Helena Patrovanía Blavatský

Þegar að rússneska skáldkonan Helena Fadeyev lá fyrir dauðanum aðeins 27 ára að aldri varði henni að orði: "Ef til vill er þetta fyrir bestu, mér verður alla vega forðað frá því að vita um örlög Helenu".


  Helena sú sem hún átti við var dóttir hennar, Helena Parovanía Hahn, óstýrilátt stúlkubarn sem fædd var að því er sumir segja löngu fyrir tímann þann 30 júlí 1831. Örlög Helenu urðu þegar á allt er litið vægast sagt undarleg. Hún hlaut nokkura uppfræðlsu í tungumálum og tónlist frá einkakennslukonu sem sagt er að hafi haft orð á hæfileikum Helenu á sviðum vísinda og bókmennta. En þrátt fyrir aðdáun hennar á Helenu varð samband þeirra þvingað.

Einhvern tíma á árinu 1847 komst pirringur kennslukonunnar í hámark og varð til þess að hún hrópaði á nemanda sinn að enginn mundi nokkru sinni fást til þess að giftast henni, jafnvel ekki hinn "plómuvana hrafn", Nikifor Blavatský sem þá var varafylkisstjóri í Erivan héraði. Helena ákvað að afsanna fullyrðingu lagskonu sinnar og þann 7. júlí 1848 varð hún að rjóðri brúður herra Blavatskýs.

Vera má að Herra Blavatský hafi í raun verði plómulaus eins og viðurnefni hans gaf til kynna, því hjónabandið varð aldrei fullnað. Þó verður að gæta sanngirni í því efni, Helena gaf honum lítinn tíma í að reyna því daginn eftir afhöfnina hljópst hún á brott með það fyrir augum að halda til Persíu, en var snúið til baka af varðflokki Kósakka.

Þremur mánuðum seinna hljópst hún aftur á brott og í þetta sinn til heimilis afa síns og ömmu. Fullkomlega ómyndugur til að takast á við þessa böldnu ungu konu ákvað afi hennar að senda hana til föður hennar í Sankti Pétursborg. Hluta ferðarinnar varð að fara sjóleiðis í bát. Af hræðslu við að verða send aftur til bónda síns tókst Helenu að telja skipstjórann á að setja þjóna sína á land í Kerch en sigldi síðan sjálf áfram með honum til Konstantínópel.

Erfitt er að henda reiður á með einhverri vissu hvað gerðist næst. Sérlegur ævisöguritari Helenu Blavatskýs, frú A P Sinnet heldur því fram að Helena hafði í Konstantínópel hitt greifafrú sem hún ferðaðist með til Grikklands og Egyptalands. En frændi hennar Witte greifi segir að hún hafi gerst sýningarstúlka í fjölleikahúsi og tekið upp samband við Ungverksan söngvara Agardi Metrovitch að nafni. Metrovitch þessi ku hafa flutt hana með sér til Evrópu og þar féllst hún á að giftast honum, auðsjáanlega búin að gleyma að hún var þegar gift.

Sennilega hefur þetta minnisleysi orðið að viðvarandi vandamáli því nokkrum árum seinna fékk afi hennar bréf frá enskum herramanni sem virtist sannfærður um að hann ætti að giftast Helenu. Af þeim bréfaskriftum er hægt að draga þær áætlanir að Helena var stödd i Ameríku sumarið 1851 og sótti meðal annars Voodoo-galdra athafnir í New Oleans.

Árið 1851 mun hafa verið gott ár fyrir grósku hvers kyns dulrænna fyrirbrigða í Ameríku, og það ár hittir Helena í fyrsta sinn holdi klæddan "kennara sinn", "öldunginn", eða "bróðurinn", sem verið hafði verndari hennar og gætt hennar í alvarlegum skakkaföllum á ærslafullum yngri árum. Kennari þessi var dulinn meistari og birting hans olli verulegum breytingum í lífi Helenu.

Með þennan öfluga leiðbeinanda á bak við sig lærði hún smá-saman að beita andlegum kröftum sínum. Hún ferðaðist til Himalajafjalla og nam þar austurlenskar dulrænar hefðir undir leiðsögn lærðra Lama-presta og sneri síðan aftur til Evrópu til að kenna á píanó í París og London þar sem hún hitti meðal annars hinn fræga miðil Daníel Dunglas Home.

Árið 1858 sættist hún við afa sinn og senri aftur til Rússlands þar sem hún sýndi vaxandi miðilshæfileika sína á miðilsfundum á meðal hástéttanna þar. En stuttu seinna stakk herra Metrovitch ungverski söngvarinn upp höfðinu og nam Helenu á brott með sér á ný, að þessu sinni til Kiev, svo Odessa, þar sem þau hjú settu upp fyrirtæki við framleiðslu gerviblóma. En þá dundu hörmungarnar yfir. Metrovich sem var að reyna fyrir sér sem atvinnusöngvari ákvað að þiggja boð um að syngja í Egyptalandi.

Hann og frú Blavatský stigu á skipsfjöl árið 1871 en skipið sem þau tóku sér far með sökk á leiðinni og Metrovich drukknaði.


   Tveimum árum seinna var Helena Blavatský komin á ný til Ameríku sem á þeim tíma var uppnumin af hinum ýmsu dulrænu fyrirbrigðum. Helena hellti sér í slaginn með eldmóði og áhuga og hélt því fram að andafundir væru aðeins hluti af mun stærra þekkingarsviði. Til væru dýpri lögmál í lífinu sem fram til þessa væru svo til ókönnuð og óþekkt af hinum vestræna heimi, þó vel þekt væru í austurlöndum þar sem þeirra var vandlega gætt af hinum huldu meisturum.

Árið 1877 kom hún mörgum af þessum hugmyndum á blöð sem síðan urðu að bók í tveimur bindum sem hún gaf nafnið Isis afhjúpuð. Upplagið seldist upp á 10 dögum. Í tilraun til að lýsa anda þessa verks skrifaði John Symonds, einn af þeim sem á sínum tíma reit ævisögu Blavatskýs, að ef Atlantis hefði raunverulega verið til og ef aðeins ein persóna, ein af hinum innvígðu, hefði verið valin af guðunum til að varðveita og færa svo heiminum, hina fornu þekkingu sem skolað var í burt þegar Atlantis sökk í sæ, þá væri maddam Helena Blavantský sú innvígða persóna og bók hennar "Isis afhjúpuð" farvegur þeirrar þekkingar. Bókin var rituð eins og önnur rit Blavatskýs þá er frú Blavatský var orðin leiðtogi Guðspekifélagsins, félagskapar sem hún hafði stofnað tveim árum fyrr. Áhugi á þeim félagsskap dvínaði þegar dulrænu æðið rann af Ameríkönum þeirra tíma, en færðist svo í aukana aftur þegar frú Blavatský og þáverandi vinur hennar H.S. Olcott liðsforingi, seldu allar eigur

sínar og héldu til Indlands.    
Þar hófu þau útgáfu á mánaðarlegu riti sem þau nefndu Guðspekinginn og horfðu þaðan á félag sitt vaxa og verða að blómlegri alþjóðlegri hreyfingu.

Árið 1884 snéru upphafsmenn þessarar hreyfingar sigri hrósandi aftur til Evrópu þar sem tekið var á móti frú Blavatský í borginni Nice í Frakklandi af hefðarfrúnni Caithness sem lánaði henni íbúð í París. Skömmu síðar sigldi Helena til Englands þar sem hið virta alþjóðlega félag um andlegar rannsóknir hugðist rannsaka það sem þeir kölluðu "Hið frábæra fyrirbrigði". En áður en þeim gafst ráðrúm til að birta niðurstöður sínar var Blavatský komin í deilur vegna ásakana um fals, sem komu frá gömlum 

vini hennar, Maddam Coulumb    
Í kjölfar hneykslisins sem þær deilur ollu og sem fékk þar af leiðandi umtalsverða umfjöllun í blöðum heimsins, umorðaði alþjóðlega rannsóknarfélagið ummælin í skýrslu sinni sem í var full af lofi og birti þess í stað niðurstöður sem lýsa frú Blavatský sem einum fremsta, uppfinningasamasta og áhugasamasta falsmiðli sögunnar.

Þegar hér var komið sögu ákvað frú Blavatský, þá of þjáð af Brigth sýki til að láta ásakanirnar á sig fá, að ferðast til Ítalíu, Sviss og Þýskalands og loks aftur til Englands þar sem að hún ritaði höfuðritverk sitt "Hinar leyndu kenningar", Það rit sagði hún að væri innblásið af hinum huldum meisturum. Ritið var hátindur hrífandi ferils en frú Blavatský lést árið 1891. Ritið hennar síðasta varð varanlegur minnisvarði hennar, því guðspeki frú Blavatský reyndist a.m.k. nægilega sterk til að standast vanþóknun hins alþjóðlega andlega rannsóknarfélags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bækur Helenu voru til á öðru hvoru heimili hér áður fyrr enda margir Íslendingar á fullu í dularfræðum og spíritisma. Þetta var dálítið öðruvísi hér áður fyrr þegar ekkert var netið eða sjónvarp og upplýsingar um fólk láu ekki á lausu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.4.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigurður Árnason

Frábær grein:) Svo sannarlega merkileg kona.

Kveðja Sigurður

Sigurður Árnason, 1.5.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hvað vekur áhuga þinn á þessari konu sem hefur greinilega verið athyglissjúkur tækifærissinni sem var tilbúinn að notfæra sér trúgirni fólks?

Svanur Sigurbjörnsson, 5.5.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það sem vekur áhuga minn er að þessi kona stofnaði samtök  Theosophy (Guðspekifélagið) sem eru enn sprelllifandi víða um heim. Eftirköstin af "athyglissýki" hennar veru mikil og gætir víða.

Jiddu Krishnamurti er skilgetið afkvæmi þessarar hreyfingar þrátt fyrir að hann hafi afneitað þeim og þau honum.

Rúdolf Steiner  og  Waldorf skólarnir  eru það líka. Einn slíkur er starfræktur á Íslandi.

Nýaldarhreyfingin byggir að mörgu leiti á kenningum guðspekifélagsins.

Angar Guðspekinnar teygðu sig inn í Indverskar stjórnmálahreyfingar og jafnvel kenningar Mahatma Gandhi. -

Að rekja sögu Helenu í stórum dráttum er viðleitni til  að upplýsa fólk um samhengi hluta. - Saga hugmynda er áhugamál mitt :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.5.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Maður kemur aldrei að tómum kofa á þessari síðu Svanur, takk fyrir enn eina ansi fróðlega grein um merkilega konu.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.5.2008 kl. 18:15

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir kíkið Georg og skjallið. Ég brosi alltaf út í annað þegar ég sé myndina sem þú notar. Maður veit aldrei hvort hann er að hlæja að manni eða með manni :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband