29.7.2008 | 12:43
Ef veitingahús störfuðu eins og Microsoft:
Stuttu áður en allt fór í klessu hér á blogginu sendi góðkunningi minn Davíð Kristjánsson á Selfossi mér þennan texta. Kannski hefur hann sé fyrir þessar hremmingar með diskastæðuna hjá blog.is?
Kúnni: Þjónn!
Þjónn: Góðan daginn, ég heiti Jón og ég er hér til að aðstoða þig. Er eitthvað vandamál á ferðinni?
Kúnni: Já, það er fluga í súpunni!
Þjónn: Ó, reyndu aftur. Kannski verður flugan ekki þá.
Kúnni: Jú, flugan er enn þarna!
Þjónn: Kannski er það hvernig þú ert að nota súpuna; reyndu að borða hana með gaffli.
Kúnni: Flugan er þarna enn!
Þjónn: Kannski er súpan ósamhæf við skálina. Hvernig skál notarðu?
Kúnni: súpuskál!!!
Þjónn: Kannski er það uppsetningarvandamál. Hvernig var skálin sett upp?
Kúnni: Þú komst með hana á bakka! Hvað hefur það að gera með fluguna?
Þjónn: Manstu allt sem þú gerðir áður en þú varðst var við fluguna?
Kúnni: Já, ég gekk inn, settist við þetta borð og pantaði súpu dagsins!
Þjónn: Einmitt - hefurðu hugleitt að uppfæra yfir í nýjustu súpu dagsins?
Kúnni: Eruð þið með margar súpur dagsins?
Þjónn: Já, elskan mín góða
þær breytast á klukkutíma fresti.
Kúnni: Nú - og hvernig súpa er súpa dagsins núna?
Þjónn: Það er tómatsúpa.
Kúnni: Fínt! Láttu mig fá tómatsúpu þá og reikninginn
ég er að verða of seinn.
(Þjónninn fer og kemur aftur með súpuskál og reikning)
Þjónn: Gjörðu svo vel - hér er súpa dagsins og reikningurinn.
Kúnni: En
þetta er uxahalasúpa?
Þjónn: Já, tómatsúpan var ekki tilbúin.
Kúnni: Jæja þá
ég er orðinn glorsoltinn. Ég held að ég geti borðað hvað sem er núna.
Kúnni: Þjóóóónn!!! Það er mýfluga í súpunni minni!!!
Reikningurinn:
Súpa dagsins: 500,- kr.
Uppfærsla á súpu dagsins 250,- kr.
Aðgangur að þjónustu og aðstoð 10.000,- kr.
Ath. Fluga í súpu dagsins er innifalin án sérstakrar gjaldtöku, en verður lagfærð í súpu dagsins á morgun
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Bloggar, Spaugilegt, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.7.2008 kl. 13:46
minnir meira á þjónustuver Símans
Brjánn Guðjónsson, 29.7.2008 kl. 13:55
Hahaha!
Eydís Hentze Pétursdóttir, 29.7.2008 kl. 14:50
Þetta er afbagð.....
Rúna Guðfinnsdóttir, 29.7.2008 kl. 15:09
Góður.
Theódór Norðkvist, 29.7.2008 kl. 17:56
HAHHAAHAHA! Afbragð.... hmmm...
Villi Asgeirsson, 29.7.2008 kl. 20:34
.. ég vann einu sinni hjá microsoft í svíþjóð.. þetta hljómar eins og sú vinna.
Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 22:24
Svolítið minnir þetta á leiguflug!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:14
Þessi saga minnir mig á "þjónustufyrirtæki". Fyrir ári síðan eða svo þurfti ég að koma skilaboðum til kunningja sem vinnur hjá slíku fyrirtæki, íslensku. Hringdi í aðalsímanúmer fyrirtækisins og fékk samband við skiptiborðið. Ætla ekki að tíunda samtal mitt við símadömuna sem þurfti að vita allt um mig og mitt erindi við þennan umbeðna starfsmann en þegar ég loksins skildi að forvitni hennar stafaði eingöngu af því hvern fyrirtækið ætti að rukka fyrir símtalið gafst ég upp og lagði á. Þjónustufyrirtæki hvað?
Kolbrún Hilmars, 30.7.2008 kl. 00:05
Gott hjá þér Kolbrún að halda henni á skrafi í smástund.
Ég lenti oft í því líka að vera leiddur um einhverja símsvara-rangala og er bara nýbúinn að læra ráð til að fá strax einhvern á skiptiborðinu. Ég veit ekki hvort það virkar á Íslandi en hér dugar að liggja á núllinu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.7.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.