Herforingjastjórnina í Myanmar (Burma) fyrir alþjóðadómstóla

0000000akm-old-passport-2ndpg-017Fellibylurinn Nargis gekk yfir Myanmar (Burma) fyrir rúmum mánuði. Eins og marga rekur eflaust minni til tilkynnti herforingjaklíkan við völd í landinu að 351 manns hefðu farist. Í dag er ljóst að meira en 100.000 manns fórust. 

 Yfirhershöfðinginn Than Shwe og klíkan hans hafa kerfisbundið komið í veg fyrir að erlend aðstoð geti borist meira en 2.000.000 manns sem á henni þurfa að halda og eru á vergangi í landinu. 00000than-shwe-cp-3667456

 

Sjúkdómar og sultur eru farin að taka sinn toll. Á meðan lóna bresk, bandarísk og frönsk herskip fyrir ströndum með mannskap og vélar og vistir  til að aðstoða en fá ekki leyfi til þess. Herforingja klíkan hefur engu áorkað á tímabilinu öðru en að framlengja stofufangelsisdómi yfir San Suu Kyi helsta talmanni lýðræðis í landinu.

000000Aung_San_Suu_KyiHerforingjastjórnin hreykir sér nú hátt á hrauk líkanna sem fljóta niður ár landsins og lýsir því yfir að neyðarástandinu sé lokið. Verði ekkert að gert á næst dögum munu hundruð þúsundir falla af sjúkdómum og hungri í landinu, fólk sem enga aðstoð hefur fengið frá því að fellibylurinn gekk yfir.00000monk_victim_of_junta

Það sem liggur beint við er að þjóðir heimsins sem eitthvað mega sín gagnvart stjórnvöldum í Myanmar, verða að gera þeim það ljóst að þeir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla ef þeir leyfa ekki hjálparstarfi að hefjast þegar í stað í landinu. Bregðist alþjóðasamfélagið þessu, eru þau jafn ábyrgt og aðgerðarlausir Herforingjar Myanmar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilir og sælir; Svanur og Rebel, og aðrir skrifarar !

Jú; jú, ekki ætla ég, að fegra hlut herstjóranna, í Búrma, en,............. veitti okkur nokkuð af, að Haarde klíkan yrði einnig dregin fyrir dómstóla ?

Verðtryggingin - kvótakerfin - vaxtaokrið, vaxandi, svo fátt eitt sé talið. Hvað skyldu þessir ''herrar'' hér heima, vera búnir að hafa af okkur, óverðskuldað,, í gegnum tíðina ? 

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jonny; Ef að alþjóðasamfélagið mundi bregðast við, væri hægt að bjarga fjölmörgum lífum. Að bíða eftir því að borgarstyrjöld brjótist út með öllum þeim hörmungum sem henni mundi fylgja er afleitur kostur. Ef að hjálp berst inn í landið og erlendar hjálparstofnanir fá að athafna sig í landinu, er miklu meiri möguleiki að landið opnist.

Ekki vera svona harðbrjósta :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2008 kl. 01:40

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Óskar. Gott að heyra þig og sjá. Haarde og hans fólk fær sinn dóm og dómararnir eru íslenskur almenningur. Við  völdum okkur þetta fólk og við getum hafnað því... í næstu kosningum, nokkuð sem Burmabúar fá ekki eða gera við sína stjórnendur. En það allt er þér jú að fullu ljóst.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2008 kl. 01:45

4 identicon

Sælir enn; Svanur og aðrir skrifarar !

Svanur Gísli ! ''í næstu kosningum''? Verður það ekki full seint, fyrir þá samlanda okkar, hverjir engjast, undir ''herra'' dómi Haarde, Svanur minn ?

Hvernig; eigum við, sem eftir lifum, hugsanlega,, að koma boðum til annars heims, (eftir kosningar, vorið 2011) Svanur minn, til þess fólks, hvað stjórnarfarið hér, hefir lagt að velli, Í ORÐSINS FYLLSTU MERKINGU, að sýna jafnvel þolinmæði, til kosninga, árið 2015 - 2019 - 2023 - 2027 - 2031, eða,....... á ég nokkuð að telja áfram, Svanur minn ? 

Finnst þér líklegt; að fólkið gangi aftur, til þess að njóta þeirra réttinda, sem því bar, í lifanda lífi, og kannski hafi endurunnist, einhvern tíma, á árunum 2011 - 2031, t.d., Svanur minn ?

Hygg; að erfitt kynni að reynast, að fá Íslendinga til þess, að lifa á loftinu, þótt svo Indverskir gúrúar hafi getað tileinkað sér það, u.þ.b., 3 vikur í senn, muni ég rétt, kom það fram, í bók Sigurðar A. Magnússonar,, ''Við elda Indíalands'',  veit, að þú leiðréttir mig Svanur Gísli, fari ég rangt með, bók sem höfund. Skammtímaminni mitt þverrandi, en minnist þess þó, að höfundur (SAM) hafi lesið, í Ríkisútvarpið, veturinn 1981 - 1982.  

Og með beztu kveðjum, enn /

Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 02:10

5 Smámynd: Skattborgari

Svona hugsa því miður oft spilltar valdastjórnir eins og herforingja stjórnin í búrma er því miður. Auðvitað á að draga þá fyrir alþjóðadómstóla. Þetta er ekkert annað en þjóðarmorð að stoppa hjálpargögn og tefja hjálparstarf.

Íslendingar þurfa að skipta um flokk sem það kýs ef fólk heldur áfram að kjósa alltaf sömu flokkana hvað sem á gengur þá breytist ekkert.  Af hverju að fara eftir vilja kjósenda ef þeir kjósa flokkana bara af gömlum vana?

Skattborgari, 5.6.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband