Saga af barnum

guinnes20pint20glass 

Tveir menn sátu hlið við hlið á O´Murphy’s pubbanum í London.

Eftir nokkurn tíma lítur annar þeirra á hinn og segir; Þegar ég heyri þig tala get ég ekki annað en ályktað að þú sért frá Írlandi.

Það er ég svo sannarlega, svaraði hinn hreykinn.

Ég líka, hrópar sá fyrri. Og hvaðan af Írlandi gætir þú verið, héllt hann áfram.

Ég er frá Dublin, svo sannarlega, svarar hinn.

Detti af mér allar dauðar lýs, ég er frá Dublín líka. Við hvaða götu bjóstu?

Hinn svarar; Í Yndislega friðsömu hverfi. Ég bjó skal ég segja þér við McCleary stræti, í gamla miðbænum.

Móðir María og allir hennar englar, svarar sá fyrri, Þetta er lítill heimur. Þarna bjó ég líka. Í hvaða skóla gekkstu?

Skóla, sjáum nú til, Heilagrar Maríu auðvitað, svarar hinn.

Sá fyrri verður nú verulega upprifinn og segir með ákafa; Og , og hvenær útskrifaðist þú?

Sá seinni svarar; Sjáum nú til, ég útskrifaðist.... árið 1964.

Sá fyrri hrópar nú yfir sig; Drottinn hlýtur að brosa við okkur núna, ég get varla trúað hversu heppnir við erum að enda uppi saman hér í kvöld. Ég útskrifaðist líka frá skóla Heilagrar Maríu árið 1964.

Inn gengur Vicky og fær sér sæti við barinn og pantar sér drykk.

Barþjóninn Brian, gengur yfir til hennar hristir höfðið og tuldrar; Þetta verður langt langt kvöld í kvöld. 

Afhverju segirðu það, Brian spyr Vicky 0502ananova

Murphy tvíburarnir eru aftur fullir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Hehe.
Góður.

Aðalsteinn Baldursson, 1.7.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Skattborgari

Þessi var góður sumir verða ruglaðir með víni.

Skattborgari, 1.7.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.7.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband