3.1.2015 | 00:00
Samsæri samsæriskenninganna
Bilið milli samsæriskenninga og rökréttra eðlilegra ályktanna virðist sífellt vera að styttast. Segja má að á vissan hátt hafi áramótaskaupið verið fullt af samsæriskenningum um það sem raunverulega bjó að baki helstu fréttum síðasta árs.
Biskupinn virðist að þessu leiti hafa þumalinn á púlsi þjóðarsálarinnar og segir í áramótaávarpi sínu; "Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang eða hagsmunapot.“
Biskupinn endurómar þarna nokkuð ríkjandi skoðun sem er andsvar við skilgetnu afkvæmi spunameistara nútíma stjórnarhátta. Þeir vita manna best að besta leiðin til að fela vafasamar aðgerðir auðmanna og stjórnvalda (og oftast er ekki munur á þessu tvennu) er að koma á kreik samsæriskenningu um málið, og helst tveimur frekar en einni.
Á sama tíma undrast Forsetinn bölmóðinn í Íslendingum og segir í sínu áramótaávarpi;"Þótt umræðan um árangur Íslendinga sé hér heima lítt í tísku er merkilegt að á liðnu ári skyldu tveir af fremstu háskólum Bandaríkjanna og ein virtasta efnahagsstofnun veraldar meta árangur og stöðu Íslands á þann veg að skipa okkur á mörgum sviðum ýmist í fyrsta sæti eða meðal hinna efstu."
Það er kannski ekki að furða að óánægjuraddirnar ágerist þegar að forsetinn sjálfur segir við þjóðina á sinn kurteisilega hátt; Þið vitið ekki hvað þið hafið það gott. Reynið að hætta þessu væli og ná ykkur úr 2008 sjokkinu. Þið hafið það gott þrátt fyrir að þið getið ekki borgað reikningana. Þið hafið það gott því tveir háskólar í Bandaríkjunum og ein útlend efnahagsstofnun segir það.
Forsætisráðherra tók í sama streng og lagði áherslu á þann mikla árangur sem ríkisstjórn hans hefur náð eftir að hún komst til valda. Allt jákvætt og á uppleið og ljósleiðari í hvert hús. - Og fyrsta samsæriskenning ársins lét ekki bíða eftir sér.
Ræða forseta og forsætisráðherra var samin af sama manni.
Það er upplýsandi að taka eftir því hverjir fussa og sveia við samsæriskenningunum og hverjir halda þeim á lofti. Þeir sem fussa eru oftast þeir sem gætu hugsanlega upplýst allt um málin og hinir, þeir sem ekki enga hafa möguleika á að gera það.-
En stundum verða fussararnir að láta í minni pokann. T.d. samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna nýlega að opna enn aftur rannsóknina á einni langlífustu samsæriskenningu síðustu aldar,þ.e. um dauða Dag Hammarskjold. (Og hér)
Og tíminn er vinur samsæriskenningamanna. Það hefur komið ljós að fjölmargar illræmdar samsæriskenningar hafa reynst sannar.
Sterkustu rök samsæriskenninganna eru oftast "fylgið peningaslóðinni". Sú aðferð hefur reyndar reynst afar vel á Íslandi svo fremi sem fólk nennir að rekja hana. Reyndar er til enn betri leið til að rekja samsærin á Íslandi. Allar helstu íslensku samsæriskenningarnar eiga nefnilega eitt sameiginlegt; FRAMSÓKNARFLOKKINN!
Fyrir skömmu rakst ég á nýjan flöt á gamalli samsæriskenningu sem löngu er farið að slá í, þ.e. hversvegna var John F Kennedy myrtur. Hér kemur hún í stuttu máli.
What got President John F. Kennedy murdered? Notice the top bill (newly printed courtesy of JFK in 1963), reads (on the very top) "United States Note", while the bottom bill reads "Federal Reserve Note" (as bills still read today).
On June 4, 1963, a virtually unknown Presidential decree, Executive Order 11110, was signed with the authority to basically strip the Federal Reserve Bank of its power to loan money to the United States Federal Government at interest. With the stroke of a pen, President Kennedy declared that the privately owned (and thus ILLEGALLY placed in control of our currency, 100 years ago) Federal Reserve Bank would soon be out of business.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrsta skrefið í siðmenntunar-þroskaáttina, er að skilja skoðana/sjálfsábyrgðar-frelsi einstaklinga.
Flokkaklíkuáróðurs-fjölmiðlar eru hættulegasta hindrun á þroskuðu og siðmenntuðu skoðana/sjálfsábyrgðar-frelsisferli einstaklinga.
Grunnskólar þurfa að sálfræðavanda til leyfðra valdníðsuverka, sem skylda og kúgunarsteypa börn í ferkantaðan heilaþvottaramma, sem drepa bönin innanfrá með leyfi yfirvalda!
Valdalausir foreldrar eru gerðir ábyrgir fyrir þessum glæpaverkum valdalausra kennara og grunnskóla-skyldunámsins?
Þetta er staðreynd, en ekki samsæriskenning.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2015 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.