Blóraböggullinn Dr. David Kelly og örlög hans.

davidkellyatweddingÉg kemst ekki hjá því að hugleiða örlög þessa manns. Fyrir fimm árum upp á dag, dvaldist David Kelly  (f. 17. Maí 1944)  í þessu sama húsi og ég er nú gestur í. Hann svaf í sama rúmi og ég hvílist í og umgekkst sama fólkið og ég spjalla við á hverju kvöldi. Dvölin hér í Cornwall ásamt konu sinni, í Júlí árið 2003 gerði honum gott að sögn ættmenna hans og vina. Fáir vissu hvar hann var og flestir hér um slóðir vissu ekki hver hann var. Hér eltu fjölmiðlarnir hann ekki á röndum, farsímasambandið er stopullt og hann notaði tímann til að undirbúa sig undir yfirheyrslur tveggja þingnefnda sem í vændum voru þ.á.m. The Intelligence and Security Committee. Hann var léttur í lundu og ræddi m.a. um brúðkaup dóttur sinnar sem fara mundi fram á næstunni og um framhald starfa sinna við efna og sýklavopnaleit í Írak.

Viku seinna eða 17. Júlí 2003 fannst  hann látinn, sitjandi undir tré í Harrowdown Hill, ekki langt frá heimili sínu í Oxford.

Dr. David Kelly, maðurinn sem var svo lágmæltur að það þurfti að slökkva á loftræsikerfinu í salnum þar sem hann var yfirheyrður af kokhraustum þingnefndarmönnum sem  fundu  hjá sér einkennilega þörf til að þjarma persónulega að honum. Og hvað hafði þessi mildi maður sér til sakar unnið?

Ekkert annað en að hafa reynt að koma í veg fyrir  innrásina í Írak með því að hvetja Íraka til að fara að kröfum Sameinuðu Þjóðanna um eyðingu sýkla og efnavopna og síðar að gefa í skyn að forsendur innrásarinnar í Írak hefðu verið vafasamar. Dr. David Kelly var afar vel metinn vísindamaður og þekktur fyrir störf sín í þágu breska ríkisins og seinna fyrir Sameinuðu Þjóðirnar. Hann var örverulíffræðingur og hafði getið sér gott orð við rannsóknir á efndum Sovétríkjanna á alþjóðasamningum um útrýmingu sýkla og efna vopna. Sú reynsla hans varð til þess að hann var skipaður sem einn af fremstu skoðunarmönnum Sameinuðu þjóðanna í Írak eftir Persaflóastríðið.

Hann var m.a. tilnefndur til Nóbels verðlauna og gerður að meðlimi í hinni virtu reglu The Most Distinguished Order of Saint Michael and Saint George fyrir framlag sitt og þjónustu við breska ríkið.

Meðal starfa Dr. Kelly var að vera tengill við fjölmiðla án þess þó að nafni hans væri haldið á lofti eða að myndir af honum væru birtar. Árið 2002 van hann mikið fyrir Defence Intelligence Staff við að setja saman skýrslu Joint Intelligence Committee um fjöleyðingarvopn Íraka sem síðan var notuð sem helsta átilla innrásarinnar að hálfu Breta 2003.  davidkelly_narrowweb__300x411,0  

Í skýrslunni var m.a. stuðst við framburð Íraks flóttamanns; Rafid Ahmed Alwan að nafni (leyninafn Bogabolti) sem leyniþjónustur Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands vissu að var afar vafasamur og óáreiðanlegur. Sá hélt því fram að Írakar réðu yfir færanlegum tækjabúnaði til að framleiða sýklavopn og þyrftu aðeins 45 mínútur til að koma þeim vopnum í skotstöðu.

Þessar sömu upplýsingar notaði Collin Powell yfirhershöfðingi USA einnig í ræðu sinni þegar hann reyndi 5. Febrúar 2003 að fá Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að gefa afdráttarlaust grænt ljós á innrásina í Írak. 

Dr. Kelly vissi að upplýsingarnar voru falskar og fjarri lagi. Það þekkti enginn betur til stöðu þessara mál í Írak en Dr. Kelly sem jafnframt þekkti alla þá bresk-menntuðu vísindamenn sem störfuðu fyrir Saddam Hussein.

Hann minntist í trúnaði á þessar falsannir skýrslunnar í samtali við Andrew Gilligan blaðamann BBC og gerði það á þeim forsendum að nafn hans yrði aldrei bendlað beint við málið. Þegar að Andrew sagði frá því opinberlega að Alastair John Campbell talsmaður Tony Blair hefði látið ýkja ýmiss atriði skýrslunnar til að blekkja hinn breska þingheim til að styðja innrásina í Írak hófst leitin að blórabögglinum. Fljótlega bárust böndin að Kelly, sérstaklega eftir að Gilligan hafði undir gífurlegu álagi ýjað að því að hann hefði lagt honum til  upplýsingarnar.

nbakerDM2110_468x305Morguninn 17. Júlí 2003 vann Dr. Kelly heimahjá sér við að svara emailum sem honum höfðu borist víðsvegar að og voru flest hvatningarorð vina hans eftir að yfirheyrslur þingnefndanna hófust. Um þrjú leitið sagði hann konu sinni að hann ætlaði í gönguferð líkt og hann gerði daglega. Þegar hann skilaði sér ekki aftur fyrir miðnætti tilkynnti kona hans lögreglunni um hvarf hans. Snemma morguninn eftir fannst hann sem fyrr segir látinn, sitjandi upp við tré á Harrowdown Hill. Svo virtist sem hann hefði tekið líf sitt. Í maga hans fundust 29 töflur af verkjalyfi (co-proxamol) auk þess sem hann hafði skorið sig á púls með hnífi sem hann hafði átt síðan í æsku.

Fljótlega komst upp kvittur að Dr. David Kelly hefði verið myrtur. Engin fingraför fundust á hnífnum. Sjúkraliðarnir sem sóttu líkið sögðu að lítið sem ekkert blóð hefði verð á staðnum sem er alveg í samræmi við umsagnir sérfræðinga um blóðrennsli úr slíkum sárum í köldu viðri. Krufning leiddi í ljós að lyfjaskammturinn hefði ekki verið nægur til að verða honum að aldurtila. Árið 1999 hafði Dr. David Kelly kynnst Bahai trú og nokkru seinna gerst Bahai. Í Bahai trú er lagst gegn sjálfsvígum.

Rannsókn málsins var fljótt tekin úr höndum lögregluyfirvalda og fengin í hendur sérstökum rannsóknarmanni á vegum ríkisstjórnarinnar; James Brian Edward Hutton. Í skýrslu Huttons kemur fram að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, að enginn úr ríkisstjórninni geti talist ábirgur fyrir því á neinn hátt, að BBC hafi sýnt óvarkárni í að segja frá hvernig Íraks-skýrslan var í raun fölsuð og að Dr. Kelly hafi verið eini maðurinn ábyrgur fyrir að þeim upplýsingum var lekið í fjölmiðla.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Sæll Svanur. Þetta er fróðleg samantekt sem minnir á hvað auðvelt er að taka heiðarlegt fólk af lífi með persónulegum árásum. Takk.

Marta Gunnarsdóttir, 13.7.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

TAkk fyrir þessa morgun lesningu ... mjög fróðleg og fær mann til að hugar að

"aðgát skal hafa í návist sálar"

Margrét Ingibjörg Lindquist, 13.7.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: egvania

Sæll Svanur, takk fyrir þessa fróðlegu lesningu þetta sýnir okkur hvernig mannorðsmorðingjar vinna verk sín.

Já, satt er það " aðgát skal höfð í nærveru sálar "

egvania, 13.7.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er dedd á því að hann hefur verið myrtur.  Klár alveg.

Meiri hálfvitarnir þetta stríðsæsingafólk.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Stundum held ég að Svanur sofi aldrei, þvílíkur sagnabrunnur þessi maður. En takk fyrir bloggið þitt það er gaman og fróðlegt að lesa það.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 13.7.2008 kl. 13:27

6 identicon

Góð grein hjá þér!  Stríð er ekki bara vopnaskak á vígvelli.  Það er vettvangur illsku, heimsku og grimmdar á öllum sviðum.

Annars held ég að Svanur mætti nú alveg leggja sig stundum

marco (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Skattborgari

Oft þegar fólk vill ekki taka á eigin vandamálum eða eigin skít þá er leitað að blórabögli. Hann hefur legið vel við kallin því miður. Þegar fólk lendir í þessum aðstæðum sem hann lenti í þá er mjög misjafnt hve viðkvæmt fólk er í þeim. Hann hefur bara ekki höndlað þær almennilega sem er ekki skrítið ímyndið ykkur álagið.

Fólk notar oft bara þær heimildir sem henta þeim þó að þær séu vafasamar og henda örðum í ruslið. 

Kvaðja Skattborgari 

Skattborgari, 13.7.2008 kl. 17:16

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég man vel eftir þessu máli og það gerði mig reiðan eða sáran öllu heldur. Auðvitað var ríkisstjórnin firrt allri ábyrgð. Og ég held að enginn í stjórninni hafi svo mikið sem hugleitt örlög Kellys.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 19:13

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka allar athugasemdirnar.

Kannski er það bara ég, en mig grunar að ekki hafi öll kurl enn komið til grafar í þessu máli. Síðast í Febrúar á þessu ári viðurkenndi breska þingið að ekkert af því sem Kelly hafði sagt fjölmiðlum hefði verið ósatt og hann hefði ekki gert neitt sem honum var ekki heimilt að gera. - Skuggar Tony Blair og Bush forseta skyggja enn á mörg mál varðandi þetta undarlega stríð í Írak og þegar að hann loks hverfur mun margt koma í ljós sem einnig skiptir okkur íslendinga máli.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.7.2008 kl. 20:08

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Áttu við að Dr. Kelly hafi nauðugur tekið inn þessar 29 töflur af Co-proxamol, eða að þetta hafi verið hans venjulegi skammtur við verkjum og hættulaus með öllu í svona miklum mæli?

Það er nú vitað að innihaldsefni þessa lyfs "paracetamol" getur leitt menn til dauða á nokkrum klukkustundum vegna eitrunar í lifur.

Mér sýnist þessi samsæriskenning fallin um sjálfa sig.

Sigurður Rósant, 13.7.2008 kl. 21:49

11 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Af hverju er þessi kenning fallin um sjálfa sig Sigurður? Er með öllu útilokað að einhver hafi neytt hann á einhvern hátt til að innbyrða lyfin?

Aðalsteinn Baldursson, 13.7.2008 kl. 21:54

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður, svona getur verið auðvelt að plata mann. Þú þurftir aðeins að skoða þetta lauslega og sást þegar í gegnum allar þessar samsæriskenningar :)

Fyrir utan það sem Aðalsteinn segir, má bæta við fullyrðingum þekktra lækna hér í Bretlandi sem vitnað hafa um það opinberlega m.a. í greinum í The Guardian að hvorki blóðmissir eða eitrun af völdum þessara tafla gæti hafa valdið David dauða.  Krufningarskýrslan segir að hann hafi dáið af hjartaáfalli af völdum blóðleysis,ekki lifrareitrunar. Þessir læknar sem hafa tjáð sig um málið segja að hafi töflumagnið hafi verið aðeins 1/3 af nauðsynlegu magni til að valda dauða. Við þetta bætist vitnisburður Dr. Rouse sem segir að ef Dr. Kelly hafi dáið vegna blóðmissi með þver-púlsskurði, sé það sjaldgæfasta tegund sjálfsvígs sem um getur meðal   59 ára karlmanna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.7.2008 kl. 22:32

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Svanur ritar - "Krufning leiddi í ljós að lyfjaskammturinn hefði ekki verið nægur til að verða honum að aldurtila."

Þessi fullyrðing stenst ekki, því hámarks lyfjaskammtur sem mælt er með er 8 töflur á sólarhring, en þarna er um að ræða 29 töflur, sem er nærri 4faldur skammtur. 300-400 dauðsföll á ári í Bretlandi hlutust af töku þessa lyfs. Þar af voru 20% þeirra af slysni.

Ef hann hefur skorið sig á púls í ofanálag, þá blæðir honum örugglega út vegna minnkunar á storknunarhæfni blóðsins og hættu á losti vegna blóðmissis.

Það vantar fleiri vísbendingar þess efnis að hann hafi verið neyddur til að taka inn þessar töflur, ef það er aðal kenningin.

Sigurður Rósant, 13.7.2008 kl. 22:39

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er ótrúlegt mál, hef ekki heyrt um þetta áður....takk, alltaf jafn áhugavert að lesa skrif þín

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:50

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hérna er að finna rök þessara lækna fyrir því hversvegna dauði Kellys hafi ekki getað verið sjálfsvíg. Aðalatriðin eru Þessi;

Professor Milroy expands on the finding of Dr Nicholas Hunt, the forensic pathologist at the Hutton inquiry - that haemorrhage was the main cause of death (possibly finding it inadequate) - and falls back on the toxicology: "The toxicology showed a significant overdose of co-proxamol. The standard text, Baselt, records deaths with concentrations at 1 mg/l, the concentration found in Kelly." But Dr Allan, the toxicogist in the case, considered this nowhere near toxic. Each of the two components was a third of what is normally considered a fatal level. Professor Milroy then talks of "ischaemic heart disease". But Dr Hunt is explicit that Dr Kelly did not suffer a heart attack. Thus, one must assume that no changes attributable to myocardial ischaemia were actually found at autopsy.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.7.2008 kl. 22:58

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aldrei heyrt hann hafi verið bahai.  Athyglisvert. 

En með málið... allt of grunsamlegar kringumstæður til að loka augunum fyrir því, að mínu áliti.

Lyfin ekki næg til að valda dauða.  Engin fingraför á hnífnum ! (Auk þess sem einhver benti á þar ytra, að afar ólíklegt og sjaldgæft væri að svo fullorðnir menn fremdu sjálfsvíg með því að skera á púls.)

"þeir" hafa tekið hann úr umferð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2008 kl. 23:15

17 Smámynd: Sigurður Rósant

Mér sýnist þessir læknar byggja niðurstöður sínar mestmegnis á ágiskunum. Þeir hafa ekki upplýsingar um hve mikill blóðmissirinn var, heldur hafa sínar upplýsingar frá sjúkraflutningamönnum.

Vinnubrögð þeirra sem þarna koma nærri málum virðast vera ónákvæm og flumbrukennd. Ég þekki talsvert til vinnubragða lækna og hjúkrunarfólks á virtum sjúkrahúsum í Bretlandi, Boston og Íslandi. Veit hvernig þeim getur yfirsést vegna flumbrugangs, streitu og tímaskorts.

Sigurður Rósant, 13.7.2008 kl. 23:21

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður, þeir sem ekki hafa nægar upplýsingar og er jafnvel meinað að verða sér út um þær, verða að sætta sig við að giska á og draga ályktanir af reynslu sinni og því sem þeir þó vita. Þetta eru vel þjálfaðir læknar sem leggja orðstír sinn að veði með þessum "ágiskunum". En ég verð að viðurkenna að mér var ekki kunnugt um fyrr að þú hefðir forsendur og reynslu til að draga orð þeirra í efa og ýta þannig út af borðinu öllum grunsemdum um "foul play" sem vöknuðu í kjölfar dauða Kelly og ekki hvað síst eftir birtingu Hutton skýrslunnar sem þingið breska er nú sjálft búið að bera til baka að nokkru.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.7.2008 kl. 23:41

19 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég er nú ekki að draga í efa hæfileika lækna, hjúkrunafólks og þeirra sem starfa við svona lagað, þótt svo megi virðast af því sem ég hef sagt.

En það þarf ekki meira en að einn hlekkinn vanti til þess að allt dæmið verði ótrúverðugt. Svokölluð læknamistök stafa oft af eins konar færibandavinnu, þar sem ekkert má fara úrskeiðis. Álag og tímaskortur er líka orðinn þvílíkur á þessu fólki að það er í raun ekki eðlilegt að það geti sinnt sínum störfum eins og það vill og óskar.

Í svona tilvikum er oft búið að líta fram hjá hugsanlegum sönnunargögnum og of seint að afla þeirra þegar upp kemur vafi um fyrstu niðurstöður.

Sigurður Rósant, 13.7.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband