9.5.2008 | 00:07
Biðjið fyrir Burma, börnin þar deyja á meðan pólitíkusarnir rífast.
Á meðan ég skrifa þessar línur deyja nokkrir tugir Burmabúa, meiri hluti þeirra eru börn. Hörmungarnar sem gengu yfir Burma fyrir nokkrum dögum gætu alveg eins hafa átt sér stað á Mars. Viðbrögð stjórnmálamanna Vesturlanda eru að velta því fyrir sér hvernig þessar náttúrhamfarir geta mögulega breytt pólitísku landslagi landsins.
Stjórnvöld í Burma hafa aðeins leyft fáeinum löndum óheft aðgengi til hjálparstarfa og á meðan þjarka auðugu þjóðirnar um pólitík. Kínverjar hafa leyfi til hjálparstarfa en það er óhugsandi fyrir Evrópuþjóðirnar og USA að beina hjálp sinni í gegnum þá.
Tillögur um að varpa niður á flóðasvæðin hjálpargögnum ná ekki fram að ganga af ótta við að her landsins nái í hjálpargögnin og noti til eigin þarfa. Allar ábendingar um að héruðin séu lokuð af bæði fyrri her og öllum öðrum og að á þeim sé enginn nema þeir sem á þurfa að halda, eru hafðar að engu og afhjúpa pólitískt stýrðan hjálparhug Vesturlanda.
Tala látinna er nú komin yfir 100.000. Tvær milljónir manna eru á vergangi og hafa ekkert til að leggja sér til munns annað en það sem finna má á víðavangi. - Þrátt fyrir að margir séu að vona að þetta "vandamál" hverfi bara og að sjónvarpið geti aftur einbeint sér aftur að dægurmálunum, munu eftirmál þessara hörmunga verða langdregin. Héraðið sem varð harðast úti er mikið hrísgrjónaræktarsvæði. Öll uppskeran eyðilagðist. Hrísgrjón eru ein helsta útflutningsvara Burma og eyðileggingin mun hafa áhrif á hrísgrjónaverð heimsins og þar af leiðandi á aðra matvöru einnig.
Til að koma í veg fyrir að ótölulegur fjöldi Burmabúa svelti ekki í hel þarf að skipuleggja á næstu klukkustundum og dögum loftbrú til Burma með matvælum sem kasta á niður á svæðið til íbúa þess.
Mér segri svo hugur að það verði ekki gert.
Biðjið fyrir íbúum Burma, börnin þar deyja á meðan pólitíkusarnir rífast.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Svanur.
Ég er hjartanlega sammála þér að við skulum biðja fyrir fólkinu, en
ég er ekki í skapi að biðja fyrir stjórnvöldum í Burma,þvílíkt ægivald sem þeir hafa!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:53
Sæll Þórarinn.
Kannski ættu bænir okkar einkum að beinast að því að hjörtu þeirra (stjórnavalda) mildist og hugir þeirra opnist fyrir þeim þjáningunum sem fólkið í landinu líður. En hvert sem bænarefni þitt er, góðar stundir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.5.2008 kl. 02:40
Þakka þér gott innlegg sben.
Eins og ég segi í síðustu setningu pistilsins vil ég að matvælum og hjálpagögnum verði tafarlaust varpað úr þyrlum og flugvélum yfir svæðin sem verst urðu úti. Samhliða verði vestræn hjálparstarfsemi skipulögð í gegn um Kanada, Thailand, Kína og Indland. Nægar flugvélar og þyrlur undir stjórn Bandaríkjanna eru í grenndinni til að sjá um airdroppið.
Öllum hinum spurningunum sem þú setur fram verður að svara eftir að þessar hörmungar eru yfirstaðnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.5.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.