7.6.2008 | 00:26
Myndbirtingar af Múhameð eru einelti og háð...
Margir spyrja; hversvegna verða múslímar svona reiðir þótt gert sé smá grín að Spámanni þeirra Múhameð. Það má spyrja á móti, hversu oft má gera grín að því sem einhverjum er heilagt án þess að það verði að einelti og háði sem er reyndar bannað í íslenskum lögum og flestum Evrópuþjóða.
Kannski skilja vesturlandabúar illa viðkvæmni múslíma vegna þess að eftir aldalanga legu í súr efnishyggjunnar, sjá þeir ekki hvernig nokkuð yfirleitt getur verið svo "heilagt" að ekki megi hafa það í flimtingum.
Fæstir vesturlandabúar nenna eða hafa áhuga á að kynna sér málavöxtu. Þeir eru meira og minna ómeðvitaðir um að fyrsta verk Múhameðs eftir að Mekkabúar höfðu að mestu viðurkennt hann, var að ryðja helgidóm þeirra af skurðgoðum. Allar hans gjörðir og allar hans kenningar miðuðu að því að beina athyglinni frá honum sjálfum sem persónu og að Guði. Aðeins Guð er Guð síendurtekur hann. Hann leggst gegn þríeindar kenningu kristinna manna, Því aðeins Guð er Guð. Hann bannar að haldið sé upp á afmæli hans, því ekkert er verðugt að minnast utan Guðs. Hann bannar gerð allra líkneskja og myndgerða af Guði og sjálfum sér, því Guð hefur enga mynd og hann sjálfur er aðeins Spámaður Guðs.
Þessi bönn eru ástæðan fyrir að nánast öll list Íslam er skrautritun eða mynsturgerð. Þau eru ástæða þess að máninn sem þiggur ljós sitt frá sólinni er trúartákn Íslam (máninn einn of sér er ekki uppspretta ljóss heldur endurspeglar ljós sólarinnar). Siðmenning Íslam er gegnsýrð af þessum áherslum Múhameðs og meginkenningu að til sé aðeins einn Guð.
Enn í dag heldur allur hinn Íslamski heimur þessi boðorð Múhameðs og mörgum múslímum finnst undarlegt að finna að á vesturlöndum er ekkert talið svo heilagt að ekki megi grínast með það. Þeir eiga erfitt með að átta sig á því að þrátt fyrir að eitt af boðorðunum 10 sem bæði kristnir og Gyðingar segja lög Guðs, segi skýrt að ekki skuli leggja nafn Guðs við hégóma, er það lagaboð löngu dáið dauða hinna þúsund skurða. -
Aðeins tvennt má ekki grínast með á vesturlöndum. Það vekur með fólki svo mikla sektartilfinningu að hlusta eða horfa á grín gert um helför gyðinga og barnaníð að það er nánast ekki gert. Fólk fyllist enn réttlátri reiði sé það gert þó talsmenn óhefts málfrelsis reyni hvað þeir geta til að höggva úr þeim múr líka.
Þannig mætast austur og vestur, tvíburarnir sem aldrei áttu að hittast, í alþjóðlegum landamæralausum fjölmiðlum og horfa skelfingu losnir framan í hvern annan.
Annar þarf að sanna að málfrelsið er honum mest virði af öllu frelsi og gerir það með að ráðast á það sem hinum er helgast af öllu helgu.
Það verður aldrei sagt um Íslam og múslíma að þeir bregðist við af þroska á þessum skilningskorti okkar. Ástandið menntamálum í hinum stríðshrjáðu og afturhaldsömu landa Íslam þar sem viðbrögðin við áreiti fjölmiðla vesturheims hafa verið hvað hörðust, gefa ekki ástæðu til að hægt sé að búsat við að almenningur þar hugsi sem svo; að sá vægi sem vitið hefur meira. - Nokkur orð klerks um að nú sé nóg komið, vesturlönd vaði um lönd múslíma og ræni þá olíu þeirra og jarðgasi, reyni að innleiða yfir þá ómenningu sína með alþjóðavæðingunni og nú staðfesti þeir fyrirlitningu sína á öllum múslímum með því að birta myndir af Múhameð og vegi um leið að því sem þeim þyki helgast, verða til þess að æstur múgurinn ræðst á næsta sendiráð og efnir til fánabrennu. Eitthvað verður að breytast ef ekki á að fara verulega illa. Ég er að vona að til að byrja með verði það hugsunarháttur minn og þinn.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 00:54 | Facebook
Athugasemdir
Ég uppveðrast öll við að lesa pistlana þína Svanur....þú kemur því svo snilldarlega í orð því sem hefur verið að brjótast um í kollinum á mér...takk fyrir..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2008 kl. 00:41
Vá, ég var enn að stússa við fínpússið þegar þú varst búin að lesa. Þú hefur náttúrlega séð allar villurnar líka. Takk fyrir þín uppörvandi orð mín kæra.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 00:59
Hahaha það var nú ekki mikið sem þurfti að pússa....en viltu vera memm..ég les alltaf allt sem þú skrifar og hitt bloggið líka...
ljóðin þín eru fín...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2008 kl. 01:15
Takk fyrir Kurr. Ég lít líka alltaf af og til til þín.
Ég var einmitt að hugsa það hvort nokkur væri að lesa þetta. En þið Hrafnhildur hröktu það allt út í hafsauga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 01:27
Það stendur hvergi í Kóraninum að það megi ekki teikna mynd af Múhameð og það var hægt á mörgum stöðum hægt að kaupa teiknaðar myndir af honum í Múslimalöndum áður fyrr og er enn hægt í sumum. . Það gera ekki grín af fjöldamorðum fólks og misnotkun barna er almenn skynsemi og ómannlegt og ekki sambærilegt. Morðingji , barnaníðingur og fjölkvænismaður eins og Múhameð á skilið gagnrýni og á ekki vera heilagur í því sambandi því hann sagðist heyra í guði eins og margir geðsjúklingar hafa sagt að þeir hafi heyrt í.
Múhameð leggst gegn hugmyndum allra annara um Guð og segir sína leið vera þá einu réttu og allir aðrir eru með vitlausan átrúnað. Múslimar verða bara að sætta sig við að hlutir sem þeim þykja heilagir ná ekki yfir allan heiminn og við höfum fullan rétt til að gera grín af þeim og við munum gera það. Margt fólk hefur komist yfir þá fáfræði að halda að gamlar bækur með einhverjum reglum séu heilagar og það megi ekki líta framhjá þeim reglum.
þetta er stórt vandamál sem evrópa þarf að takast á við. Ég er viss um að þetta opnaði augun fyrir mörgum og sýndi fólki að það þrifast hættulegir öfgar hjá þeim sem fylgja íslam og eru til í að drepa fyrir ekki neitt.
Sigurður Árnason, 7.6.2008 kl. 02:12
MJög áhugavert. Þegar menningarheimar sem eru að mörguleiti mjög ólíkir mætast er eðlilegt að það komi til einhverra árekstra. Besta leiðin til að forðast þá er að koma með fræðslu og sýna umburðarlyndi á meðan þeir aðlagast hver öðrum. Annar heimurinn á ekki að gefa eftir og hinn að fá öllu sínu framgegnt.
Skattborgari, 7.6.2008 kl. 02:45
Sæll Sigurður Árnason og þakka þér innleggið.
Múslímar byggja ímyndagerðarbannið á tveimur súrum fyrir utan það sem finna má um einn almáttugan og ójarðneskan Guð. Súra 42 vers 11, segir "Guð er upphaf himins og jarðar....ekkert er eins og ímynd hans.
Þetta er túlkað á þann hátt að ekkert geti fangað fegurð Guðs og að allar tilraunir til þess séu móðgun við fullkomnun hans.
Í Súru 21 versum 52-54 segir jafnframt; "Abraham mælti við föður sinn og fólk hans: Hvaða líkneski tilbiðjið þið? Þau svöruðu;Við sáum feður okkar tilbiðja þau. Hann svaraði; Sannarlega voru þið, þið og feður ykkar, í augljósri villu."
-------------------------------------------------------------------------------------------------------
Staðreyndin er að það sem múslímum finnst um að gera grín af Múhameð er eins eða svipað og okkur finnst þegar gert er grín af "fjöldamorðum fólks og misnotkun barna" sama hvort þér finnst það sambærilegt eða ekki. Þannig eru hlutirnir. Ég mundi fara varlega að fullyrða að Múhameð sé morðingi og barnaníðingur. Þetta er gömul slettusaga sem allir helstu sagnfræðingar Íslam hafa hafnað sem seinni tíma tilbúningi.
Múhameð var ekki geðsjúklingur, það er augljóst að kraftur kenninga geðsjúklings getur ekki bundið saman hjörtu fólks í þjóðir og síðar í þjóðabandalög og hrint af stað máttugri siðmenningu sem allur heimurinn hefur notið góðs af.
________________________________________________________________
Múhameð lagðist gegn þeim hugmyndum að til væru fleiri en einn Guð. Hann staðfesti guðleika Krists og guðlegan innblástur Móses og Abrahams.
Ég er sammála þér að bæði Kóraninn og Biblían eru gamlar bækur með úreltum boðskap sem ekki er allur "heilagur" þótt sumir haldi það. Þess vegna er ég Bahai skilurðu. Það leynast öfgar meðal múslíma og fólks af flestum trúarbrögðum sem og trúlausra. Okkar verkefni er að uppræta öfgar með meiri fræðslu um hvort annað, ekki satt?
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 02:59
Vel mælt Skattborgari.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 03:01
Mismunadi menningarheimar líta misjöfnun augum ýmsa hluti. Mynband sem veldur einum manni kannski martöðum og svefnvandámálum í viku finnst öðrum ekkert tiltökumál að horfa á.
Skattborgari, 7.6.2008 kl. 03:36
Staðreyndin er að það sem múslímum finnst um að gera grín af Múhameð er eins eða svipað og okkur finnst þegar gert er grín af "fjöldamorðum fólks og misnotkun barna" sama hvort þér finnst það sambærilegt eða ekki. Þannig eru hlutirnir. Ég mundi fara varlega að fullyrða að Múhameð sé morðingi og barnaníðingur. Þetta er gömul slettusaga sem alalir helstu sagnfræðingar Íslam hafa hafnað sem seinni tíma tilbúningi.
Ég fer ekki varlega í það að telja mann barnaníðing og morðinga ef það á við manninn, þar sem margar sögur styðja það. Maður sem lætur grýta hundruðir manns og lætur drepa 900 gyðinga og sýnir enga samvisku í þeim skipunum kalla ég morðingja. Maður sem giftist 6 ára stúlkubarni og fullkomnar hjónabandið með barninu þegar það er 9 ára kalla ég barnaníðing. Ég hafna hugmyndum sérfræðinga Íslams, eins og ég hafna mörgum hugmyndum sérfræðinga kristninnar sem reyna halda fram því að þríeininginn sé rétt.
Múhameð var ekki geðsjúklingur, það er augljóst að kraftur kenninga geðsjúklings getur ekki bundið saman hjörtu fólks í þjóðir og síðar í þjóðabandalög og hrint af stað máttugri siðmenningu sem allur heimurinnhefur notið góðs af.
Hitler var ekki langt frá því að ná sínu markmiði og batt saman hjörtu þjóðar sinnar og það byggðist út frá hans kenningum allskonar samtök sem telja milljónir í dag og byggja á yfirburðum hins Ariska kynstofns. Sérhver siðmenning fellur á endanum , sumar eru bara langlífari en aðrar.
Það leynast öfgar meðal múslíma og fólks af flestum trúarbrögðum sem og trúlausra. Okkar verkefni er að uppræta öfgar með meiri fræðslu um hvort annað, ekki satt?
Það er satt að það leynast einhverjir öfgar í hverjum hóp og manneskjum, en öfgar eru því miður hættulegastir hjá múslimum. Fatwa segir allt um það. Það ætti því að fræða Múslima um það, að gamlir spámenn eru okkur ekki heilagir og í vestræna heiminum er í lagi að gera grín að þeim án þess að vera í lífshættu. Það eru reglur um það í þeirra löndum, en ekki okkar löndum.
Sigurður Árnason, 7.6.2008 kl. 04:16
Þegar menn gleyma sér í þessum púnkti að Múhameðsteikningarnar æsi upp múslima, er verið að einfalda þeirra hatur í garð okkar Vesturlandabúa.
Jafnvel sú athöfn að halda Ólympíuleika er móðgandi í garð múslima. Við megum ekki hlaupa með Ólympíueldinn, það særir múslima.
Við megum ekki borða hamborgara og drekka kók fyrir framan þá. Það særir múslima.
Konur mega ekki drekka Kaffi Latte og léttvín á kaffihúsum. Það særir múslima líka.
Þannig er hægt að halda áfram endalaust. Hvaðan kemur þeim þessi viðkvæmni, Svanur?
Trúfrjáls
Sigurður Rósant, 7.6.2008 kl. 06:14
Í samb. við þessar teikningar á sínum tíma þá, að mínu mati, voru sumar þes eðlis að maður skilur ekki í hvað sá sem teiknaði eða þeir sem ákváðu að koma slíkri lákúru á framfæri voru að pæla. Þarna er sérstaklega ein sem eg hef í huga og er af mörgum talin hafa mest áhrif til viðbragða.
Myndin er miku miklu meira en mynd sem sagt er að eigi að vera Muhammed. Hún er einfaldlega högg á hið helgasta fyrir islamstrúar einstaklinga. Ekkert skoplegt við hana heldur bara argasti dónaskapur og algjör vanvirða við fólk.
Eitt er kannski að detta í hug að teikna svona, en birta þetta í fjölmiðlum og monta sig af því er beyond me.
Á sama tíma herja herskáir vesturlandabúar svoleiðis á muslimalönd... sprengja þvers og kruss miskunarlaust o.s.frv.
Þessi hálfvitagangur með umræddar teikningar er dönum og vesturlandabúum til stórskammar.
Það geta ekki allir alveg áttað sig á þessu í dag en í framtíðinni mun það ölum vera augljóst.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2008 kl. 11:14
Sigurður Árnason;Þótt að sagan af barnbrúði Múhameð sé talin afar vafasöm að uppruna, er hún í takt við hugarfar þeirra tíma. Barnaníðingar eru af allt öðru sauðahúsi en sá fjöldi karlmanna sem sem giftist barnungum stúlkum fyrr á öldum. Þetta er gott dæmi um breytt siðferði mannkynsins.
Hitlervar stjórnmálamaður og ferill hans frá því að hann komst til valda og þangað til hann var allur varði í 13 ár. Þetta er fáránlegur samanburður Sigurður að öllu leiti. Hann var ekki upphafsmaður neins nema hörmunga og þjáninga.
Hættulegastir allra eru öfgamenn, sama hvaða flokk þeir fylla. Öfgar stafa af fordómum og fordómar af vanþekkingu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 11:51
Sigurður Rósant; Ég veit að sumum múslímum finnst siðferði vesturlanda spillt. En þeir aðlaga sig furðuvel. Það getur maður séð hér í Bretlandi. Þjónkun við siði sem brjóta vestræn lög er óþarfi. Hvaðan hefur þú þetta með hamborgarana og kókið?
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 12:30
Ómar Bjarki.Þetta Jótlandsdæmi var auðvitað hrein ögrun. Minnti mig á lítinn dreng sem var stöðugt að stríða systur sinni. Þegar hann var spurður hvers vegna hann væri að þessu, svaraði hann alltaf, "é máetta alve"
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 12:34
Ég skil bara ekki það að fólk skuli vera taka hanskann upp fyrir múslima út af því að öfgamenn tóku þessu illa og hótaðu að drepa vesturlandabúa. Ég á sjálfur múslimska vini sem eru ekki að velta sér upp úr þessu og þetta skiptir þá engu máli. Svo ég taki orð úr þeirra munni þá eru þeir ekki að dýrka múhameð heldur guð.
Það eru öfgamennirnir sem eru að gera mál úr teikningunum, eins og öfgakristnir gerðu mál úr Brokeback Mountain, ekki ætti að banna sýningu þeirrar myndar því það særir tilfinningar öfgakristna og ekki ætti að banna South Park fyrir að gera grín af Jesús. Svo ég skil einfaldlega ekki allt þetta vesen út af teikningum og ég mun aldrei skilja hlið öfgamúslima eins og ég skil ekki hlið öfgakristinna einstaklinga. Ber virðingu fyrir Jótlandspósti fyrir að hafa tekið frumkvæðið og sýnt þessar saklausu teikningar.
Sigurður Árnason, 7.6.2008 kl. 14:04
Ég segi fyrir mitt leyti að ég get skilið og varið fyrstu myndbirtingarnar af Múhammeð í dönskum blöðum, en svo þegar farið var að endurtaka þær, vitandi afleiðingarnar, þá er það ekki annað en ögrun og von um viðbrögð sem jafnvel valda dauða fólks. Má segja að þar hafi verið reynt að búa til fréttir.
En að þessum stöðugu árásum á múslima í orði sem og riti í dag. Því miður er engan veginn ekki hægt að flokka þetta undir einleti, heldur er þetta komið í hendurnar á öfgamönnum sem eru að kynda undir hatur í garð múslima í dag og er það "war of terror" hans Bush sem hefur hrundið því af stað, og hafa m.a. ofsatrúarmenn kristinna, nýnasistahópar, stjórnmálaöfl sprottinn upp úr fasistaflokkum fyrri tíma og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn spilað inn á þetta til að afla skoðunum sínum fylgis. T.d. má sjá dæmi þess á Ítalíu hvað þetta er að ágerast, að fasistaflokkur er kominn við stjórnvölinn og svipað er upp á teninginn hér sem og annars staðar. Menn hrækja sífellt framan í múslimana og væla svo um tjáningarfrelsi og verið sé að skerða rétt þeirra, þegar þeir eru gagnrýndir fyrir að hrækja framan í manneskjur.
Því miður er þetta einnig farið að minna óhuggulega mikið á tímanna fyrir seinni heimstyrjöld þegar talað var um gyðinga á svipaðan hátt og gott ef Mogginn kallaði þá ekki meira að segja í einni ritstjórnargrein óalandi og gætu ekki aðlagast samfélaginu hvar sem þeir setjast að. Kunnuglegt, ekki satt? Þetta er bara ein af mörgum setningum er hatursáróðursfræðum sem sífellt er beitt og hefur veirð beitt í fjölda ára. Það eina sem breytist er hópurinn í menginu, eitt sinn voru það gyðingar, í dag eru það múslmar. Ég hræðist tilhugsunina um það að þessir öfgamenn okkar Vesturlandabúa, nái meira fylgi því þjóðarmorð duttu ekki úr tísku efitr Hitler, Bosniá og Rúanda hafa kennt okkur það.
Svo er eitt sem er umhugsunarvert og það er að allt þetta hatur í garð múslima, veldur því að þeir fara meir og meir upp í faðminn á öfgamönnum þar. Þeir lofa jú betri tíð og vernd frá skrílnum sem ræðst að þeim á hverjum degi, hæðir þá og spottar, ofsækir vegna trúar og uppruna síns(nota bene, þegar menn tala yfirleitt um múslima í fyrirltingu þá tala þeir um fólk frá Mið-Austurlöndum). Þannig ná íslamistar til sín fylgi líkt og sikileyska mafían í eina tíð. Þeir verða réttlætið í augum þeirra hröktu og smáðu og öfgamennirnir íslams-megin ná völdum sem er sami skítur en aðrar pakkningar, og þeir sem ofsækja múslima hér.
Er því ekki meira til þess að vinna að ná til múslima með betri samskiptum og ná þannig að höggva á fylgi íslamista ásamt því að við mokum út okkar eigin skít í formi fasista, nýnasista, íslamaphóbiu-ista o.fl. óþjóðarlýðs?
AK-72, 7.6.2008 kl. 14:24
Hvað ætla formenn muslima á Íslandi að gera í sambandi við lógó Bónuskeðjunnar hans Jóhannesar .
Eða hvað eru þeir yfirleitt að koma til Íslands, þar sem svo margt móðgar þá eins og Rósant bendir glögglega á ?
P.s Af hverju ertu Svanur, að upphefja islam meir en Kristni yfir höfuð ?
Bendi fólki líka á blogg hjá Lofti Altice í þessu sambandi .
conwoy (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:34
Ef það hefði ekki verið endurbirt þessar teikningar þá værum við að senda þau skilaboð að líflátshótanir virka og þá myndu þeir geta brugðist þannig við í hvert skipti, ef það væri gagnrýnt eitthvað í þeirra menningu sem myndi ofbjóða okkar siðferði. Við viljum ekki senda þau skilaboð út til samfélagsins að ofbeldi virki og það eigi að nota til að ná sín fram, ekki rétt?
Sigurður Árnason, 7.6.2008 kl. 14:36
Sigurður Árnason reit;
Ég hef hvergi tekið upp hanskann fyrir öfgamenn múslíma. Ég hef tekið upp hanskann fyrir Íslam, Kóraninn og Múhameð. Eins þú kannski veist eru trúsystkini mín ofsótt í sumum löndum múslíma, sérstaklega Í Íran. Þeir eru ofsóttir vegna þess að stjórnvöld í Íran aðhyllast afar öfgafulla túlkun Kóransins og saka jafnframt Bahaiana um allskyns glæpi sem eru uppspuni frá rótum.
Ég get ekki áfellst Kóraninn eða Múhameð fyrir gjörðir þeirra frekar en ég get ásakað Krist fyrir útrýmingu Gnosta eða ofsóknirnar á hendur Kaþeyjum á sínum tíma. - Ef þú skilur ekki "þetta vesen út af teikningunum" þá verð ég að viðurkenna að grein mín hefur ekki náð tilætluðum árangri. Hún var tilraun til að skýra, ekki endilega réttlæta, viðbrögð múslíma við þeim.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 14:52
Ak-72 Þakka þér frábært og vandað innlegg.
Ég spyr samt hvort einelti sé ekki bara eitt form af öfgum: Annars er ég sammála hverri málsgrein þinni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 14:58
Sigurður Árnason reit;
Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég get ekki svarað þessu neitt betur en AK-72 gerir í innleggi sínu hér að ofan.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 15:00
conwoy reit;
Hvítasunnudrengurinn Mofi bloggaði langa grein um óhollustu svínakjöts og hversvegna hann borðar það ekki. Við skulum ekki vera að sækja vatnið yfir lækinn. Múslímar geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja á Lógóinu hjá Bónus, jafnvel ekki skipt við þá eins og Kaþólikkar ætla að gera gagnvart Símanum fyrir auglýsinguna sem þeir birtu með Jóni Gnarr. Þeir hafa samt engan rétttil að ætlast til að Bónus taki eitthvert tillit til þeirra. Bónusarlógóið var ekki valið til að hæða trú múslíma.
Kæri conwoy. Ég vona svo sannarlega að ég hafi fallið í þá gryfju að upphefja eina trú yfir aðra eða einn trúarbragðahöfund yfir annan. Slíkt væri algjörlega andstætt sannfæringu minni og trú.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 15:16
Blessaður Svanur:
Ég er örlítið búinn að velta þessu fyrir mér með einleti og hvort það sé ekki form af öfgum og verð að segja svo sé ekki. Aftur á móti er einelti og ofsóknir afleiðing og verknaður sprottinn upp frá öfgum, fordómum og hatri m.a.
Ef við skoðum einelti í skólum sem þykir neikvætt þareð börn eiga í hlut en sumum þykir allt í lagi þegar það beinist gegn fullorðnum einstaklingum í minnihlutahópum, fólk sem tilheyrir, trúarbrögðum eða þjóðerni svo maður bauni aðeins, þá beinist einleti á sama hátt gegn þeim sem er öðruvísi eða sker sig úr krakkahópnum af einhverjum ástæðum. Forsprakki eineltisins getur haft fordóma í garð viðkomandi, átt við eigin vandamál að stríða eða sér þarna tækifæri til að upphefja sjálfan sig á kostnað annara. Hann byrjar á því að lítillækka þann sem eineltið beinist brátt gegn, á allan hátt, bæði augljóst og í pískri við skólasystkinin sem brátt snúast á sveif með honum. Annarsvegar trúa þau öllu illu upp á þann einelta út frá þeim lygum sem forsprakkin breiðir út og hinsvegar byrja þau að taka þátt í þessum ljóta leik svo þau skeri sig ekki úr og fylgja þannig straumnum, þau vilja vera hluti af "góða liðinu" og afleiðingin er sú að þau stórskemma sálarlif saklausrar manneskju sem bregst jafnvel við með ofbeldi í garð annara.
Áttaði mig svo á einu um leið og ég var búinn að rita þetta fyrir ofan, er upphaf eineltis í lygum og gróusögum um þann sem verður fyrir eineltinu, ekki bara hatursáróður í sinni einföldustu mynd? Vert að hugsa um það.
AK-72, 7.6.2008 kl. 15:50
Ég held að málinu sé lent nákvæmlega þarna AK-72 :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 17:42
Mjög áhugavert eins og venjulega er orðin miklu fróðari eftir að hafa lesið greinina og komentin.
Góð fermingarmynd Jurgen lítur út fyrir að 60 ára á henni.
Skattborgari, 7.6.2008 kl. 18:19
Svanur, hvor finnst þér heilagri Hitler eða Múhammeð?
Sigurður Rósant, 7.6.2008 kl. 18:19
Jurgen;Þótt ég sé alveg á því að satíra geti verið beinskeytt missir hún marks hjá þér núna.
Eins hjá Þér Sigurður Rósant.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 19:34
Heill og sæll; Svanur Gísli, sem aðrir skrifarar !
Þð eru svona pjakkar; eins og AK-72 og Ómar Bjarki, andaktugir af hrifningu, yfir þessum fordæðuskap, sem villimennsku, frá Mekku, sem gera umræðuna, jah; svona frekar einlita og hvimleiða.
Það er furðulegt; svona í upphafi 3. árþúsunds, að svona formyrkvun viðbjóðs og heimsku, skuli enn, lofsungin vera, meðal; jafnvel, hins mætasta fólks.
Hvernig litist þeim á; AK-72, og Ómari Bjarka, svo fáir séu nefndir, að mannfórnir Azteka, suður í Mexíkó og Guatemala, væru enn iðkaðar, m.a. ?
Hins vegar; tek ég undir, með öllum þeim, hverjir fordæma vilja yfirgang og rustaskap Vesturlanda, þ.e., hina nýju nýveldastefnu, í Mið- Austurlöndum og nágrenni. Hyggilegast, að sneiða hjá kufla- og slæðufólkinu, á þess heimaslóðum, sem mest, hvað kynni, að draga úr komu þess, með tilheyrandi brauki og bramli, hingað inn í Vesturálfu.
Annars; er erfitt við að eiga, hvar Múhameðskir eru, í grunninn, sömu andskotans heimsvaldasinnarnir, og vinir, (sumra þeirra); Bandaríkjamenn, og álíka leiðinlegir viðskiptis.
Gaman væri; að fá réttlætingu þeirra AK-72, og Ómars Bjarka, sem annarra skoðanasystkina þeirra, á frekju og yfirgangi Malayiskra Múhameðstrúarmanna, í Suður- Thailandi, svo aðeins eitt, fjölmargra dæma, séu tekin, hvar fyrir eru hrekklausir og meinlausir Bhúddatrúarmenn, á fleti fyrir.
Það eru ekki; einungis kristnir menn, og Júðar (Gyðingar) að kljást, við Mekku liðana, fjarri því.
Ítreka enn ! Sami ömurleiki hvílandi, yfir Washington glæpaspírunum, sem Mekku kollegum þeirra, því miður !
Með beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:08
Ég legg þá að jöfnu, Múhammeð og Hitler. Rit þeirra boða svipað ofbeldi, Mein Kampf og Kóraninn.
Nasistar réðust þó aðallega á einn kynstofn en Islamistar ráðast á Gyðinga, Kristna og Skurðgoðadýrkendur, kalla þá alla trúleysingja og lýsa þá réttdræpa fyrir það að túlka Biblíuna öðruvísi en Múhammeð og aðrar smá yfirsjónir.
Sigurður Rósant, 7.6.2008 kl. 20:24
Komið þið sæl; á ný !
Heyr; heyr, fyrir Sigurði Rósant, og hans skeleggu raust !
Með ítrekuðum kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:35
Sigurður Rósant; Það er hægt að sjá í gegnum fingur sér við þig þótt þú þekkir ekki sögu Múhameðs og hafir ekki hundvit á trú hans eins og orð þín bera glöggt vitni um. En að þú hafi ekki betri þekkingu á þinni eigin samtíð og sögu síðustu aldar, ekki hvað síst vegna þess að þú sagðir einhversstaðar að þú hafir verið kennari, verður maður að efast. Ég efast hreint og beint um að þér sé alvara með þessum skrifum þínum. Þú ritar;
"Nasistar réðust þó aðallega á einn kynstofn..."
Hvaða kynstofn var það? Tilheyra Pólverjar ekki kynstofni, eða Sígaunar, eða Danir eða Rússar? Hvaða kynstofn ertu að tala um?
Hitler fór í stríð við heiminn (stríðið er kallað heimsstyrjöldin) og þar með við allt mannkynið. Þetta veit örugglega hvert skólabarn á Íslandi, svo fremi sem því var þá ekki kennt af þér.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 22:07
Komið þið sæl; enn !
Svanur Gísli ! Uss; uss, ........... róaðu þig ögn, meistari góður. Sigurður Rósant á fyllilega leiðréttingu orða sinna, sem ég og þú, og aðrir. Annars, ...... þú, sem fylgjari Behá ullah´s, Svanur minn. Hví í ósköpunum, sérð þú, sem svo allt of margir aðrir, oft vel meinandi menn, eitthvað jákvætt, við Múhameðsku villimennskuna ?
Veit ekki betur; en að þessir Mekku dellu djöflar, hafi haft það, að leik sínum, að drepa mikinn fjölda trúsystkina þinna, jafnt austur í Persíu (Íran), sem víðar um heim, í áranna rás . Varla; horfir þú, af stakri rósemi, yfir þá hörmung, Svanur minn ?
Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 22:21
Sæll Óskar Helgi.Þú beinir fyrirspurnum þínum aðallega til AK-72 og Ómars Bjarka og ég ætla að þeir munu svara þér fyrr eða seinna. Þú hefur margoft lýst því yfir að þú sért ekki hrifinn að Múhameð eða kenningu hans og mátt hafa þá sannfæringu í friði mín vegna. En ég hef hvergi séð þig taka eins djúpt í árinni og Sigurður Rósant gerir og þú virðist hvetja hann áfram til. Er meining ykkar sú sama eða rann þér bara kapp í kinn?
Bestu kveðjur í Árnesþing. Þar á ég annað heimili og þangað flýgur hugurinn á hverjum degi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 22:22
Og þá komstu inn á undan mér Óskar Helgi :) Eins og ég segi í svari hér að ofan Óskar Helgi.
Ég hef hvergi tekið upp hanskann fyrir öfgamenn múslíma. Ég hef tekið upp hanskann fyrir Íslam, Kóraninn og Múhameð. Eins þú kannski veist eru trúsystkini mín ofsótt í sumum löndum múslíma, sérstaklega Í Íran. Þeir eru ofsóttir vegna þess að stjórnvöld í Íran aðhyllast afar öfgafulla túlkun Kóransins og saka jafnframt Bahaiana um allskyns glæpi sem eru uppspuni frá rótum.
Ég get samt ekki áfellst Kóraninn eða Múhameð fyrir gjörðir þeirra frekar en ég get ásakað Krist fyrir útrýmingu Gnosta eða ofsóknirnar á hendur Kaþeyjum á sínum tíma. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 22:26
Og sæl enn !
Svanur minn ! Þú ert allt of góður drengur; til þess, að sjá ekki villu þíns vegar. Ég hefi; margsinnis, á minni síðu, sem víðar, komið inn á nauðsyn þess, að allar trúar- sem heimspeki hreyfingar veraldarinnar kappkostuðu, að einangra djöfulskap dellunar frá Mekku, og reyna jafnvel;; væri þess nokkur kostur, að fá það ágæta fólk, hvert fylgir þessum ósköpum, til þess, að taka upp forna siðu feðra sinna, sem mæðra, og snúa til betri vegar, væri þess nokkur kostur, á ný.
Nóg er samt; að þurfa, að kljást við bandaríska ömurleikann, og allt það viðurstyggilega, sem frá Washington kemur. Heimsæki skikkanlegasta fólk, Bandaríkin, þarf það helzt, að sleikja, í orðanna fyllstu merkingu, skóför Bush hyskisins, og síðar Obama/McCain. Ekki frekar; mælandi bót, en Mekku dellunni, gott fólk.
Með ýtarlegum kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 22:37
Sko
1 Enginn veit hvernig gaurinn var útlits
2 Hann var víst svo sætur að það er ekki hægt að teikna hann
Hvert er þá vandamálið??
Dæmisaga
Ef ég teikna svona Óla prik og segi að það sé Svanur, Svanur & fjölskylda tjúllast og sprengja allt í loft upp út og suður .... er þá réttmætt að banna að teikna Óla prik og segja það vera Svan duh
Maður myndi ætla að Svanur & fjölskylda hans væru meiri menn með því að hlæja bara að dæminu
Ef menn eru með eitthvað út og suður sérþarfir þá verða þeir að taka því að verða teiknaðir... thats it
DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 22:39
Kæri DrE. Ég lagði mig fram við að reyna að útskýra í færslunni hvers vegna múslímar eru svona viðkvæmir fyrir þessum teikningum.
Það er erfitt fyrir fólk sem ekkert er heilagt að setja sig í þeirra spor, eins og þitt viðhorf staðfestir. Fyrir utan þá stöðu, er svo spursmálið sem rætt hefur verið hér að ofan nokkuð ýtarlega, hvernig ítrekaðar birtingar skrýpamyndanna virka eins og háð og spott og eingöngu til þess að egna fólk upp.
Dæmisagan sem þú tekur gengur því ekki upp því það er ekki vegna útlitsins sem múslímar eru pirraðir, heldur að þeim finnst þeir hafa verið niðurlægðir. Mér mundi ekki finnast nein niðurlæging í því að fá mynd af mér teiknaða, þótt ég liti út eins og Óli prik.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 23:13
Bara tilraun til þess að skoða þetta á léttum nótum... ekkert annað... mér er náttúrulega gersamlega ómögulegt að setja mig inn í þennan hugarheim :)
DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 23:18
Sæll Hippókrates;
Þú hefur rétt fyrir þér í því að við Baháíar lítum á öll megin trúarbrögð mannkynsins sem guðleg að uppruna. Þetta er ein af aðalkenningum trúar okkar. Múslímar í Íran drepa okkur af því við neitum að fordæma Kristna trú og Krist og Gyðingatrú og gyðinga og viðurkennum Krishna og Buddha sem lampa guðlegrar leiðsagnar. Nú gagnrýnir þú okkur og mig fyrir að fordæma ekki Múhameð og Íslam og hæðist um leið að nafni opinberanda trúar okkar. Takk fyrir það.
Ég hef hvergi réttlætt hryðjuverk múslíma eða annarra eins og þú virðist vera að ýja að. Ef þér finnst ég tala óljóst eða vera þvoglumæltur þá er það ekki vegna skoðana minna heldur er málfarinu kannski ábótavant.
Myndir Jótlandspóstsins hafa aldrei verið kallaðar ólöglegar. Þær hafa verið kallaðar siðlausar og endurteknar birtingar þeirra kalla ég einelti og háð.
Sigurður Rósant verður fyrst að setja fram einhver rök til að hægt sé að segja að hann komast ekki í rökþrot eins og þú kallar það.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 23:43
DrE. Ég sá það auðvitað :) Stundum verður maður eiginlega of alvarlegur til þess að einhver taki mann alvarlega.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 23:47
Óskar: Eg skil eigi hvers vegna þú beinir þessum spurningum til mín. Helst á að þú sért að grínast bara.
En jú jú, það er alveg hægt að taka umræðu um mannfórnir azteka og hvers eðlis þær voru og umfang o.s.frv. En þá þarf að vinna svo mikla grunnvinnu að tæki heilt sumar eða svo til að fá vit í umræðuna enda deilt um eðli máls af ýmsum lærimönnum.
Man þó að eg las einhverntíman að einhver gæi sagði að mannfórnir azteka hefðu í sjálfu sér ekki verið neitt frábrugðnar stríðum evrópumanna. þe. að evrópumenn dræpu fólk í stríði en aztekar hefðu drepið fólk eftir stríð. Mér þótti þetta dáldið athyglisverð kenning.
Kannski eftir hundruði ára verður litið árás v-evrópu td í Írak (því það er ekki eingöngu Bush. Þetta er stutt meir og minna af flestum v-löndum) sem mannfórn til Mammons. Efnishyggjan hin nýja trú v-landa. Til að friða efnishyggjuguðinn og undirguð hans olíuguðinn hafi v-lönd ferðast yfir hálfan hnötinn til að færa guðunum fórn. Kannski verður litið svoleiðis á eftir hundruði ára. Hver veit.
En Með S-Thailand, þá er það afskaplega flókið og viðamikið mál sem ekki verður afgreitt með: "Vondir muslimar" Það gengur ekkert.
En með teikningarnar, þá að mínu mati, er alls ekki hægt að líta á þær sem einangrað fyrirbrigði. Þe., það verður auðvitað að líta á framferði dana í samhengi við almennt ástand heimsmála. Danastjórn er mikill bandamaður árásarstríða gegn muslimum. Það er ekki hægt að líta fram hjá því. Ma. sagði einhver dani sjálfur á dögunum að Danmörk væri að verða Israel Norðursins. Þetta er allt umhugsunarvert.
Ennfremur er umhugsunarvert (að mínu áliti) hvort allur hatursáróðurinn gegn muslimum og islam á undanförnum árum, verði ekki að setja í samhengi við þá staðreind að muslimaríki liggja undir þvílíku vopnalegu attacki frá sömu aðilum og stunda áróðurinn. Þe. dregin er upp djöflamynd af óvininum til að réttlæta árásirnar heimafyrir. Slá á samvisku almúgans.
Það verður aldrei neitt vit í umræðu um þessi mál með því að standa útá torgum eða inná interneti og æpa: Vondir muslimar.OMG. o.s.frv. En sumir vilja ekkert hugsa lengra. Það er svona. Sumum hentar einfeldnin.
Auðvitað verður að líta á málið af stillingu og yfirvegun ef eitthvert vit á að vera í því. Sjá heildarmyndina. Gera sér td grein fyrir því að islam nútímans er ekki eitthvað eitt, greina á milli trúarinnar Islam og framferði afmarkaðra hópa sem falla undir Islam o.s.frv. o.s.frv. Lesa um viðfangsefnið það sem virtir höfundar hafa skrifað (ekki einhverja áróðursbæklinga)
Td hefði verið fróðlegt að fara á fyrirlestur írönsku konunnar í Háskólanum á dögunum sem fjallaði um stöðu kvenna í muslimaríkjum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.6.2008 kl. 00:04
það má þó segja að múslimar fara eftir lögum þeirra landa sem þeir flytjast til, stundum.
heiðursmorð fara oft fram þannig að farið er í "frí" til heimalands síns, stúlkan drepin þar og svo koma allir heim aftur.
þetta finnst mér kurteisi hjá þeim, virða okkar siði og hvaðeina, FLOTT HJÁ ÞEIM!
Egill, 8.6.2008 kl. 00:04
Ómar Bjarki Kristjánsson skrifaði :
"Man þó að eg las einhverntíman að einhver gæi sagði að mannfórnir azteka hefðu í sjálfu sér ekki verið neitt frábrugðnar stríðum evrópumanna. þe. að evrópumenn dræpu fólk í stríði en aztekar hefðu drepið fólk eftir stríð. Mér þótti þetta dáldið athyglisverð kenning."
aztekar stunduðu mannfórnir svo að sólin kæmi nú upp næsta dag.
maður tryggir ekki eftir á!
Egill, 8.6.2008 kl. 00:07
Ómar Bjarki; Þetta er snilldarlega að orði komist hjá þér. Þakka þér!
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 00:11
en sambandi við að móðga ekki fólk, síðan hvenær er það bannað að móðga aðra?
áhugavert er að þegar páfinn, yfirmaður kirkjunnar í englandi og einhver biskup í bandaríkjunum, voru spurðir um þetta mál, þá fannst þeim öllum þetta vera eitthvað sem dönsku blöðin hefðu ekki átt að gera.
þeir minnust ekkert á að það væri rangt að ráðast inní sendiráð norðurlanda og ráðast á fólk þar og drepa, brenna kirkjur og drepa nunnur og þar fram eftir götunum, nei það voru dönsku blöðin sem gerðu mistökin.
hve sturlað er þetta lið að sjá ekki hvað er RANGT í þessu máli og hvað er barátta fyrir réttindum sem við höfum verið nokkuð lengi að komast yfir, tjáningarfrelsið!
eigum við núna að gefa það uppá bátinn til að móðga ekki séra jón, jón getur tekið við móðgunum en þegar það er séra jón, þá er sagan önnur.
fuss og fruss á þetta lið, haldið ykkur inní kirkjum/moskum ykkar þar til þið lærið að haga ykkur og þá megið þið koma út og vera hluti af nútímasamfélagi sem við hin viljum lifa í.
Egill, 8.6.2008 kl. 00:13
Blessaður Egill.
Ertu búinn að lesa þessar færslur hér á undan. Ég veit að þær sýnast svolítið langar en það er þess virði að rúlla í gegnum þær. Þessi mundi svara því sem þú kemur inn á ansi vel. AK-72, 7.6.2008 kl. 14:24
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 00:20
Og komið þið sæl; sem fyrr !
Ómar Bjarki ! Alveg deginum ljósara, að pattstaða er á orðin, í okkar orðræðu.
Ítreka enn; ! Washington og Mekka, eru verstu pestarbæli þessa heims, hvort á sinn máta !
Velkomnir; í spjallvinahóp minn, Hippókrates og Svanur Gísli !
Með beztu kveðjum, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 00:22
Sæll Svanur
Ég tók pistilinn þinn traustataki og sendi hann á vinkonu mína sem er að lesa danska bók sem er uppfull af rugli: Islamistar og Naívistar heitir hún.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.6.2008 kl. 00:26
Takk fyrir góðan og fróðlegan pistil og umræður. Ekki veitir af sem mótvægi við vaxandi útlendingahatur og fordóma gegn fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni, sem því miður virðist vera að festa rætur hér á Íslandi sem á öðrum Vesturlöndum.
Svala Jónsdóttir, 8.6.2008 kl. 00:33
Sæll Hjálmtýr. Það var auðvitað guðvelkomið. Honum má fylgja eftir með stórgóðum innleggjum frá Ak-72 og Ómari Bjarka hér að ofan. Ég hef heyrt um þess bókina og lesið fáeinar tilvitnanir úr henni. Hún var mikið auglýst hér á blogginu af manni sem rak bloggsíðu sem hét hrydjuverk.is en er núna aflögð. Það sem ég sá af bókinni þótti mér heldur hlutdrægt og klysjukennt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 00:33
Hippókrates; Ég erfi þetta alls ekki við þig :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 00:42
Sæl Svala og þakka þér innlitið. Ég vona svo sannarlega að þú sért ekki sannspá hvað varðar útlendingahatrið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 00:45
Og sæl enn; gott fólk !
Svölu J,, sem öðru ágætu fólki til upplýsingar, þarf vart að taka fram, að andstyggð okkar raunsæismanna, beinist ekki að fólkinu, hvert iðkar sora fáfræðinnar og villimennskunnar, miklu fremur helstefnunni sjálfri, svo öllum megi ljóst vera. Lesa betur, innlegg mín, hér að ofan, Svala góð, sem aðrir.
Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 00:52
Hippókrates; Ég biðst sömuleiðis forláts á yfirganginum þarna. Ég sé að færslurnar hjá mér eru helst til þettar :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 05:47
Málið snýst fyrst og fremst um öfgar. Öfgafullir trúarhópar, hvort sem um er að ræða kristna eða múslima, túlka trúarrit sín alltaf sér í hag. Þeir sjá afsökun fyrir gerðum sínum í orðum sem að öllum öðrum eru saklaus. Það er ekki málið að múslimar séu slæmir heldur eru það öfgamennirnir í þeirra hóp sem koma óorði á alla sína trúbræður og systur. Við höfum séð mörg dæmi um þetta í gegn um tíðina, því miður. Menn hafa gert marga slæma hluti í nafni trúarinnar morð, fjöldasjálfsvíg ofl. Ef að hægt væri að koma í veg fyrir þessar öfgar er ég viss um að menn myndu geta lifað í meiri sátt og samlyndi.
Aðalsteinn Baldursson, 8.6.2008 kl. 10:16
Aðalsteinn og Hippókrates þessvegna eigum við ekki að láta undan öfgamönnunum og taka undir þeirra málstað eins og margir virðast vera að gera og ekki að sýna þeim skilning. Það er ekki hægt að skilja manneskjur sem eru tilbúnar að drepa útaf teikningum.
En Svanur finnst þér Símaauglýsinginn vera einelti og háð fyrir Kaþólikka, eins og myndirnar eru fyrir múslima?
Sigurður Árnason, 8.6.2008 kl. 11:27
Skemmtilegt myndband sem tekur á þessu og öðru
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/556319/
DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:32
Aðalsteinn, velkominn í umræðuna. Þú hefur lög að mæla eins og Hippókrates segir og að sama skapi staðfestir með egin orðum. Hinn gullni meðalvegur trúarinnar fyrnist fljótt þegar fólk eigrar út af honum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 11:41
Sigurður Árnason; Hefurðu heyrt orðatiltækið, Sá vægir sem vitið hefur meira. Málið er að fólk drepur ekki út af teikningum heldur þess sem það álítur að liggi að baki þess að teikna háðmyndirnar.
Ég hef séð auglýsinguna og átta mig ekki í fljótu bragði á hversvegna Kaþólikkum finnst hún árás á trú sína. Ég hef spurst fyrir um þetta en ekki fengið nein svör. Jón Valur birtir mikinn kvæðabálk sem svar við þessu á sínu bloggi þar sem hann mærir forna tíð, en svona miðað við það sem gengur og gerist hjá okkur er erfitt fyrir mig að finna hvar Jón Gnarr guðlastar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 11:48
DrE. Var að klára myndbandið sem mér fannst afar gott og koma inn á mikið af því sem við höfum verið að ræða á skeleggan hátt.
Ég er sáttur við niðurstöður þess um nauðsyn þess að vernda malfrelsið en held jafnframt að hverjum manni beri skylda til að axla þá ábyrgð sem því frelsi fylgir, sem er að nota það ekki til að leggja einhvern í einelti eða hæðast miskunnarlaust að sannfæringu eða persónu hans. Takk fyrir þetta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 12:17
Svanur - "Hvaða kynstofn var það? Tilheyra Pólverjar ekki kynstofni, eða Sígaunar, eða Danir eða Rússar? Hvaða kynstofn ertu að tala um?
Hitler fór í stríð við heiminn (stríðið er kallað heimsstyrjöldin) og þar með við allt mannkynið. Þetta veit örugglega hvert skólabarn á Íslandi, svo fremi sem því var þá ekki kennt af þér."
Þegar ég var ungur, var það aðalsmerki þeirra freku og drottnunargjörnu að beita "réttlátri reiði" gegn þeim sem mölduðu í móinn eða gerðu einhverjum grikk.
En þar sem þú fórst algjörlega á mis við lestur GT um hvernig afkomendur Abrahams urðu að tveimur kynstofnum, annars vegar hinni útvöldu þjóð Guðs, Gyðingum og hins vegar þeirri hjörð Guðs sem ávallt yrði með uppsteit og læti, Múslimum, þá er sá fróðleiksmissir hér með bættur án endurgjalds.
Jú, rétt er það sem þú skrifar. Hitler ætlaði sér heimsyfirráð, en réðist þó aðallega á Gyðinga í því skyni að útrýma þeim. Einelti.
Islamistar ætla sér heimsyfirráð í dag og ráðast á alla þá sem móðga þá á einhvern hátt, drekka áfengi, éta svínakjöt eða sýna nekt sína eins og konur á Vesturlöndum gera.
Þessi læti sem við þekkjum í dag byrjuðu reyndar á dögum Sókratesar sem lét móðann mása um hvað sem er, hvenær sem er og um hvað sem var. Dagar fyrsta lýðræðisríkis okkar jarðarbúa og málfrelsis.
Persar þoldu ekki svona "ómenningu" og gerðu árás. Brenndu Aþenu og Aþenubúar flúðu allir sem einn út í eyju vestan Aþenu. Persar voru lokkaðir inn sundið milli lands og eyjarinnar þar sem öllum skipum Persa var sökkt með mönnum og músum. Maraþon þola Persar ekki síðan. Og til að bæta gráu ofan á svart, lét Hitler hanna venjuna með Ólympiueldinn.
Dómur Hjálmtýrs Heiðdals um bók sem hann hefur ekki lesið eða ekki skilið "Islamistar og Naívistar", kemur mér svolítið á óvart. Ég hef lesið þá bók, bæði á dönsku og íslensku. Finnst mér hún ægætis samantekt á þróun Islamisma í Evrópu og hvernig múslimum er beitt til að sækjast eftir sífellt fleiri "sérréttindum" í skjóli okkar málfrelsis og mannréttinda.
Önnur bók þykir mér þó taka henni fram hvað varðar lýsingu á Islam og hvernig fjölskyldu- og ættarbönd hreinlega neyða múslimi til að þóknast Islam. "Frjáls" heitir sú bók, nýkomin út á íslensku, eftir sómölsku stúlkuna Ayaan Hirsi Ali.
En til að öðlast grunnþekkingu á hvernig trúað fólk hugsar, er best að hafa alist upp við þeirra hugmyndafræði að einhverju leyti og skoða þá eins og hvert annað fyrirbrigði í langan tíma, lesa og diskútera þeirra kenningar.
Við múslimi er hins vegar ekki hægt að diskútera. Sumir kristnir hópar eru líka lokaðir hvað þetta varðar. Vilja helst ekki segja neitt nema úr ræðustól. Baháíar banna notkun ræðustóla. Kenningar og siðvenjur trúarbragðanna eru samsafn skondinna hugmynda um lífið og tilveruna og furðulegra siðvenja sem við myndum kalla "sérlyndi" eða sérviska eins og algengara er.
Ak-72 á ég eftir að skoða betur, en hann ásamt fleirum nota þó allt of mikið orðið "fordómar" um skoðanir og viðhorf annarra. Þá menn sem hafa kynnt sér trúarrit og kenningar trúarhópa er varla hægt að kalla fordómafulla í þessum umræðum, þó þeir vitni í trúarrit út og suður.
Þessar klisjur um einelti finnst mér hvimleiðar. Þegar ég var ungur litum við félagarnir á þetta sem eltingaleik og höfðum mest gaman af þó auðvitað hafi stundum keyrt úr hófi fram og sumir orðið sárir í einhvern tíma.
Myndbirtingar af Múhameð er hlutur sem múslimar verða að venja sig við líkt og kristnir hafa þurft að gera síðustu aldir. Í Gyðingdómi, Kristni og Islam er bannað að gera myndir af Guði og því sem þeir telja að sé á himni eða í helvíti. Þessu banni hefur ekki tekist að framfylgja í Kristni. Þess vegna eru þessir árekstrar svo tilfinningaþrungnir.
Þakka þér að lokum Óskar Helgi Helgason fyrir eltingaleikinn við Svan.
Sigurður Rósant, 8.6.2008 kl. 14:18
Sigurður Árnason; Hefurðu heyrt orðatiltækið, Sá vægir sem vitið hefur meira. Málið er að fólk drepur ekki út af teikningum heldur þess sem það álítur að liggi að baki þess að teikna háðmyndirnar.
Þessi textabrot sem eru eftir Flemming Rose ritstjóra Jótlandspóst, þau ættu skýra út fyrir þér hvað liggur að baki teikningunum, ansi gild ástæða.
The modern, secular society is rejected by some Muslims. They demand a special position, insisting on special consideration of their own religious feelings. It is incompatible with contemporary democracy and freedom of speech, where you must be ready to put up with insults, mockery and ridicule. It is certainly not always attractive and nice to look at, and it does not mean that religious feelings should be made fun of at any price, but that is of minor importance in the present context. [...] we are on our way to a slippery slope where no-one can tell how the self-censorship will end. That is why Morgenavisen Jyllands-Posten has invited members of the Danish editorial cartoonists union to draw Muhammad as they see him. [...]
The cartoonists treated Islam the same way they treat Christianity, Buddhism, Hinduism and other religions. And by treating Muslims in Denmark as equals they made a point: We are integrating you into the Danish tradition of satire because you are part of our society, not strangers. The cartoons are including, rather than excluding, Muslims.Ég hef séð auglýsinguna og átta mig ekki í fljótu bragði á hversvegna Kaþólikkum finnst hún árás á trú sína. Ég hef spurst fyrir um þetta en ekki fengið nein svör. Jón Valur birtir mikinn kvæðabálk sem svar við þessu á sínu bloggi þar sem hann mærir forna tíð, en svona miðað við það sem gengur og gerist hjá okkur er erfitt fyrir mig að finna hvar Jón Gnarr guðlastar.
Já þetta er sama bullið hjá Múslimum og kaþólikkum , hvorugt er guðlast eða einelti. Einfaldlega að gera úlfalda úr mýflugu.
Sigurður Árnason, 8.6.2008 kl. 15:13
Jón Frímann; Þetta er afar sérstæð söguskýring. Hvaðan hefur þú þessa visku?
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 17:29
Sæll Sigurður Rósant aftur og enn nú :)
Það var mikið að þú stakkst niður penna af alvöru og stóðst jafnframt þá freystingu að hnýta í mig persónulega að mestu. Þakka þér það. Margt af því sem þú segir er ágætt og lýsir vel persónulegum skilningi þínum á sögu umræddra átaka. En sem fyrr hnýt ég um ákveðnar fullyrðingar þínar.
Sigurður reit; "Islamistar ætla sér heimsyfirráð í dag...."
Hvaða Íslamistar eru þetta? Hvernig ætla þeir að byggja upp heimsstjórn sína og hvaðan ætla þeir að stjórna? Íslamistar eru svo sundurleit hjörð að svona ummæli verður að skilgreina.
Sigurður reit; "Við múslimi er hins vegar ekki hægt að diskútera"
Ef þú ætlar að ræða við múslíma með því fyrirfram gefna hugarfari að trú þeirra sé samansafn "furðulegra siðvenja sem við myndum kalla "sérlyndi" eða sérviska eins og algengara er." eins og þú segir, muntu ekki komast langt.
Sigurður reit: "Þá menn sem hafa kynnt sér trúarrit og kenningar trúarhópa er varla hægt að kalla fordómafulla í þessum umræðum, þó þeir vitni í trúarrit út og suður."
Við höfum áður rætt þessi mál og mín skoðun er sú að fordómar stafa ekki endilega vitsmunalegs eðlis heldur sé tilfinningalegs. Þú getur vitað allt sem hægt er að vita um svarta menn en jafnframt ekki þolað návist þeirra. Tilfinning þín er sprottin af innrættum "gildum" sem til eru í öllum þjóðfélögum og ekki hefur tekist að uppræta þrátt fyrir skaðsemi þeirra.
Annað í pistli þínum hefur þegar verið fjallað um nokkuð ýtarlega hér að ofan svo ég læt þetta gott heita í bili.
PS. Fannst þér Óskar Helgi leggja mig í einelti? Sb. "Þessar klisjur um einelti finnst mér hvimleiðar. Þegar ég var ungur litum við félagarnir á þetta sem eltingaleik og höfðum mest gaman af þó auðvitað hafi stundum keyrt úr hófi fram og sumir orðið sárir í einhvern tíma."
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 17:57
Per Stig Møller utanríkisráðherra Dana, sagði á Grundlovsdagen s.l. fimmtudag að Islamistar væru eins og Dauðasniglar (Dræbersnegler) sem herjuðu á allan gróður í Danmörku í fyrra og allan síðasta vetur. Það væri engin ein aðferð til að sigrast á þeim, en þurrkar síðustu 8 vikur hafa gert út af við þá.
Mér hefur gengið vel að diskútera við einstaklinga úr flestum trúarbrögðum þó auðvitað séu sumir varari um sig en aðrir. Mormónar, Vottar Jehóva, Baháíar, Hvítasunnumenn o.fl. eru með skondnar hugmyndir og sumar furðulegar siðvenjur. Samt get ég rætt við þá.
En muslimir þeir sem ég hef reynt að ræða við hafa ekki lesið Kóraninn líkt og flestir nafnkristnir sem ekki hafa lesið Biblíuna. En mér virðist sem þeir rækja sitt bænahald og venjur meir en nafnkristnir. Kannski verið óheppinn. Svo spila tungumálaerfiðleikar líka inn í.
Mér fannst eins og þú skynjaðir einelti af hálfu okkar Óskars Helga í þinn garð. Mér virtist það vera skýringin á "réttlátri reiði" þinni. "Það er hægt að sjá í gegnum fingur sér við þig þótt þú þekkir ekki sögu Múhameðs og hafir ekki hundvit á trú hans eins og orð þín bera glöggt vitni um."---- "En ég hef hvergi séð þig taka eins djúpt í árinni og Sigurður Rósant gerir og þú virðist hvetja hann áfram til. Er meining ykkar sú sama eða rann þér bara kapp í kinn?"
Hvaða heimild telur þú áreiðanlegasta um ævi Múhameðs, Svanur?
Sigurður Rósant, 8.6.2008 kl. 19:58
Sigurður Rósant; Þau orð mín sem þú vitnar til og kallar réttláta reiði voru "ái" undan þessum orðum þínum; "Ég legg þá að jöfnu, Múhammeð og Hitler. Rit þeirra boða svipað ofbeldi, Mein Kampf og Kóraninn."
Besta bók sem ég hef lesið um Íslam heitir Muhammad and the Course of Islam, eftir H.M. Balyuzi.
Annars eru heimildir um Íslam talvert á víð og dreif og erfitt að mæla með einni lesningu eingöngu. Þessir höfundar eru eignlega "must"; Gibbon, Ameer Ali, Toynbee, Hitti, Runciman, Arberry, og Watt.
En þú?
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 20:35
Komið þið sæl; á ný !
Mér sýnist; sem Sigurður Rósant standi sig, einkar vel, í orðræðunni, við þig, Svanur Gísli.
Greinilega víða heima; Sigurður, og afar ánægjulegt, takist að fá Svan, til þess að skoða, í fullri alvöru, hvers lags meinsemd, frá Mekku og nærsveitum, er við að glíma, á heimsvísu.
Gerði mér til gamans; í dag, á síðu minni, að flokka AK-72, og hans kúnstir, undir álíka leiðinlegar bábiljur þeirra Varðbergs manna, hér á Íslandi, hverjir hafa öðlast, hinn æðsta sannleik, um dásemdir NATÓ stríðsmaskínunnar, hver er; ásamt ýmsu fleirru, að húrra efnahagskerfi heimsins, til andskotans, með bröltinu, í gömlu Baktríu (Afghanistan), m.a.
Með ýtarlegum kveðjum, enn /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:26
Óskar Helgi; Já Sigurður Rósant er allur að koma til. Engin pattstaða þar.
Já, satt segirðu með Afgan, það getur verið dýrkeypt að ala nöðru við háls sinn líkt og CIA gerðu með talíbanana. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 22:49
Sigðurður Rósant: Þú minnist á Flemming ritstjóra Jyllands Posten og orð hans. Maður gæti keypt þessi rök ef Jyllands Posten sýndi ekki talsverðan tvískinnung í sínum málum. Árið 2003 neituðu þeir nefnlega að birta skopmyndir af Jesús og einnig neituðu þeir að birta skopmyndir af Helförinni sem íranskt dagblað sendi þeim sem mótsvar við birtingu Múhammeðs-myndanna. Að lokum birtu þeir þó með semingi vinningsmyndina og þá næstbestu en það virðist þá hafa verið eftir samráð við samfélag gyðinga í Danmörku. Ekki var slíkt samráð haft við múslimana og tvískinnungurinn leynir sér ekki þegar kemur að Jesús-myndunum og þegar þetta er haft í huga, þá finnst mér þetta veikja talsvert þessi orð hans, virkar sem kattarþvottur.
Svanur: Varðandi Afgan, talibana og CIA, þá er fleira sem tengist Talibönum og tengist hagsmunum ríkja á svæðinu. Afganistan er ættbálkaland og að manni skilst, þá líta menn þar á sig fyrst sem hluta ættbálksins. Sá ættbálkur sem er austast og er nokkuð stór, teygir sig yfir landamærin til Pakistan og þar óttuðust pakistönsk stjórnvöld það að þessi ættbálkur í kjölfar brotthvarfs Sovét, myndi fara að gera tilkall til landsins þar og þá sem ríki. Pakistönsk stjórnvöld brugðu á því á það ráð að koma af stað talibana-skólum og sáu til þess að athygli nemendanna beindist yfir til Afganistan. Þetta er ágætt dæmi um það sem hefur gengið á í gegnum tíðina um hvernig trú er notuð sem stjórntæki í þágu valdhafa sem eru fyrst og fremst að gæta að hagsmunum sínum.
AK-72, 9.6.2008 kl. 00:13
Sérstaklega falleg efsta myndin hjá þér. Hún sýnir einstaklega falleg börn í fallegum skrúða. Ef þessi börn, að mér sýnist, tvær stúlkur og tveir drengir, kæmu saman aftur tuttugu árum síðar og tekin væri eins mynd hvernig væri hún þá. Ætli við fengjum að sjá andlit stúlknanna?
Halla Rut , 9.6.2008 kl. 00:34
en svona í Paistan. Takk fyrir innlitið Halla Rut.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 02:38
http://youtube.com/watch?v=SZgIIb-8x3o
http://nerdnirvana.org/2008/04/22/jon-lajoie-pedophile-beard/
http://youtube.com/watch?v=EZQrimtFSOY
Zaraþústra, 9.6.2008 kl. 02:38
Pakistan ,átti þetta að vera. Afsakaðu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 02:39
Sæll Zaraþústra, hvaða linkar eru þetta? ;)
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 02:42
Fallegar myndir af dömunni frá pakistan vissi ekki að þær væru svona fallegar lítur útfyrir það að þær séu fallegri en þær Íslensku og gera örugglega minni kröfur.
Eins gott að feministar sjái þessa athugasemd mína ekki.
Skattborgari, 9.6.2008 kl. 03:09
O vertu viss að þeir og þær sjá hana Skatti.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 03:18
Eða ætli það sé bannað samkvæmt lögum að segja að konur annarstaðar en á Íslandi séu fallegar? Vona ekki þá færi ég örugglega á hraunið.
Skattborgari, 9.6.2008 kl. 03:26
Sigðurður Rósant: Þú minnist á Flemming ritstjóra Jyllands Posten og orð hans. Maður gæti keypt þessi rök ef Jyllands Posten sýndi ekki talsverðan tvískinnung í sínum málum. Árið 2003 neituðu þeir nefnlega að birta skopmyndir af Jesús og einnig neituðu þeir að birta skopmyndir af Helförinni sem íranskt dagblað sendi þeim sem mótsvar við birtingu Múhammeðs-myndanna. Að lokum birtu þeir þó með semingi vinningsmyndina og þá næstbestu en það virðist þá hafa verið eftir samráð við samfélag gyðinga í Danmörku. Ekki var slíkt samráð haft við múslimana og tvískinnungurinn leynir sér ekki þegar kemur að Jesús-myndunum og þegar þetta er haft í huga, þá finnst mér þetta veikja talsvert þessi orð hans, virkar sem kattarþvottur.
Það er ekki sambærilegt að grínast með fjöldamorð fólks og er mjög skiljanlegt að þeir birti ekki þær myndir, en samt finnst mér skrítið að þeir vildu ekki sýna skopmyndir af jesús, ætli það hafi bara ekki verið orðið gamalt að gera grín af jesú, south park hefur séð um það í langan tíma.Sigurður Árnason, 9.6.2008 kl. 06:54
Komið þið sæl,
Að gera grín að Múslimum er alveg sjálfsagt, eins og að öðrum sem eru mikið í umræðunni, þessu verða menn að taka og hafa margir dómar fallið um það mál.
Fyrir þá sem ekki sjá fram á veginn þá væri rétt að leiða einnig hugan að því hvað mun ske þegar olían verður orðin svo dýr að flutningar á matvælum stöðvist.
Það er hætt við að Ísarelsmenn sendi Írönum kjarnasprengju og Íranir svari í sömu mynt. Þá gleymum við öllu þessu bulli um grínmyndir og snúum okkur að næstu heimsstyrjöld.
Við komumst ekki hjá nýrri krossferð, það þarf að fara að hreinsa til.
Lifið heil þanag til
Njáll Harðarson, 9.6.2008 kl. 07:36
Blessaður Egill.
Ertu búinn að lesa þessar færslur hér á undan. Ég veit að þær sýnast svolítið langar en það er þess virði að rúlla í gegnum þær. Þessi mundi svara því sem þú kemur inn á ansi vel. AK-72, 7.6.2008 kl. 14:24
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 00:20
nei þessi linkur svarar ekki neinu sem ég var að tala um, ég var einungis að benda á að mér finndist það áhugavert að yfirmenn trúarsamtaka víðsvegar um heiminn, litu ekki niður á ofbeldisverkin sem voru framin í kjölfarið á birtingu þessara skopmynda, heldur voru það skopmyndirnar sjálfar sem voru "glæpurinn".
Egill, 9.6.2008 kl. 09:47
Jón Frímann
Góð kvikmynd sem þú bentir og sýnir hina réttu mynd af Íslam, mæli með allir horfi á hana.
Sigurður Árnason, 9.6.2008 kl. 10:18
Fróðleg umræða.
Það er grundvallar galli við Islam sem gerir þetta sjálfvirkt að öfgatrú og gerir hana gallaða.
Það er engin önnur trú sem leyfir og verðlaunar fylgismenn sína fyrir að fara í stríð, Jihad.
En mér til fróðleiks og öðrum.
Í Islam er talað um aðgang að paradís ef þú lætur lífið í Jihad.
Fær maður sem lætur lífið utan Jihad líka aðgang að paradís?
Ef ekki, hvert fer þessi venjulegi maður?
Og hvert fara konur sem eiga ekki að taka þátt í stríði og má ekki skaða, þótt það hafi hentuglega gleymst þegar þeir sprengja sig í einhverri rútu í Ísræl og drepa þar með konur og börn fyrir Jihad.
Teitur Haraldsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:14
Grínmyndbönd um barnaníð, svo síðasta klippan er fyrsti hlutinn af níu um mest særandi brandara heims (World's Most Offensive Joke). Þar eru teknir fyrir brandarar um helförina, kynþætti, barnaníð, hryðjuverk, Íslam, fötlun o.fl. Þetta eru allt hlutir sem má grínast með bakvið tjöldinn. Það má líka greinilega gera grín að fötlun, barnaníð og kynþáttum í sjónvarpi. Hins vegar eru afar fáir sem komast upp með að gera grín af helförinni eða Íslam opinberlega án þess að lenda í vandræðum.
Af hverju framdi Hitler sjálfsmorð? --- Hann fékk gasreikningin.
Snillingarnir Trey Parker og Matt Stone gerðu einhvern tímann grín af þessu í þáttunum South Park. Þá fögnuðu allir því að 20 ár voru liðinn frá því HIV og eyðni kom fram á sjónarsviðið vegna þess að að 20 árum liðnum mátti grínast með eyðni.
Zaraþústra, 9.6.2008 kl. 14:01
Egill Reit;"
Skrýtið; Allt sem finna má um málið á netinu segir að margir þeirra hafi einmitt fordæmt viðbrögðin og mörg lönd létu handtaka óeirðaseggina.
"While a number of Muslim leaders called for protesters to remain peaceful, other Muslim leaders across the globe"...." segir í Wp.
BBC; Feb. 17, 2006:
Feb. 17, 2006: Police in Multan, Pakistan, detain 125 people during a rally in a traffic circle where protesters stomped on a Danish flag. Police say the demonstrators were violating a ban on rallies imposed after the riots in Lahore. Police also arrest Hafiz Mohammed Saeed, leader of the radical Muslim group Jamaat al-Dawat.
Sjá hér og hér
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 16:54
Teitur Harlssson; Píslarvættisdauði er sannarlega ekki eina leiðin til að komast í Paradís samkvæmt Kóraninum. Það er dygðugt líferni sem fyrst og fremst á að tryggja það, af hvoru kyninu sem þú ert.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 16:58
Já, þetta er allt saman mjög skrítið. Einkennilegt hvernig sumir endurtaka vissar formúlur aftur og aftur og aftur... það þýðir ekkert að benda þeim á að þetta sé nú ekki rétt sem þeir eru að segja. Bara virkar ekki, ja nema þá í einhvern smá tíma. Þá kemur nákvæmlega það sama aftur. Alveg eins og róbótar sem búið er að forrita ! Engin sjálfstæð hugsun, engin ransóknarvinna...ekkert. Nema frasarnir.
Sko, málið er svona (frá mínum bæjardyrum) Ákveðið var að birta mógandi eineltismyndir. Algjör óþarfi, tilgangslaust, engum til hagsbóta og einfldasta mál í heimi að virða það bara að viss trú innifelur að ekki sé æskilegt að draga upp mynd af ákveðnum aðila. So what ? Þá bara virðir maður það. Punktur. En nei... það varð nú að móðga og eineltast og á þann hátt sem líklegast væri að undan sviði. Á eftir fögnuðu menn ógurlega yfir afrekinu og frömdu áframhaldandi óvitræna hegðun.
Nú, þetta er eitt. Síðan eru viðbrögðin. Hver voru þau ? Jú, yfirgnæfandi meirihluti sýndi stillingu og bar harm sinn í hljóði, mótmæltu með friðsamlegum hætti o.s.frv. Kannski 99%... eða meira jafnvel. Etv 99.9999%
Auðvitað gengu einhverjir lengra eins og gengur en svo virðist sem mesta ofbeldið hafi orðið er stjórnvöld í viðkomandi löndum stoppuðu mótmæli.
Það má nefnilega alveg líta svo á að háttalag dana hafi spilað uppí hendurnar á öfgamönnum. Þeir hafi í raun verið að hjálpa þeim til að ná sterkari stöðu !
Svo í framhaldinu var gert eins mikið og hægt var úr öllu í fjölmiðlum á Vesturlöndum. Það máttu ekki einhverjir 2 fara útá götu í Pakistan...þá var því slegið upp í gjörfallri fjölmiðlaflóru Vesturlanda, gert sem mest úr öllu og sett fram á þann hátt að nánast öll Pakistanska þjóðin væri að mótmæla. Birtar myndir af hrópandi, reiðum skeggjuðum mönnu etc.
Í örfá skipti virðist sem einhverjar þúsundir hafi mótmælt en oft var verið að tala um einhver hundruð. Hva...er ekki Pakistan með hátt í 200 miljón íbúa ?
Allt eftir þessu.
Að mínu mati er eiginlega ekki hægt að draga nákvæmar ályktanir af svokölluðu myndamáli ennþá. Það þarf bara meiri fjarlægð og tíma. Skilja kjarnann frá hisminu o.s.frv. til að átta sig almennilega á viðfangsefninu.
En enn þann dag í dag fæ eg einfaldlega ekki skilið afhverju þeir sem stóðu upphaflega að myndunum fengu af sér að hegða sér á þennan hátt. Skil það bara ekki. (og svokallaðar útskýringar Hr. Rose eru eymdarlegt yfirklór og í rauninni engar skýringar)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2008 kl. 19:11
Ómar Bjarki; é máetta alve segja smákrakkarnir í sandkassanum ef þeir eru skammaðir fyrir að henda sand í hina.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 23:34
Mér finnst það móðgandi þegar verið er að bera saman Múhameð og Íslandsvininn Adolf sem sá ekki annað ráð en að skjóta sig þegar hann fékk gasreikninginn. Það er hrein móðgun við minningu Adolfs að bera hann saman við slíka. Og þetta með að gera grín að helför gyðinga er bara í góðu lagi á meðan gyðingar standa fyrir helför palestínsku þjóðarinnar til að geta stolið landinu þeirra. Er það eitthvað skárri helför?
corvus corax, 10.6.2008 kl. 15:05
Tjáningarfrelsi er mikilvægara en tilfinningar múslima eða annara trúarhópa.
Alexander Kristófer Gústafsson, 10.6.2008 kl. 15:09
Svanur Gísli Þorkelsson
Ómar Bjarki Kristjánsson
Alexander Kristófer Gústafsson
Teitur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 16:44
Teitur; Ég á þetta bara á ensku því miður.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 23:29
Skil ég þetta rétt?
Enginn er eilífur...
“hann” sér allt sem þú gerir og verður dæmdur af því sem þú gerir...
Þú verður dæmdur af gjörðum þínum... (þetta er mjög loðin texti sem ég skil illa eða ekki.).Teitur (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 22:12
Sæll Teitur: Þetta er nokkuð eins og ég skil þetta líka. "Til hans mundu aftur snúa og hann mun minna þig á gjörðir þínar"
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 22:18
Takk fyrir að gefa þér tíma til að svara þessum spurningum mínum.
Teitur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:52
Svanur - "Annars eru heimildir um Íslam talvert á víð og dreif og erfitt að mæla með einni lesningu eingöngu. Þessir höfundar eru eignlega "must"; Gibbon, Ameer Ali, Toynbee, Hitti, Runciman, Arberry, og Watt.
En þú?"
Ég spurði þig reyndar um hvaða heimild þú teldir áreiðanlegasta um ævi Múhameðs en þú svaraðir eins og ég hefði spurt þig um Islam.
En þar sem þetta er sennilega einn og sami hluturinn, þá verð ég að segja að bestu heimildirnar tel ég að sé að finna í hans eigin orðum sem finna má í Kóraninum.
Þessi tilvitnun segir ýmislegt um hugarfar Múhameðs og draumóra. En þeim sem gagnrýndu hann eða þeim sem hann taldi óvini sína beið ekkert nema grimmileg refsing.
Dansk-Libyskur maður var dæmdur á dögunum til 12 ára fangelsisvistar fyrir að boða frelsi og lýðræði í Líbýu og gagnrýna stjórnvöld ásamt öðrum. Per Stig Møller utanríkisráðherra Dana hótar að beita sér fyrir því að binda enda á samningaviðræður um fjárhagsaðstoð ESB sem eru í burðarliðnum, ef þeir fara ekki eftir diplómatískum samskiptareglum. Mannréttindasamtökin Human Right Watch benda á að ESB verði að mynda skíra stefnu gagnvart stórnvöldum í Líbýu.
Eins og okkur er kunnugt hafa Líbýsk stjórnvöld með Muammar al-Gaddafi í fararbroddi síðustu 39 árin, verið Vesturlöndum til margs ama og stutt hryðjuverk m.a. á Ólympíuleikum í Munchen 1972 þar sem 11 Ísraelskir Ólympíufarar voru teknir í gíslingu og drepnir. Gaddafi er lifandi eftirmynd Múhameðs ásamt fleiri leiðtogum Arabaríkja. Rússneskar hríðskotabyssur AK-47 voru notaðar við gíslatökuna. Minnir svolítð á AK-72.
Alveg trúfrjáls
Sigurður Rósant, 13.6.2008 kl. 23:11
"Rússneskar hríðskotabyssur AK-47 voru notaðar við gíslatökuna. Minnir svolítð á AK-72."
Brosti út í annað þegar ég sá þetta. Er ég semsagt hryðjuverkamaður vegna þess að ég nota svipaða skammstöfun og á mest notaða hernaðartóli heims? Bandaríski herinn notar einnig AK-47 eða nýrri útgáfuna AK-74, eru það semsagt hryðjuverkamenn líka? Bandarískir hermenn notuðu einnig M4 og M16A2 árásarriffla þegar þeir frömdu fjöldamorð í Fallujah þar sem þeir slátruðu m.a. konum og ungabörnum, gerir það þá alla notendur eða þá sem vísa til þeirra, þessara riffla fjöldamorðingja?
Þetta eru reyndar rökvillufræði allt saman bæði það sem þú beittir og sem ég kom á efitr mðe bandarísku hermennina, og líka þau fræði þegar menn taka selektívsk vers úr trúarritum, ræðum eða öðrum texta til að reyna að búa til að klekkja á andstæðingnum og afvegaleiða umræðuna.
AK-72, 14.6.2008 kl. 11:51
Spaug
Sigurður Rósant, 14.6.2008 kl. 12:15
Joke's on me, Sigurður:)
AK-72, 14.6.2008 kl. 12:28
Hún er góð þessi 98 mínútna mynd "What the West needs to know" sem Jón Frímann benti á.
Hvað finnst ykkur Islamsvinum um hana? Segir hún ekki allt sem segja þarf um hugarfar muslima, hvort sem þeir eru nytsamir sakleysingjar Islams eða virkir hryðjuverkamenn Islamista?
Með kveðju hins trúfrjálsa
Sigurður Rósant, 14.6.2008 kl. 18:13
Ég kíkti örlítið á þessa mynd og hætti svo eftir ákveðinn tíma, ég fattaði að þetta er áróðursmynd og svo þegar ég fór að lesa til um að Robert Spencer sé notaður sem "sérfræðingur um íslam" þá fauk allt credibillity myndarinnr í burtu. Maðurinn rekur hreinrætkað haturssíðu gegn múslimum for crying out loud og að nota hann er álíka eins og kalla Michael Moore og Ann COultier óháða stjórnmálaspekinga í BNA.
Tilgangurinn helgar meðalið í áróðursmyndum og því er eingöngu sýnt það sem ætlunin er að sýna, niðurstaðan er ákveðinn fyrirfram. Maður hefur séð of mikið af svona myndum hvort sem maður er sammála boðskap þeirra eður ei, og sem kvikmyndagerð og þá tala ég eingöngu sem kvikmyndaáhugamaður og meðllimur í heimildarmyndaklúbbi, að áróðursmyndir séu ekki fínn pappír. Því miður er mjög mikið um það í dag að fólk kunni ekki að gera greinarmun á áróðri og heimild, heldur gleypi við öllu sem framreitt er, án gagnrýnnar hugsunar. Sérstaklega á það oft við þegar kemur að Internetinu þar sem ógrynni magn af villandi upplýsingum, áróðri og hreinum lygum má finna, og ég er ekki að tala út frá þessu máli sem slíku.
Semsagt, vanda til vals heimilda af netinu, vera gagnrýninn á þær og gæði, og þekkja mun á heimild og áróðri, það eru allt mjög mikilvæg atriði í upplýsingarsamfélagi dagsins, þar sem fréttir eru of steiktur og bragðlaus skyndibiti sem fólk gleypir í hasti án þess aðkynna sér málin. Segi fyrir mitt leyti að oft á tíðum finnst mér betra að lesa 2-3 bækur um efnið frá ólíkum sjónarmiðum heldur en að "gúggla" á netinu eða eyða tíma í einhverja mynd sem kemur í ljós að er svo áróður.
AK-72, 14.6.2008 kl. 19:25
Já, þú segir nokkuð, AK-72. Oft er nú ekki hægt að greina á milli, hvað er heimild og hvað er heimild+áróður. Viðkomandi þarf þá að hafa aflað sér víðtækrar þekkingar á helst öllu því sem kemur fyrir í myndinni.
Ég minnist einnar heimildamyndar um "Rockwill" sem Þorsteinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður hannaði. Hún fjallaði um stofnun Guðmundar Jónssonar kenndur við Byrgið. Ég sá þessa mynd og sá strax að Þorsteinn skynjaði ekki blekkingar Guðmundar.
Á þeim tíma blekkti Guðmundur allt og alla, landlæknisembættið, tryggingastofnun og lögreglu. Allir sáu að það þurfti að veita þessum guðsmanni hjálparhönd svo hann mætti bjarga fleirum af götunni. Einn sá er ég óskaði álits á myndinni sagði þó að Guðmundur væri bara að afla fjár með sínum uppátækjum.
Sást þú þessa mynd, AK-72?
Sigurður Rósant, 14.6.2008 kl. 20:06
Já, ég sá myndina um Rockwell og fannst ekki mikið til hennar koma þá. Hún þjáðist einmitt af þessari einhliða sýn, og kafaði ekki í hlutina. Hún var þó ekki áróður sem slíkur, heldur varð að kynningarmyndbandi um Byrgið.
Góð regla samt með áróður þó maður hafi ekki mikla þekkingu á efninu, þá er að sjá hvernig efnistökin eru. T.d. ætla ég að vitna til núna góðs dæmis úr bandarískum stjórnmálum og það er heimildarmynd sem ég sá nýverið um Arnold Scwarzenegger. EFtir ákveðinn tíma fattaði maður að þetta var rógsáróður þar sem það var renyt eins mikið og hægt var að draga upp sem versta mynd af Arnold, fíflalegustu setningarnar fundnar, klippt yfir á marserandi nasista þegar talað var um vináttu hans við Kurt Waldheim, klippt yfir á brot úr sjónvarpsmynd um Reagan þar sem menn eru að plotta það að koma verkfæri sem er nothæft fyrir skuggaráðuneytin í reykfylltum bakherberjum, ýmsar persónuárársir o.fl. Það sem kannski einkennir mjög áróður hvort sem hann er neikvæður eða jákvæður er að aðeins er sýnt einhliða mynd og þá það sem sá sem gerir, vill að við sjáum.
Skoðum annað dæmi, mynd Michael Moores um Bush og Irakstriðið: Fahrenheit 911. Hún er áróðursmynd en ekki heimildarmynd þó ég sé sammála skoðunum Moores á Bush. Moore dregur nefnielga það upp sem hann vill að við sjáum, hæðir og spottar, birtir upplýsingar sem hann vill að við sjáum o.sv.frv.
Þó myndin sé fín sem slík og skemmtileg, þá rýrir það gildi heimildarmyndagerðar að láta fólk halda að slík mynd sé heimildarmynd og er einnig gott dæmi um það að ef höfundur áróðursins tilkynnir okkur fyrirfram að hann sé að vara okkur við einhverju sem er stjórnmálaegs eðlis og sé að beita sér í þá áttina, þá er það merki um áróður. Sama á við mynd Geert Wilders Fitna, sem á ekki heima innan heimildarmyndageirans heldur, heldur er hreinræktuð áróðursmynd.
AK-72, 14.6.2008 kl. 20:41
Nú nefnir þú AK-72 í einu innleggi þínu hér ofarlega að verið sé að ofsækja múslima á svipaðan hátt og Gyðingar voru ofsóttir fyrir seinni heimstyrjöldina. En voru Gyðingar með einhvers konar aðgerðir sem líkja mætti við aðgerðir öfgamanna múslima í dag?
Segðu mér annars eitt AK-72. Hversu vel ertu að þér í kenningum Gyðinga, Kristinna, múslima og annarra trúarbragða?
Sigurður Rósant, 14.6.2008 kl. 21:13
Sigurður; Ég veit ekki hvað þú myndir kalla aðgerðir Gyðinga í því sem kallað er D áætlunin:
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 22:40
Ég var nú að spyrja AK-72 um hvort Gyðingar hefðu verið með einhverjar aðgerðir í gangi hér í Evrópu fyrir seinni heimsstyrjöldina.
Þá kemur þú Svanur með aðgerð sem er í gangi hjá Gyðingum eftir seinni heimsstyrjöldina og fyrir botni Miðjarðarhafs.
Skemmtilegt hve þú tekur illa eftir, stundum.
Sigurður Rósant, 15.6.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.