27.7.2008 | 21:52
Ebony Venus
Löngu áđur en Sydney Poitier og kvikmyndin Liljuakurinn (1963) sem skaut honum upp á stjörnuhimininn náđi hilli heimsins eđa Bill Cosby og Ég Njósnari (1965),varđ ađ fyrirmynd blökkumana í USA, kom fram ţeldökk ofur-stjarna sem gerđi meira fyrir réttindabaráttu blökkumanna í vesturheimi en ţeir báđir til samans ađ mínu mati, ţótt hún hafi síđan falliđ í skugga ţeirra. Sá fjöldi sem nú er til af ţeldökkum kvikmyndastjörnum, tónlistarfólki og ofur-fyrirsćtum á ţessari konu mikiđ ađ ţakka, ţví hún var sannur brautryđjandi og lagđi réttindabarrátu ţeldökkra óspart liđ á sínum tíma.
Fađerni hennar er umdeilt, en hún fćddist 3. Júní áriđ 1906 í borginni St. Louis í Alabama fylki í Bandaríkjunum. Henni var gefiđ nafniđ Freda Josephine McDonald. Eftirnanfniđ fékk hún frá móđur sinni Carrie McDonald. Carrie hafđi veriđ ćttleidd af Richard og Elvira McDonald sem bćđi voru fyrrverandi ţrćlar.
Seinna á ferli sínum varđ Josephine ţekkt undir nöfnunum "Svarta perlan", Kreóla-Gyđjan" "Ebony Venus" eđa einfaldlega "La Baker" ţar sem hún starfađi mest í frönskumćlandi löndum. Hún varđ fyrsta konan af afrísk-amerískum ćttum til ađ fá ađalhlutverk í kvikmynd. En frćgust varđ hún fyrir söng og danssýningar sínar og fólk kepptist um ađ sjá og heyra í París og hvar sem hún fór um heiminn.
Josephine hćtti í skóla ţegar hún var 12 ára og fór ţess í stađ ađ vinna fyrir sér međ dansi á götum úti. Leiđ hennar lá međ sýningarhópi til New York og ţar komst hún ađ sem aukamanneskja í helstu svörtu söngleikjum ţeirra tíma.
Áriđ 1925 hélt hún til Parísar og varđ ţar strax frćg fyrir ađ koma fram í Théatre des Champs-Élysées ţar sem hún dansađi erótískan dans ađ mestu nakin. Ţetta var á sama tíma og Exposition des Arts Décoratifs sýningin var haldin í París sú er gaf okkur sérheitiđ Art Deco og í kjölfar hennar vaknađi mikill áhugi fyrir frumbyggjalist hverskonar, ţ.á.m. afrískri. Ađ ţessum áhuga féllu sýningar Josephine fullkomlega.
Á sýningum sínum hafđi Josephine oft međ sér demantaskreytt Blettatígur sem hún kallađi Chiquita. Fyrir kom ađ dýriđ slapp frá henni og olli miklum usla međal hljómsveitarmeđlimanna fyrir neđan sviđiđ.
Ţađ leiđ ekki á löngu ţangađ til hún var langvinsćlasti erlendi skemmtikrafturinn í París ţótt heima fyrir hefđi hún ćtíđ ţurft ađ líđa fyrir hörundslit sinn og ćtterni.
Skáldiđ og kvennamađurinn Ernest Hemingway kallađi hana " ...frábćrasta kvenmann sem nokkru sinni verđur augum litinn" .Hún lék í ţremur kvikmyndum hinni ţöglu Siren of the Tropics (1927), Zouzou (1934) og Princesse Tamtam (1935).
Lag hennar "J'ai deux amours" (1931) varđ feykivinsćlt og hún varđ eftirsótt fyrirćta af listamönnum á borđ viđ Langston Hughes, Ernest Hemingway, F. Scott Fitzgerald, Pablo Picasso, og Christian Dior.
Hún var svo vinsćl ađ jafnvelţegar a Nasistar tóku Frakkland hikuđu ţeir viđ ađ vinna henni mein. Hún notađi tćkifćriđ og ađstođađi neđanjarđarhreyfinguna viđ ađ smygla skjölum yfir til Portúgals. Hún var seinna heiđruđ međ Croix de Guerre og Légion d'Honneur orđunum af Charles de Gaulle, yfirhershöfđingja.
Ţrátt fyrir vinsćldir hennar í Frakklandi náđi hún aldrei sömu hćđum í Bandaríkjunum. Ţegar hún heimsótti föđurland sitt 1936 til ađ leika Ziegfeld Follies kolféll sýningin. Eitt sinn var hún stödd í matarbođi og talađi ţar jöfnum höndum frönsku og ensku međ frönskum hreim. Ţeldökk ţjónustustúlka snéri sér ađ henni og sagđi. "Honey, you is full of shit. Speak the way yo' mouth was born." Josephine lét reka hana.
Hún fékk slćma dóma fyrir sýningar sínar í Bandaríkjunum og New York Times gekk svo langt ađ kalla hana "negrakellingu". 1937 fór Baker til baka til Parísar, gifti sig ţar Frakka ađ nafni Jean Lion, og sótti um franskan ríkisborgararétt sem hún fékk.
Hún neitađi ađ sýna hvar ţar sem svartir og hvítir áhorfendur voru ađskildir eđa svartir voru bannađir eins og tíđkađist víđa í "fínni" klúbbum. Mótmćli hennar urđu til m.a. ađ reglum um ađskilnađ í Las Vegas í Nevada var breytt.
Áriđ 1951, sakađ Baker, Sherman Billingsley í Stork Clúbbinum í New York um kynţáttafordóma eftir ađ henni var neitađ ţar um ţjónustu. Hin virta leikkona Grace Kelly sem var ţar viđstödd hrađađi sér til hennar, tók í hendi hennar og sagđist aldrei mundu koma ţar aftur, sem hún og efndi. Upp frá ţessu atviki urđu ţćr góđar vinkonur og seinna ţegar Baker var nćr ţví gjaldţrota, kom Grace sem ţá hafđi gift sig Rainer Prins af Mónakó.
Baker starfađi talvert međ og fyrir samtök blökkumanna í Bandaríkjunum. Hún hélt m.a. rćđu á frćgri útisamkomu í Washington áriđ 1963 ţar sem hún, íklćdd "Frjálst Frakkland" einkennisbúningi sínum međ orđurnar sínar á brjóstinu, var eini kvenkyns rćđumađur mótmćlafundarins. Eftir morđiđ á Martin Luther King bađ ekkja hans Coretta Scott, Baker um ađ taka ađ sér formennsku í hreyfingunni. Hún hafnađ ţví bođi eftir nokkra umhugsun á ţeirri forsendu ađ börnin hennar vćru of ung til ađ missa móđur sína.
Áriđ 1966 var henni bođiđ af Fidel Castro ađ halda sýningu á Teatro Musical de La Habana í Havana á Kúbu. Sýning hennar ţar setti ađsóknarmet sem enn hefur ekki veriđ slegiđ.
Áriđ 1973, fékk Josephine Baker loks verđugar móttökur í Bandaríkjunum ţegar hún opnađi sýningu sína í Carnegie Hall.
Allar götur eftir ađ jafnréttisbaráttan hófst fyrir alvöru í Bandaríkjunum, studdi Josephine málstađ svartra. Hún mótmćlti á sinn hátt međ ţví ađ ćttleiđa tólf börn af mismunandi kynţáttum og kallađi fjölskyldu sína Regnboga ćttbálkinn.
Börn hennar voru Akio (sonur frá Kóreu), Janot (sonur frá Japan), Luis (sonur frá Kólumbíu), Jarry (sonur frá Finnlandi), Jean-Claude (sonur frá Kanada), Moďse (sonur af ćttum franskra gyđinga), Brahim (sonur frá Alsýr), Marianne (dóttir frá Frakklandi ), Koffi (sonur frá Fílabeinsströndinni), Mara (sonur frá Venesúela), Noël (sonur frá Frakklandi ) og Stellina (dóttir frá Morkakó)
Um tíma bjó öll fjölskyldan saman í stórum kastala, Chateau de Milandes í Dordogne í Frakklandi. Baker fćddi sjálf ađeins eitt barn, sem ţó fćddist andvana áriđ 1941.
Eiginmenn hennar voru fjórir en vafi leikur hvort hún giftist ţeim öllu á löglegan hátt.
- Willie Wells (1919)
- William Howard Baker (1920-23)
- Jean Lion (1937-38)
- Jo Bouillon (hljómsveitarstjóri, 1947-57)
Ţann 9. Apríl áriđ 1975 var haldin í París mikil hátíđ ţar sem Josephine Baker hélt upp á 50 ára starfsafmćli sitt. Međal gesta á opnunarsýningin sem var kostuđ af Rainier Prins, Grace Kelly og Jacqueline Kennedy Onassis, í yfirfullum sal í Bobino í París, voru fyrir utan kostendurnar, Sophia Loren, Mick Jagger, Shirley Bassey, Diana Ross og LIza Minnelli.
Tveimur dögum seinna fannst Josephine međvitundarlaus liggjandi á sófa sínum í dagstofu heimilis síns í París međ Dagblađ í kjöltunni sem var fullt af lofsamlegum greinum um sýningu hennar. Hún hafđi falliđ í dá eftir heilablóđfall og lést á sjúkrahúsi 12. Apríl 1975, sextíu og átta ára ađ aldri
Í ţessari grein er stiklađ á stóru um feril og ćvi Josaphine Baker. Heimildir eru m.a. fengnar af ýmsum vefsíđum sem finna má um hana ekki hvađ síst héđan og héđan
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt 28.7.2008 kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Klikkar ekki fróđleikshorniđ, takk fyrir ţessa samantekt! Svo sannanlega merkileg kona og frumkvöđull sem ekki má gleyma.
kveđja
Guđbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráđ) 27.7.2008 kl. 22:14
Mjög áhugavert - bestu ţakkir
Edda (IP-tala skráđ) 27.7.2008 kl. 22:46
Ég vissi flest af ţessu um Baker nema ţađ ađ hún hafi ćttleidd öll ţessi börn, mjög táknrćnt ađ taka ađ sér börn allstađar ađ úr heiminum....frábćrt
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:27
merkileg kona í alla stađi.. og furđulega mikiđ gleymd...
Óskar Ţorkelsson, 27.7.2008 kl. 23:31
Merkilegt međ ţöggunina á kvennasögunni. Ég taldi mig vita nokkuđ margt um Jósefínu, en ţú gast bćst í sarpinn.
Ţćr fara ekki mjög hátt sögurnar af konunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2008 kl. 23:49
Frábćr samantekt hjá ţér Svanur um merkilega konu.
Sigrún Jónsdóttir, 28.7.2008 kl. 00:05
Ţú ert alveg frábćr gullkista Svanur.. Dásamlegt ađ lesa pistlanna ţína...
Breittu samt einu....
ţú skrifađir kennamađurinn hemingway en.. ćtlađir vćntanlega ađ segja kvennamađurinn Hemingway..
Ekki ţađ ađ ég hef efni á slíkri gagnríni ţví ég er afleiddur í stafsettningu.
Brynjar Jóhannsson, 28.7.2008 kl. 07:43
ţakka ykkur öllum góđ orđ og uppörvandi. Brynjar, ég reddađi ţessu allsnarlega :)
Svanur Gísli Ţorkelsson, 28.7.2008 kl. 08:01
Frábćr grein um frábćra konu...
Gulli litli, 28.7.2008 kl. 10:39
Ţetta er ekki Hlébarđi (Leopard /Pantera Pardus), ţetta er ekki einusinni köttur af Pantera ćtt, ţví ţetta er Cheetah (Acinonyx jubatus) eđa Blettatígur uppá Íslensku. Orđaleikurinn er svo 'Chica (stelpa) + cheeta (blettatígur) / ita ('term of affection') = chiquita (smástelpa).
Skemmtilegur pistill annars og fróđlegur, og mikiđ óskaplega var ţetta nú falleg kona.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.7.2008 kl. 13:31
Ţetta er auđvitađ hárrétt hjá ţér, á myndinni er blettatígur J. Einar Valur. Takk fyrir ţađ :)
Svanur Gísli Ţorkelsson, 28.7.2008 kl. 13:45
Takk kćrlega, ţetta var skemmtileg lesning.
Kári Harđarson, 29.7.2008 kl. 13:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.