verið sakaðir um að vera bestu vinir Mugabe og sent honum óspart vopn og vistir fyrir herinn hans. Svo eru þeir líka að hjálpa honum að "þróa" landið og eiginlega halda honum, tindátum og pótintátum hans uppi. Nú  verða þeir ekki sakaðir um að hýsa "einræðisherrann" og þeir forða öllum öðrum frá að þurfa að hitta hann. Sá fundur hefði nefnilega getað orðið all vandræðalegur. Alla vega eru Þeir Bush og Óli save í bili frá því að þurfa að heilsa Mugabe, nú skítuga barninu  í Afríku sandkassanum.

PS. Svo ætti einhver af ráðgjöfum Mugabe að láta hann vita að það er ekkert rosalega snjallt svona pólitískt séð og í ljósi mannkynssögunnar að safna svona yfirvarar-skeggi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli, og aðrir skrifarar !

Hvað; svo sem um Mugabe gamla má segja, flest slæmt, að þá er hann þó, AÐ GERA EITTHVAÐ, Svanur minn.

Annað; en sagt verður um þessi kóð, kollega hans; hér heima á Íslandi.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 02:11

2 Smámynd: Skattborgari

Zimbabwe er í dag rjúkandi rústir efnhagslega útaf heimskulegum og illa ígrunduðum ákvörðunum þessa manns og stuðningsmanna hans sem hafa ekki hundsvit á mörgu því sem þeir taka sér fyrir hendur.

Mugabe er gott dæmi um skaðann sem einn heimskur stjórnmálamaður í valdastöðu getur veitt þjóð sinni þó hann hafi viljað henni vel í upphafi.

Þetta var hárétt ákvörðun hjá Kínverjum það hefði verið algjört hneyksli ef einhver valdamikill maður hefði mætt honum á förnum vegi og hefði getað haft mikill áhrif á þann aðila í framtíðinni. 

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 7.8.2008 kl. 02:35

3 Smámynd: Dunni

Þetta sýnir best hið tvöfalda siðferði Kínverja. Ef þeir hafa þá eitthvert siðferði.  Þeir eru ekki hótinu betri en Mugabe og í raun hefði farið best á því að Mugbe hefði verið eini þjóðhöfðinginn í heiðusrsstúkunni með Kínverjunum á opnunarhátíðinni.

Hér á það heima; "Líkur sækir líkan heim".

Dunni, 7.8.2008 kl. 06:45

4 identicon

      Þvílik heppni að hann fór ekki alla leið. Hann hefði getað rekist á hina áhrifagjörnu íslensku ráðamenn með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð stjórnmála á íslandi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 06:52

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Betra er heima setið en af stað farið!

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.8.2008 kl. 09:45

6 Smámynd: Gulli litli

Þetta er bara gott mál..

Gulli litli, 7.8.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Haukur; Mikið rétt, ekkert er sem sýnist í þessum bransa.

Óskar Helgi; Málið er hvort það er ekki of lítið og of seint.

Skatti og Húnbogi: Allavega komu Kínverjar sér hjá því að þurfa að stýra honum framhjá öðrum tignargestum sem vel flestir viðurkenna hann ekki sem kjörinn þjóðarleiðtoga.

Dunni: Það má alveg færa rök fyrir því að þarna fari sami grautur í sömu skál.

Rúna og Gulli: Þetta sýnir nú líka hversu samskiptin eru eitthvað bogin, jafnvel á þessum lavel. Hann er farinn af stað og er snúið við :) Opnar hann ekki emailana sína?

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Rebekka

Eeeh, jamm Óskar,  Mugabe er sko búinn að gera meira en nóg.  Það dapurlegasta er að hann var á réttri leið,  á 9. áratugnum (þá var hann líka við völd) var Zimbabwe eitt besta Afríkulandið, og Zimbabwedollarinn var jafnvel sterkari en sá Ameríski.  Ungbarnadauði minnkaði, lífslíkur og - gæði jukust og menntakerfið var eitt það besta í Afríku.

Núna aftur á móti er verðbólgan yfir 2 MILLJÓN prósent,  atvinnuleysi er yfir 80% og meðalævi Zimbabwebúa hefur hrunið úr 64 árum í 37 ár.

Já Mugabe er að gera eitthvað, en frekar kysi ég að hann gerði ekki neitt og hundskaðist af valdastóli sem fyrst.

Rebekka, 7.8.2008 kl. 17:10

9 identicon

Komið þið sæl !

Svanur Gísli, og Rödd skynseminnar ! Jú; rétt er, ykkar ályktun, sannarlega. Skírskotunin var; til þessa flóna ráðuneytis Geirs H. Haarde, hér heima fyrir, fyrst og fremst.

Rétt er það; gamla Rhódesía (Zimbabwe) hefir verið; um langan aldur, eitt öflugasta kornforðabúr suðurhluta Afríku.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband