Á Þjóðhátíð í Eyjum

þjoðhatiðVerlunarmannahelgin á næsta leiti og margir eflaust farnir af stað þangað sem þeir ætla. Þjóðhátíð í Eyjum að hefjast, húkkaraball í kvöld og allt það.

Fyrir næstum 20 árum var heimsfrægum plötusnúð boðið að taka þátt í Þjóðhátíð í Eyjum. Sá hafði getið sér gott orð, fyrst á útvarpsstöðvunum sem starfræktar voru á öllum amerísku herstöðunum um allan heim og seinna í kvikmyndinni American Graffiti.

Hann hét Wolfmann Jack(Lést 1995) og var strigakjaftur mikill og stuðbolti með allt útvarps-lingóið á hreinu og mikill rokk-aðdáandi. Hann var nokkuð digur um sig og það tóku allir eftir honum þar sem hann fór, svartklæddur og með sitt grásprengda úlfsskegg og síða hár. 

jaaacksmEftir að hann var búinn með prógrammið sitt á laugardagskvöldinu í Dalnum, kom hann örþreyttur, þrælkvefaður og hóstandi inn á hótelið þar sem hann dvaldist og hlammaði sér niður í leðursófann í lobbíinu. - Ég var að vinna þarna á Hótelinu og því vék hann sér að mér og spurði; "Geturðu nokkuð reddað mér tisjú". Ég fór að leita, en var því miður ekki öllum hnútum kunnugur og fann ekkert nema klósettrúllu sem ég svo færði honum. Á meðan karlinn var að snýta sér í rúlluna, og ég meina það, hann notaði alla rúlluna, lét hann dæluna ganga og býsnaðist mikið yfir okkur Íslendingum og skemmtanagleði okkar. "Ég var á Woodstock, Isle of Wight og öllum stærstu rokkhátíðum sem haldnar hafa verið" sagði hann. "En ég hef aldrei nokkurn tíman lent í öðru eins og þessu. Þið..þið Íslendingar kunnið svo sannarlega  að skemmta ykkur" (You sure know how to party) .

Svo bað hann um aðra klósettrúllu og fór með hana upp á herbergið sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hvað er þetta með Íslendinga....erum svo djö.... ýkt í öllu sem við gerum....meira segja skemmtun okkur þannig að það liggur við því að um náttúruhamfarir sé að ræða....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.7.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vissi ekki að úlfurinn hafi komið til Íslands.

Þú ert ótrúlegur með allar sögurnar Svanur.

Gaman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Skemmtileg frásögn... það var lengivel draumur að fara til Eyja um versló en svo færist aldur og þroski yfir og núna get ég varla hugsað mér það...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 31.7.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jenný; Þegar ég fer að hugsa svona til baka þá fíla ég mig svona eins og íslenskan Forest Gump :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.7.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hrafnhildur; Þú þekkir þetta af eigin raun(um) eins og þú lýsir þessum helgum á Akureyri.

Margrét; Það er bara vitleysa að halda að maður verði einhvern tíman of þroskaður eða of gamall fyrir Eyjar. Go girl...

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.7.2008 kl. 16:58

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég man glöggt eftir því þegar kappinn kom á Þjóðhátíðina. Við Hæi fengum hann til að krota nafn sitt á gallana sem við vorum í. Gallinn minn er fyrir löngu týndur og tröllum gefinn.
Enn eina ferðina er ég að keyra Svanur, eitthvað sem þú þekkir vel .

Aðalsteinn Baldursson, 1.8.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband