16.5.2008 | 00:01
Lífið í Al-Waleed flóttamannabúðunum hjá verðandi Akurnesingum
Margt af flóttafólkinu reyndi að yfirgefa Írak til að flýja ofbeldið sem þar er orðið daglegt brauð. Miðstéttar Palestínumenn réðu ekki yfir vopnuðum herflokkum til að vernda sig og því hröktust þeir úr landi fljótlega eftir innrás Bandamanna í Írak. Þeir voru auðveld bráð fyrir mannræningja og fjárkúgara. Fjörutíu ára þriggja barna móðir móðir; Tisar Abdel Fadi fór frá Baghdad til Al-Tanf eftir að eiginmanni hennar var rænt af sjúkrahúsi. Hann var síðan pyntaður og myrtur.
Fyrir marga var flóttinn för úr öskunni í eldinn því við tóku Al-Waleeda búðirnar. Þær eru sérstakt bitbein hreppspólítíkur í hinu löglausa Anbar héraði. Allir sem eiga leið um héraðið verða að borga verndartolla eða láta eftir skerf af þeim gögnum sem þeir hafa undir höndum til Sheiksins sem svæðinu ræður. Þetta gerir starf hjálparstofnana nánast útilokað. Að auki bætast við afskipti banvænnar blöndu landamæravarða, staðarlögreglu og Íraska hersins.
Allir eru sammála að langvarandi dvöl í þessum búðum er ómöguleg. Ískaldir vetur, brennheit sumur,eldhætta, snákar, sporðdrekar, vatnsleysi, skortur á sjúkraaðstöðu, er meðal þess sem gera það ómögulegt.
Í Al-Waleed eru plastklósett í hverju tjaldi. Jörðin er samt svo hörð að hún drekkur ekki einu sinni í sig vatnið sem hellt er á hana. Skólpið rennur því opið um búðirnar. Fyrir utan auðsæja smithættu er íbúarnir afar illa á sig komnir líkamlega. Sérstök þörf er á sálfræðiaðstoð fyrir konur búðanna sem sumar eru á barmi örvæntingar. Læknar sem heimsótt hafa búðirnar hafa allir orð á slæmri andlegu heilsu íbúanna sem er bein orsök af vonleysinu og úrræðaleysinu sem heltekið hefur þá alla.
Eina uppbyggilega starfsemi búðanna er skólakennsla barna.
Engi von virðist vera um að þessu fólki verði hleypt inn í Sýrland. Sýrlendingar hýsa þegar á eigin kostnað meira en milljón flóttamanna.
Íslendingar eru fyrstir þjóða til að ljá því máls að hjálpa þessu ákveðna fólki með því að veita því landvistarleyfi á Íslandi. Málið hefur verið gagnrýnt af þröngum hópi sem telur að íslendingar eigi að hjálpa betur að eigin fólki áður en við aðstoðum aðra. Í orðum þeirra liggur að þrátt fyrir að Íslendingar séu ein af auðugustu þjóðum veraldar, hafa þeir ekki efni á að veita fólki í öng hjálp. Hverjir eru þá aflögu færir má þá spyrja?
Þá hefur einnig heyrst sú skoðun að hjálp við þetta fólk mundi betur gagnast því á svæðinu sem auðvitað er fásinna þar sem svæðið er óbyggilegt.
Það er því ekki að furða að það læðist að manni sá grunur að þeir sem eru á móti því að taka á móti þessu flóttafólki, tali gegn komu þess til landsins af enn annarlegri ástæðum en heimóttaskap, fáfræði eða óbilgirni.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Svanur...gaman að finna þig á blogginu..
Mikið er ég ánægð með þessa færslu þína..ég er algjörlega sammála þér en hefði ekki getað komið þessu svona vel frá mér....mig reyndar undrar umræðan á meðal margra á blogginu varðandi þetta mál..ég hélt í einfeldni minni að þeir einstaklingar sem sjá ofsjónum yfir hjálp til handa öðrum en Íslendingum væru fáir...og það kom mér líka á óvart að sjá hversu margir eru haldnir kynþáttafordómum.....hlakka til að lesa meira frá þér..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:48
Sæll Svanur,
mikið er þér þakklátur fyrir að upplýsa okkur um kjör þessa fólks. Sérstaklega eru pistlar þínir sem tengja þetta sögulegu samhengi góðir. Ég er þér sammála um margt. Að sjálfsögðu er neyð okkar Íslendinga hjóm eitt í samanburði við þetta fólk.Þegar ég les þessa færslu þína finnst mér yfirvöld á Íslandi hafa brugðist illa. Þau hefðu átt að koma fram með mun meiri fræðslu og kynningu. Þau hefðu átt að nálgast Akranes af meiri nærgætni en ekki þessum þótta.
Það er svo merkilegt með þessi mannlegu samskipti. Þeim er oft sýndur lítill gaumur en skipta svo miklu máli á endanum. Magnús Þór er meðal annar sár því honum finnst að hann hafi verið sniðgenginn sem formaður félagsmálaráðs á Akranesi. Var það kannski tilgangurinn eftir allt saman? Eru landlausir flóttamenn ætíð dæmdir til að vera fóður í pólitískum hildarleik?
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.5.2008 kl. 00:52
Sæll Svanur
Góð færsla, Þér tókst að breyta minni skoðun á þessu máli, við ættum að taka þessu fólki opnum örmum. Við ráðum alveg við að taka á móti flóttamönnum, en það verður að hafa mjög gott eftirlit með ferlinu.
Kveðja Sigurður
Sigurður Árnason, 16.5.2008 kl. 03:31
Sæl Hrafnhildur og sömuleiðis.
Kannski eru bara margir að skrifa blogg sem hafa sterkar skoðanir á þessum málum. Ég veit að við íslendingar erum soldið aftarlega á merinni þegar að samskiptum við aðra kynþætti kemur, en þeir fordómar sem við sýnum rista yfirleitt ekki djúpt og víkja gjarnan um leið og "þetta fólk" fær andlit og persónuleika.
bestu kveðjur,
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2008 kl. 07:42
Sæll Gunnar Skúli.
Ég er viss um að fólk notar svona mál ekki síður en önnur til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Ef eitthvað er lákúrulegra en að telja aðstoðina eftir sér, er það einmitt að notfæra sér neyð annarra í pólitískum hreppshanaslag. - Ráðuneytið hefði vissulega getað aflað sér betri og nákvæmari upplýsinga um flóttafólkið og farið af meiri varkárni í hlutina og þar með væntanlega ekki gefið Magnúsi Þór átyllu til þessara athugasemda.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2008 kl. 07:54
Þakka þér Sigurður Árnason.
Ég er hjartanlega sammála þér um að allt ferlið, sérstaklega eftir komuna hingað, verður að vera í góðu lagi. Akurnesingar eru gott fólk og mikill myndarbragur á bænum þótt sumir segi margt til vansa. Ég treysti þeim fullkomlega til að standa að þessum mikilvægu björgunaraðgerðum með miklum sóma.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2008 kl. 08:00
Mig langar að benda á það að þetta fólk hefur ekki sýnt mikið þakklæti fyrir bjarga því og launað gestrisnina mjög ýla ,ég vona að þú vaknir ekki upp eftir nokkur ár að þú gættir ekki sagt það sem þú ,vilt til að móðga ekki þetta fólk og vertu ekki svo barnalegur að halda að eitthvað breytist í heimi , ps kynntu þér skrif íhalds þingmanns síðan nítjá hundruð sjötíu og eitt og sjáðu svo hvað kom á daginn hjá Bretum í dag
Íslands-Bersi, 16.5.2008 kl. 12:25
Sæll Bersi.
Ef þú ert að ýja að "blóðáa"(rivers of blood) ræðu John Enoch Powell sem hann hélt árið 1968 þá hefur hún verið talsvert í umræðunni hér í Bretlandi upp á síðkastið. Þó ekki sé hægt að neita því að Bretar hafi lent í ógöngum með innflytjendamál sín, hefur það komið á daginn að Enoch hafði ekki rétt fyrir sér í flestum atriðum ræðunnar.
Ummæli þín um að það sé barnalegt að halda að heimurinn geti breyst, langar mig að vitna í breskt orðatiltæki; "Þeir sem eru svo vitlausir að þeir halda að þeir geti breytt heiminum, eru einmitt þeir einu sem gera það".
"Þetta fólk" orðtak sem Íslendingar nota yfir fólk sem það þekkir ekki eða vilja ekki þekkja, gefur til kynna viðhorf sem aldrei munu verða heiminum til framdráttar. Það ber yfir sér ótvírætt yfirbragð fordóma. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2008 kl. 13:26
Ég setti eftirfarandi athugasemd á blogg Egils áðan og vil koma því á framfæri hérna megin líka
Guðbjörg Pétursdóttir
16. maí, 2008 kl. 13.23
Það eru skiptar skoðanir um þetta mál - og menn verða aldrei allir sammála. Höfum við hjarta til að hjálpa fólki sem á bágt, og elska það skilyrðislaust eins og Guð gerir. Eða eigum við að velja og hafna eftir litarhætti og trúarskoðunum. Eigum við frekar að líta okkur nær og bjarga einstæðum íslenskum konum eða eigum við að bjarga landflótta Palenstínuflóttakonum úr Írak. Viljum við umfaðma fjölbreytta menningu í okkar einsleita menningarsamfélagi eða halda í sérkenni okkar og einangrun. Svanur Gísli Þorkelsson persónugerir sögur þessa fólks á frábæran hátt og tekst að fá fólk til fylgis við áróður sinn fyrir landflótta einstæðum Palentískum Írakskonum á Íslandi. Hann býr í Bath á Englandi. Soldið skondið er það ekki? Kíkið á bloggið hans um málið. Ég legg til að Agli og Svani verið falið að fara með þessa peninga 150.000.000 til kvennanna í flóttamannabúðunum og finna leið til að koma þeim fyrir á þeim stað sem þær sjálfar vilja búa um framtíð. Svo þær verði ekki landflótta á Íslandi - Akranesi eða einhvers staðar annars staðar sem þær kunna að þurfa að flýja til. Þeir gætu gert flottan sjónvarpsþátt um björgunaraðgerðirnar og úrræðin sem þeir koma upp með.
Guðbjörg Pétursdóttir, 16.5.2008 kl. 13:31
Sæl Guðbjörg og þakka þér þessa athugasemd.
Hugmyndin af sjónvarpsþætti um málið er ekki svo galin :) Sérstaklega ef það mætti opna augu fólks fyrir skelfilegum örlögum fólksins sem um ræðir og mundi hjálpa til að gera líf þeirra bærilegra eftir komuna til Íslands.
Ég skil alls ekki hversvegna þú setur dæmið upp eins og nauðsynlegt sé að velja milli bágstaddra hér heima og kvennanna frá Al-Waleed.
Ég sé heldur ekki hvað þú sérð "skondið" við að ég dveljist um þessar mundir í Bretlandi. Eru upplýsingarnar sem ég hef komið á framfæri hér eitthvað verri fyrir það?
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2008 kl. 13:57
Sæll Svanur, Við erum örugglega sammála um að sjónvarpsþáttur um málið er ekki galin hugmynd. Þú og Egill hinn silfraði væru flotir í að gera slíkan þátt. Ég sjálf get ekki gert mér í hugarlund þessi skelfilegu örlög sem þetta fólk býr og hefur búið við. Þú hefur lagt áherslu á að þetta fólk myndi helst vilja búa í sínu heimalandi og ég velti því fyrir mér hvort 7.5 milljónum kr. pr. fjölskyldu (móðir með tvö börn) væri betur varið til þess að koma fótunum undir þær þar sem þetta fólk vill í raun búa, og byggja sér framtíð þar sem þessi kynslóð og þær næstu munu ekki flosna upp eins og þær hafa gert í Palestínu og í Írak. Kanski kæmust þið Egill að því að þau vilja frekar búa í USA, Íran, Sýrlandi, Tyrklandi eða UK (Bath) heldur en á Akranesi á Íslandi og það væri þá líka gott. Saman gætuð þið stýrt því að peningarnir væru vel nýttir til að byggja þeim húsaskjól, koma börnunum til mennta og konunum til sjálfshjálparmenntunar og í hentug störf eða fyrirtækjarekstur sem sæju þeim farborða. Um leið og þið framleidduð flott sjónvarpsefni um málið - tækjuð ca hálfa millu í commission per fjölskyldu í það verkenfi og sjá ykkur farborða á meðan. Það má nýta þetta fjármagn á mismunandi vegu og finna hentugustu leiðina. Ef Akranes er besti kosturinn þá er það vel. Hugmyndin er bara jafn absúrd og mín þessi skondna með Bath. En Akranes vill og Ísland getur. Áfram Ísland. :)
Guðbjörg Pétursdóttir, 16.5.2008 kl. 15:55
Góð grein, Svanur.
AK-72, 16.5.2008 kl. 18:48
Takk fyrir það Ak-72 og Bryndís.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2008 kl. 23:32
Íslendingum ber skylda að hjálpa Írökum. Þessar konur og raunir þeirra eru á okkar ábyrgð. Við ættum eiginlega að taka á móti 300.000 þúsund flóttamönnum til að sýna fulla iðrun.
Björn Heiðdal, 17.5.2008 kl. 08:50
Ég vil ekki fá það hingað. Eigum að reyna að þvinga Ísrael til að virða mannrétindasamninga svo þetta fólk komist heim til sín sem er Palestína.
Skattborgari, 19.5.2008 kl. 19:16
Hversvegna viltu ekki "fá það hingað" Skattborgari?
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 11:44
Ég vil að umræðan um að fá það til landsins sé tekin áður en það kemur hingað en ekki bara tekin ákvörðun.
Skattborgari, 20.5.2008 kl. 21:48
Umræðan er alltaf í gangi Skattborgari. Það eru ekki allir sem hafa efni á því að velta hlutunum fyrir sér endalaust. Konurnar og börnin þeirra eru að deyja úr sjúkdómum og illum aðbúnaði á meðan við tölum.
Hvað í ósköpunum þarf að tala um? Hvort við höfum efni á þessu eins og pólitíkusinn sem setti sig á móti þessu máli upp á skaga spurði? Eða hvort þessar konur koma til með að passa inn í samfélagið?
Mér finnst að grundvallaratriðin í þessu máli séu á hreinu, þær þurfa hjálp, við erum þeir einu sem vilja hjálpað. Eftir hverju er að bíða?
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 22:22
Ég er ekki hrfinn af að taka flóttamenn til Íslands Svanur tel að það flytji vandamálin til. En auðvitað eigum við að reyna að hjálpa eins og við getum. Fyrst þær eru á annað borð að koma (því miður segi ég) þá á að gera allt til að hjálpa þeim og börnunum til að aðlagast samfélaginu og læra íslensku. Og veita þeim allan þann stuðning sem þær þurfa.
Skattborgari, 21.5.2008 kl. 01:46
Skattborgari. Það er engin vafi á að þetta gengur ekki fyrir sig vandamálalaust. En er það ekki einmitt málið að verða betri af því við leysum vandann og sveigjum ekki frá honum eða vörpum honum yfir á aðra.
Heimurinn er orðinn svo lítill að við getum ekki lengur falið okkur á bak við útsævi og einangrun. Það vill þannig til að við sem þjóð áttum, alla vega að nafninu til, þátt í að þessar konur urðu útlagar úr heimalandi sínu og síðar að þær urðu flóttamenn í landinu sem þær höfðu flúið til. Við erum samábyrg og ég er viss um að ekki er hægt að finna verðugra hjálparverkefni fyrir okkur sem þjóð að takast á við. - Þakka þér annars góð innlegg,
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 01:55
Takk Svanur. Það er mikilvægt að þær aðlagist vel þá líður þeim og börnunum betur. Sem þýðir að þær og börnin geta lagt meira af mörkum til samfélagsins en verða ekki baggi á því.
Skattborgari, 21.5.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.