Óbyrjur tímans

Var að leggja frá mér bókina Óbyrjur tímans eftir Guðbrand Gíslason. Bókin er stutt, aðeins 96 síður en á móti kemur að þú lest hvern kafla tvisvar a.m.k.ef vel á að vera, vegna þess hve vel skrifuð hún er. Guðbrandur fer á kostum í oft tregafullum smásögum sem draga upp myndir af atburðum úr lífi hans sjálfs. Náttúrulýsingum og tilfinningum er fléttað svo vel saman að stundum er þar á enginn munur. Þeir sem unna íslenskri tungu, íslenskri náttúru og íslenskri frásagnarlist ættu að verða sér út um eintak af þessari bók00ob00ob2 hið fyrsta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Lengist nú milli blogga...

FORNLEIFUR, 7.3.2020 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband