Góðar fréttir fyrir þá sem ekki vilja drekka alkahól....

000000red_wine2-763868Alltaf birtast af og til fréttir í fjölmiðlum af góðum eiginleikum víns, sérstaklega þess rauða og þeir sem ekki vilja drekka alkahól hafa þurft að neita sér um alla þá hollustu.

Ekki lengur.

Nýjustu rannsóknir benda til að rautt vín komi í veg fyrir magasár og hjartaáföll, hreinsi æðar, haldi krabbameini í skefjum, hjálpi lungunum og geti virkað eins og sýklalyf gegn bakteríum. Rannsóknirnar sýna einnig að hægt er að komma öllum þessum jákvæðu áhrifum fyrir í einni pillu.

Vísindamenn við Pavese Pharma Biochemical Institute í  Pavia á Ítalíu hafa tekið vökvann sem verður eftir þegar alkahólið hefur verið eimað úr rauðu víni og blandað hann með sykri, amínó-sýrum og rotvarnarefnum. Þessi blanda er síuð, þurrfryst og þjöppuð í töflur.0000043703709-177x150-0-0

"Hver tafla hefur að geyma öll góðu áhrifin af einu glasi af víni" segja uppfinningamennirnir í 
við New Scientist blaðið nýlega. Töflurnar verða settar á markað á næsta ári og seldar í almennum verslunum.





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. og ræðst taflan ekkert á miðtaugakerfið og gerir óvirkum alka óskunda?

Ef ekki þá fer ég á rauðupilluna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef allt er satt og rétt sem Ítalirnir segja ræðst hún ekki á miðtaugkerfið og allt alkahól hefur verið fjarlægt. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Neddi

Þannig að maður getur fengið sér í glas í pilluformi, án þess að verða fullur og laus við þynnkuna daginn eftir.

Neddi, 6.6.2008 kl. 10:59

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ekki slæmt Neddi :) Hætt við samt að hún sé soldið "þurr" á bragðið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Skattborgari

Góð tafla ætli það sé í lagi að skola henni niður með vískí? Þetta er sniðugt en ég held að rauðvínið verði mun ódýrara og hollara en taflan það er búið að bæta svo miklu við til að binda hana. Áfengi er ekki skaðlegt ef það er drukkið í hófi.

Skattborgari, 6.6.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það eru margir sem vilja meina að fullt af eiginleikum Rauðvínsins glatist við að breyta því í töflu. Trefjar og alkahól séu meðal þess. En fyrir óvirku alkana eru þetta alla vega góðar fréttir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2008 kl. 19:09

7 Smámynd: Skattborgari

Þetta er gott fyrir óvirka alka eða aðra sem mega ekki drekka áfengi en fyrir flesta hina er rauðvínið betri kostur.

Skattborgari, 6.6.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband