Hver er konan?

konan1Með hjálm á höfði, spjót og skjöld í hendi og hrafna á öxlum, stendur hún keik í skugga Ingólfs á Arnarhóli. Til hliðar við hana er lágmynd af tré sem gæti verið Askur Yggdrasils en hver er konan. Hallveig Fróðadóttir eiginkona Ingólfs? Þá Einar skóp styttuna af Ingólfi bætti hann við lágmyndum á allar hliðar fótstalls styttunnar með titlunum "Flótti guðanna til Íslands fjalla," Meðal þeirra voru Ragnarökkur, Nornir og Ingólfshaugur þar sem hann færði hugmyndir sínar um landnámið í táknrænan búning. Einar hugðist þannig sýna að landið hafi ekki einungis verið áfangastaður norrænna manna heldur einnig norrænnar menningar. Þeir sem borguðu fyrir styttuna Ingólfi voru ekki sáttir við lágmyndirnar og fylgdu þær því aldrei með. En eftir stendur þessi kona sem nánast aldrei sést á myndum af styttunni. Svari nú hver sem veit, hver er hún?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! "Flótti guðanna til íslands fjalla" !! Er ekki Fjallkonan guðleg? Hún er lítt kunn og ekki eftirlýst og það vita ljósmyndarar. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2020 kl. 18:18

2 identicon

Sæll Svanur.

Heldur finnst mér þú gera listamanninum
rangt til.

Þetta eru vitanlega táknmyndir.

Gerðu sjálfum þér greiða og keyptu bók e. listamanninn
og reyndu að komast inní lífsspeki og þann ótrúlega,
kyngimagnaða kraft og táknmál sem þarna er að baki.

Athugasemd þín er á pari við að engar konur séu að finna
í Íslendingasögum, þær kar(l)ægar!

Hygg betur að og það vagl sem er á auga þér mun hverfa
og þú seð dýrð þessa himins en mokstur af þesu tagi skilar þér alls engu.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.6.2020 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband