22.1.2014 | 04:04
Er þetta annars ekki allt í gríni?
Harmleikurinn með grínið í Keflavík heldur áfram og nú birtist enn ein frétt um málið. Sævar Sævarsson grínisti og einn höfunda grínsins sem særði Hannes Friðriksson svo alvarlega að hann telur sér ekki vært lengur í bæjarfélaginu, er afar miður sín yfir því að Hannesi hafi sárnað grínið sem ekki átti að særa neinn.
Allt þetta grín er sem sagt nú orðið svo háalvarlegt að fréttveitur landsins keppast við að flytja af því fréttir og dramatíkin í gríninu er mikil. Þetta er að auki besta auglýsing sem grín-annálinn annálaði gat fengið. Nú vita allir hvað Keflvíkingum finnst hlægilegt eftir að hafa séð annálinn sem aðeins var saminn fyrir nokkra innvígða í Keflvíkinga og er fullur af innhúsbröndurum sem engir skilja nema þeir.
Sævar segir að það hafi reyndar verið svo djúpt á skopinu að það þurfti "aðeins að vinna með það" til að fatta það. Það þýðir líklega að í gríninu hafi verið dulið skop sem ekki var á allra færi að meðtaka strax og og þess vegna hafi verið mögulegt að ger þau mistök að taka því í fullri alvöru. Þetta á sérstakalega við ef grínfattarinn er svo langur hjá fólki að hann nær alla leið til Sandgerðis. Þá er einnig mögulegt að í gríninu hafi verið dulin alvarleg skilaboð, sett fram í yfirskini gríns. - Þannig skildi Hannes allavega grínið og sárnaði mikið.
Annáll átti að vera saklaust grín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sagt hefur það verið
um Suðurnesjamenn
Að fast þeir sóttu showin
og sárnast víst enn
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2014 kl. 07:17
Þegar maður skoðar málið í heild sinni þá virðist þetta saklausa grín eins og kalla má þegar það eitt og sér er skoðað verið það sem fyllti mælirinn hjá Hannesi Friðriksyni.
Tilvitnun úr frétt hér fyrir neðan á visir.is 21. janúar 2014
„Hvernig á að vera hægt að byggja upp samfélag ef allir eru teknir fyrir eins og gert hefur verið við mig?“ spyr Hannes Friðriksson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann hefur ákveðið að flytja úr bænum eftir að orðið fyrir pólitískum árásum; nú síðast í annáli á þorrablóti Íþróttabandalags Keflavíkur. Þar var Hannes málaður sem annar af neikvæðustu mönnum Reykjanesbæjar. Hannesi þótti grínið lélegt og skilur ekki tilganginn með því. Þetta sé kornið sem fylli mælinn.
Hannes var sjálfur ekki staddur á Þorrablótinu sem fór fram á laugardagskvöld. „Ég var ekki búinn að horfa á þetta fyrr en fólkið í kringum fór að segja mér frá þessu í gær. Öllum sem við mig töluðu þótti þetta lágkúrulegt grín. Ég get alveg tekið þessum hlutum, en fjölskyldan mín verður eiginlega verst fyrir þessu,“ útskýrir Hannes.
Löng barátta
Hann segir söguna á bakvið þessa baráttu langa. „Þetta mál teygir anga sína langt aftur í tímann. Ég er úr Kópavogi og flutti í Reykjanesbæ fyrir sjö árum síðan, konan mín er héðan. Ég hef aldrei verið pólitískur en ákvað að reyna að hafa áhrif á nærsamfélagið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Þegar barist var um málefni Hitaveitunnar var ég ósammála ráðamönnum í flokknum. Ég safnaði undirskriftum gegn ákvörðunum meirihlutans og fékk hótanir frá samflokksmönnum. Að ef ég myndi stíga á móti þeim þá væri ég að stökkva yfir læk sem ég gæti dottið í og þá væri enginn til að hjálpa mér upp,“ rifjar hann upp.
Þegar þarna var komið ætlaði Hannes sér að hætta afskiptum af stjórnmálum. „Ég hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum og ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum. En svo komu ýmis mál sem ég reyndi að hafa áhrif á og lét í mér heyra. Þá fann ég fyrir mikilli andúð í minn garð. Það sem mér hefur þótt verst er þegar ég hef verið einhversstaðar í bænum ásamt konunni minni, þá hefur líka verið horft á hana eins og hún sé holdsveik, eins og gert hefur verið við mig. Mér þykir það sárt,“ segir hann.
Honum þykir tímasetningin á þessu gríni afar leiðinleg. „Ég var búinn að ákveða að hætta afskiptum af stjórnmálum að fullu eftir þetta kjörtímabil og var búinn að kynna þá ákvörðun fyrir mínum nánustu. Ég átti von á því að þeir væru hættir að hakka á mér endalaust,“ segir Hannes.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 08:47
"Gagn og Gaman", siðaðra nútíma-hámenningar-siðaðra-RAMMA-ÁÆTLAÐRA, á framfærslu hins fátæka og raunverulega og samviskulega fjölfróða?
Há-menning er víst skilgreind á Wíkipedíu, og einhverskonar mannamáli siðmenningarinnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2014 kl. 17:18
...á einhverskonar mannamáli siðmenningarinnar...
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2014 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.