Rörsýn í Reykjanesbæ

Norðurljósaferðir eru langvinsælasta afþreying ferðamannsins á íslandi yfir vetrartímann. Í hvert sinn sem veðurfar og ljósaspár leyfa, fylla tvöþúsund manns rútur og jeppa fyrirtækjanna sem halda úti slíkum ferðum og ekið er út í myrkrið. Þá er einnig boðið upp á norðurljósaferðir á bátum.

Sá mikli fjöldi fólks sem er tilbúið að borga allt frá 5000-25000 kr. fyrir sæti í farartæki sem ekur því á stað þar sem það getur notið norðurljósa án þess að það vera truflað af ljósmengun, hefur laðað fram hjá hugvitsmönnum fjölmargar hugmyndir um hvernig þeir eða jafnvel heilu bæjarfélögin gætu eignast hlutdeild í þessum viðskiptum.

Sumar þessar hugmyndir hafa komist á koppinn eins norðurljósasafnið á Stokkseyri en flestar hafa dagað uppi þegar viðkomandi gera sér grein fyrir því að það sem fólk er fyrst og fremst að sækjast eftir er að sjá ljósin dansa vítt um himinhvolfið í fallegu umhverfi ósnortinnar náttúru Íslands.  Ljósmyndir, myndskeið af ljósunum og fróðleikur um þau, geta ekki komið í stað þeirrar upplifunar og öllu jafna er fróðleik um ljósin miðlað til ferðamanna á meðan ferðinni stendur.

Besta leiðin til að njóta ljósanna er gamla leiðin, sem sagt að finna myrkvaðan stað með sem víðustu útsýni og þar sem skýjafar er hagstæðast hverju sinni.

Hugmyndir Guðmundar Rúnars listamanns um að reisa nokkur átta metra löng rör í Reykjanesbæ, fyrir fólk að skoða norðurljósin í gegn um,  er vissulega frumleg en hefur samt á sér yfirbragð annarra misheppnaðra mannvirkja fyrir ferðamenn sem Reykjanesbær er orðinn þekktur fyrir að eindæmum.

Meðal þeirra er hið vandaða en sílokaða Orkuver Jarðar í Reykjanesvirkjun, "Brúin milli álfa" á Reykjanesskaga sem ekki brúar neinar álfur og Víkingaheimar í Njarðvíkum sem er fullt af minjum frá öðrum löndum en Íslandi. 

Rör Guðmundar mundi því vera vel í samræmi við rörsýn yfirvalda í Reykjanesbæ í ferðamálum.

Yfirvöld í Reykjanesbæ mundu gera mun betur til að koma á móts við þarfir ferðamanna um svæðið ef þau huguðu t.d. að salernisaðstöðu við Gunnuhver eða jafnvel veitingarekstri við Reykjanesvita.  


mbl.is Norðurljósin í gegnum rör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ekið er út í myrkrið"

Það er ótrúlega mikið af ljósum sem eru bara að lýsa út í loftið

með smá umhugsun mætti minnka þessa ljósmengum um 60%

Grímur (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband