9.12.2007 | 20:37
Hermilist trúleysingja
Eitt hef ég aldrei skilið. Hversvegna eru trúleysingjar að sækjast eftir að herma eftir trúarsiðum trúarbragðanna. Hversvegna skapa þeir ekki sínar eigin hefðir og siði ef þeir þurfa þá yfirleitt að hafa einhverjar hefðir og siði. Í kristnum sið eru ákveðnar trúarlegar hefðir og siðir tengdir nafngiftum og staðfestingu trúarinnar (ferming). Í gyðingdómi fara fram svipaðar vígslur, þar á meðal umskurður sveinbarna. Ferming hefur t.d. ekkert með "manndómvígslu " að gera. Ef trúleysingjar vilja koma sér upp hefð fyrir manndómsvígslu, ættu þeir að þróa sínar eigin aðferðir við það og grundvalla þá hefð á einhverju sem þeir halda að hafi gildi fyrir sinn ungdóm.
Þetta tekur líka til hátíða trúarbragðanna. Trúleysingjar segjast ekki halda þessar hátíðir en halda þær samt, líklega með óbragð í munninum. Hversvegna koma þeir sér ekki upp eigin "siðmenntar hátíðum" og láta vera að agnúast út í þær kristnu, eins og þeir gera sumir hverjir. Stundum finnst manni eins og þeir vilji yfirtaka allt það sem trúarbrögðin hafa skapað, gerilsneyða það af Guði og guðshugmyndum og halda eftir hisminu sem eftir er.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú meinar svona eins og að jólin eru heiðin hátíð:)
Heiða B. Heiðars, 9.12.2007 kl. 20:48
Jól eru ekki heiðin hátíð. Þau bera upp á og voru e.t.v. staðsett í tíma upp á margar mismunandi hátíðir sem haldnar hafa verið í mismunandi löndum á mismunandi tímaskeiðum. Kristnir menn halda Jól (Kristsmessu) til að fagna fæðingu Krists, svo einfalt er það.
Svanur G. Þorkelsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:55
Þetta
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.12.2007 kl. 00:01
þetta sem Árni skrifar breytir engu um að Jól eru Kristin hátíð og er haldin sem slík af kristnu fólki. Skammdegishátíðin voru ekki jól. Tilefni þeirra er allt annað en að fagna rísandi sól. Þetta hugtakabrengl er afar algengt og ég áfellist ekki Árna né þig fyrir það. En rétt er rétt. Hvað þetta hefur svo við hermihátt guðleysingja að gera er svo annað mál. Þeim er auðvita heimilt að halda upp á það sem þeim sýnist, þegar þeim sýnist. En ekki kalla það jól eða páska þótt það beri upp á sama tíma.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.12.2007 kl. 00:14
Svanur, þú ert að rugla saman jólum og kristsmessu.
Haltu endilega upp á kristsmessuna þína, ég mun gleðjast um jólin.
Matthías Ásgeirsson, 10.12.2007 kl. 11:23
Sæll Matthías.
Nei, ég er ekki að rugla saman jólum og Kristsmessu. þessi grein sem þú vitnar til er dæmigert yfirklór trúleysingja. Orðið jól var yfirfært á kristmessu hér á norðurhveli jarðar enda bæði orðið og hátíðin sem það tengist löngu aflögð í annarri merkingu. Hanukkah, hátíð ljóssins, trúarhátíð gyðinga er haldin um þetta leiti líka. Engum trúleysingja dettur í hug að halda upp á hana eða kenna hátíðarhöld sín við hana.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.12.2007 kl. 12:20
Mér finnst þú hitta naglann á höfuðið í þessari hugleiðingu þinni um hermilist trúleysingjanna. Þeir fara offari og berjast fyrir því að henda trúarbragðakennslu og öllu sem tengist kristinni trú út úr miðstýrðri sammneyslu þjóðarinnar - þ.e. menntakerfinu. Við erum með kristna þjóðkirkju og siðmenning okkar er að mestu komin þaðan. Á sama tíma og þeir standa í þessu stríði sínu við yfirvöld okkar hegða þeir sér eins og örgustu hræsnarar og taka þátt í fjölskylduhátíðum sem grundvallaðar hafa verið í kristnidómnum og herma eftir fermingunni sem er jú staðfesting kristins einstaklings á því að hann trúi á Guð og hafi valið að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Þetta, eins og þú bendir réttilega á hefur ekki neitt, akkúrat ekki neitt, að gera með manndómsvígslu. Ef þeir eru í raun og sanni trúlausir, ætti það að endurspeglast í því að þeir leggðu sig fram um að fara gegn hefðbundnum trúarhátíðum og gera eitthvað allt annað í anda þess trúleysis sem þeir standa fyrir. Þetta er bara hálfvelgja og eingöngu gert til að rugla fólk í ríminu. Það má endalaust deila um hver afmælisdagur og aftökudagur Jesú var. En jólín eru fæðingarhátíð Jesú Krists og páskarnir eru upprisuhátíð Jesú Krists og á Hvítasunnunni er haldið upp á komu heilags anda. Hvað þessar hátíðir voru áður en Drottinn okkar og frelsari Jesú Kristur fæddist og dvaldist á jörðinni kemur þessu ekkert við. Hvað er málið eiginlega? Söguskoðanir á því hvað annað hefur verið haldið upp á á þessum tíma breytir ekki þeirri staðreynd að hér á Íslandi eru jólin, páksarnir og hvítasunnan kristnar hátíðir - haldnar hátíðlegar af kristnu fólki sem í þessu landi býr. Trúleysingjar og vantrúaðir geta ekki með sagnfræði breytt trúarhátíðum kristinna manna í eitthvað annað, til að finna sínar afsakanir til að halda sjálfir upp á þessa kristnu hátíðisdaga undir einhverju öðru fáránlegu yfirskini. Þannig bara virkar þetta ekki. Tölum bara mannamál - og verum ekki að búa um hlutina í einhverjum asnalegum umbúðum sem sóttar eru í söguskoðun sem ekkert hefur með málið eða krsitna trú að gera. Ég er sammála þér Svanur, Þetta eru hermikrákur, sem vita ekki í hvaða fót þeir eiga að stíga og misstíga sig stöðugt í eigin málflutningi. Geta þeir ekki bara búið til sitt eigið vísindadagatal og teiknað inn einhverjar vísindahátíðir sem þeir geta haldið upp á sjálfir? Og í friði fyrir kristnu fólki.
Guðbjörg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:22
Við þetta er engu að bæta Guðbjörg. Takk fyrir innlitið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.12.2007 kl. 23:49
Þið eruð stórkostleg.
Þegar ég gleðst um jólin geri ég nákvæmlega ekkert sem tengist kristindómi. Aftur á móti er margt af því sem ég aðhefst komið úr ýmsum öðrum siðum.
Talandi um hermikrákur, þið vitið að Jesús er hermikráka - ekki satt? Sannkristið fólk eins og þið vitið náttúrulega að sögurnar um Jesús byggja meira og minna allar á eldri goðsögum. Hermikrákur :)
Matthías Ásgeirsson, 11.12.2007 kl. 13:54
Sæll aftur Matthías.
Er ekki flest af því sem þú aðhefst um jólin komið úr trúarlegum siðum, heiðnum eða kristnum. Það ætti að gilda einu fyrir trúleysingja hver trúin er, hann ætti að láta alla trúarsiði eiga sig ef hann vill vera samkvæmur sjálfum sér.
Kristur var engin hermikráka þótt hann áréttaði sumt í kenningum sínum sem áður hafði komið fram. Margt af því sem hann sagði er einstætt og hvergi annarsstaðar að finna, sérstaklega hefur verið bent á dæmisögur hans í því tilliti.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2007 kl. 17:05
Blessaður,
Ert þú baha´i , hvað segir Baha´i trúinn um jólin ?
Kær kveðja Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 00:10
Með sömu rökum ætti trúfólk að hætta að stóla á vísindi og afrakstur þeirra - þar með talið internetið.
Kristur er hermilistaverk. Persóna búin til úr öðrum persónum. Þetta áttu að vita ef þú hefur eitthvað kynnt þér þessi trúarbrögð.
Matthías Ásgeirsson, 12.12.2007 kl. 08:35
Kæri Matthías.
Trúmenn afneyta ekki vísindum, eins og trúleysingjar trú. Þetta er rökleysa hjá þér.
Úr hvaða persónum var Kristur búin til úr? Ertu að meina að þær heimildir sem til eru um Krists séu falsaðar, ef svo hver falsaði þær? - Það eru yfirgnæfandi rök fyrir því að Kristur hafi verið söguleg persóna. Þetta veistu líklega Matthías en kýst að halda uppi þessum skollaleik við sjálfan þig og aðra.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.12.2007 kl. 11:28
Sæl Gugga
Bahai trúin segir ekkert um jólin sem slík. Þau eru hátíð kristinna manna og eru okkur óviðkomandi sem slík eins og trúarhátíðir annarra trúarbragða vítt um heiminn.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.12.2007 kl. 11:34
Ekki gallalaus grein, en samt ágætt yfirlit.
Hann er ekki hér, hann er þjóðsaga
Matthías Ásgeirsson, 13.12.2007 kl. 10:47
Rétt, greinin er ekki gallalaus en samt ágæt út af fyrir sig. (Sumt er samt greinilega villandi áróður, en ég nenni ekki eltast við það) Ég hef lesið margar af þeim bókum sem á er minnst í greininni og þær eiga það allar sameiginlegt að byggja á sömu heimildum og Kristnir menn hafa haft aðgang að í aldir. Pro og con; sömu heimildir eða heimildaleysi. Hvort er sennilegra? Að hann hafi verið til, ekki spurning, enda flestir á því af þeim sem best og mest hafa stúderað málið. Hinir og flestir sem tigreindir eru í greininni hafa verið discreditaðir af mismunandi orsökum.
Það vita allir að það eru fjölmargar samsvaranir að finna í öðrum helgisögum og í um Krist. Samsvaranirnar eru svo margar og víða um heiminn að ómögulegt er að sanna eða að leiða líkur að sameiginlegum sögulegum uppruna. Olmekar í mið-Ameríku eiga sér helgisögur sem samsvara helgisögninni um Osiris o.s.f.r. En það sem mestu gildir er að það sem hefur þó komið nýtt fram, styður þá kenningu að Kristur hafi verið sannsöguleg persóna. Heimildaleysið sem greinin getur um sannar ekki neitt nema að þessir sagnritarar fjölluðu ekki beint um Krist en gátu samt um hann. Það hefur alltaf verið talið ólíklegt að sögusagnir og goðsögn hafi sprottið upp á örfáum árum, eignast fylgjendur sem greinilega trúðu aðeins 100 -150 árum eftir að "goðsögnin" kemur fyrst fram að hún hafi verið raunveruleg.
Þú ættir að kynna þér kenninguna um "stighækkandi opinberun" sem gæti varpað ljósi á þetta mál.
Svo koma svona fréttir stundum skemmtlega á óvart.
http://images.google.is/imgres?imgurl=http://www.centuryone.com/images/ossuary.jpg&imgrefurl=http://www.centuryone.com/ossuary.html&h=403&w=578&sz=108&hl=is&start=8&um=1&tbnid=hVvRCBZqdQA2OM:&tbnh=93&tbnw=134&prev=/images%3Fq%3Djames%2Bossuary%26svnum%3D10%26um%3D1%26hl%3Dis%26lr%3D%26sa%3DN
he chalky limestone ossuary itself had been dated to the 1st centuryby Geological Survey of Israel(GSI) and André Lemaireof the Sorbonne Universityin Paris. Lemaire considered that it was "very possible" that the ossuary had belonged to the biblical James. GSI had determined that the chalk of the ossuary was typical of Jerusalemossuaries. A number of experts, including Kyle McCarterand Joseph A. Fitzmyer, SJ, believed that the writing could be dated to the period between 20 BC and AD 70, and an examination performed by the Geological Survey of Israel found that the ossuary did not appear to be a fake: "No sign of the use of a modern tool or instrument was found," the conclusion read in part. "No evidence that might detract from the authenticity of the patinaand the inscription was found."
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.12.2007 kl. 11:37
Blessaðu Svanur... rakst á síðuna þína þegar ég var að vafra um netið...afsökun fyrir að vera ekki að læra fyrir próf ;) en vildi bara segja hæ.. gaman að hafa fundið þig ;) á örugglega eftir að fylgjast með þeim fjöru umræðum sem fara fram hér.. veit samt ekki hvort ég leggi í það að taka þátt.. en gaman að lesa samt
hafðu það gott.
kær kveðja
Ína Björg
Ína björg (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:27
Takk fyrir innlitið og kveðjuna Ína Björg. Það er margt verra sem hægt er að gera við próflesturstímann en að vafra svolítið :) Gangi þér vel í prófunum.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.12.2007 kl. 18:10
Sæll Svanur,
Mjög skemmtilegar umræður :)
kobbi
. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:10
Þú stendur þig eins og hetja kæri Svanur. Takk fyrir þessar pælingar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.12.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.