21.7.2013 | 22:49
THE WAR ON TERROR CONTINUES TO TERRORIZE
Bandaríska Alríkislögreglan (FBI) reynir hvað hún getur til að hafa hendur í hári Edward Snowden sem er landflótta í Rússlandi og leitar sér að hæli. Uppljóstranir hans sönnuðu að Bandaríska leyniþjónustan (CIA/NSA,FBI & fl.&fl.) njósnar um alla, vini jafnt sem óvini, almenna borgara jafnt sem grunaða afbrotamenn.
FBI heldur því fram að Edward hafi með gagnalekanum skaðað hagsmuni ríkisins veikt stöðu USA í baráttu þeirra gegn hryðjuverkum. (WAR ON TERROR) Sú barátta varð eins og kunnugt er til þess að USA ásamt herjum hollra fylgifiska sinna, m.a. Breta, réðist inn í og hernam tvö þjóðlönd, Írak og Afganistan.
Bandaríkjaforseta tókst meira að segja að véla nafn litla herlausa Íslands inn á lista yfir stuðningsaðila við Íraksstyrjöldina með dyggri aðstoð þeirra kumpána Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar. Eða eins og Blair orðaði það, do the right thing.
War is business and business is good.
Flestir vita nú að hið svo kallaða WAR ON TERROR var og er aðeins yfirskin. Innrásirnar í Írak og Afganistan eru liður auðlindastríði þar sem markmiðið er fyrst og fremst að tryggja aðgang bandarískra og fjölþjóða auðhringa að verðmætum auðlindum þessara landa. Ekki er lengur hægt að fela ummerkin eða segja þau uppspuna og samsæriskenningar.
Í Írak var það einfaldlega olían er Saddam Husain hafði þjóðnýtt sem Bush og Blair höfðu augastað á.
Þrátt fyrir að skálmöldinni þar sé hvergi lokið hefur breski olíurisinn SHELL ásamt hinu Malíska Petronas olíufélagi þegar tryggt sér vinnsluréttinn á Majnoon olíulindunum og er sá samningur einsamall metinn á $12 milljarða. Loks eru Bretar að fá eitthvað fyrir sinn snúð. En þetta er aðeins byrjunin. Olíuauðlindir Íraka eru þær þriðju stærstu í heiminum og ekki taldar vera minni en 150 milljarðar fata. Og hersetunni er hvergi lokið í því landi því olíulindirnar og flutningaleiðir hennar eru varðar af einkaherjum öryggisþjónustufyrirtækja sem allar eru í eigu bandarískra og breskra auðhringa.
Í Afganistan er ekki eftir minna að slægjast.
Árið 1998 var samningar við Talibanana sem voru þá við völd í Afganistan, um lagningu gasleiðslunnar miklu sem kölluð hefur verið Trans-Afghanistan Pipeline, að komast á lokastig þegar að sprengjuárásirnar voru gerðar á sendiráð Bandaríkjanna í Nairobi og Dar es Salaam. Á bak við þær stóð Osama bin Laden. Talibanar lýstu yfir stuðningi við Osama og samningarnir um hina verðmætu gasleiðslu sigldu í strand.
Bandaríska Olíufélagið Unocal með Robert Oakley, ambassador USA í Pakistan í fararbroddi, sem leitt hafði samningaviðræðurnar, á einn stærsta hlutinn í hinni umdeildu BakuTbilisiCeyhan olíuleiðslu sem flytur hráolíu 1768 km. leið frá olíulindunum við Azeri-Chirag-Guneshli í Kaspíahafi til Miðjarðarhafsins. Þarna voru því engir nýgræðingar á ferð.
Eftir að samningurinn við Talibana datt upp fyrir sameinaðist Unocal olíurisanum CHEVRON og í stjórn þess sat m.a. Condoleezza Rice sem seinna varð öryggisráðgjafi og utanríkisráðherra fyrrum olíubraskarans George W. Bush. Þar til 2001 var hún einnig í stefnumótunarnefnd Chevron og stefnan var tekin á innrás í Afganistan og blóðið flaut.
16. maí 2012 samþykkti Afganska þingið samninginn um lagningu Trans-Afgan leiðslunnar. Fjármögnun og rekstur leiðslunnar verður á hendi Asíska þróunarbankans sem bandarískir fjárfestar eiga stærstan hluta í, CHEVRON þar á meðal.
Drugs are business and business is good
Árið 2001 hafði talibönum í Afganistan tekist með harkalegum aðferðum að draga svo úr ópíum framleiðslu landsins að hún komst í sögulegt lágmark.
Eftir innrásina tók framleiðslan strax aftur við sér og hefur aldrei verið meiri.
Afganistan framleiðir í dag 70% af því heróíni sem neytt er í heiminum. Verðmæti þess er talið nema milli $400 og $500 milljarða. Stór hluti þessara fjármuna er þveginn af vestrænum bönkum staðsettum í Svisslandi, Lúxemborg, Ermasundseyjunum, og 50 öðrum löndum. Eftir þvottinn eru þessir peningar notaðir til að fjárfesta í fyrirtækjum víðs vegar um heiminn.
Fyrir skömmu var tilkynnt um að uppgötvast hefði að mikið væri um hina ýmsu góðmálma, m.a. liþíum í jörðu í Afganistan. Um tilvisst þessara miklu auðlinda var að vísu vitað fyrir mörgum árum, en það hafði ekki farið hátt.
THE WAR ON TERROR CONTINUES TO TERRORIZE THE NATION
Afleiðingarnar af þessu falska varnarstríði USA eru að bæði í Írak og Afganistan geysa nú borgarastyrjaldir og eins og venjulega í öllum styrjöldum, eru það mest almennir borgarar sem liggja eftir á blóðvöllunum.
Edward Snowden ver gjörðir sínar með því að segjast hafa verið að upplýsa fólk um það sem gert er í þess nafni og þau brot sem framin eru á því. Hann sannaði að stjórnvöld í USA eru óheiðarleg og segja ekki satt frá því sem er að gerast. Hann sannaði líka að stjórnvöld þar í landi treysta engum öðrum EN ER TREYSTANDI TIL ALLS. -
Öllum upplýsingum sem geta orðið til þess að upplýsa fólk frekar um blekkingarnar sem stjórnvöld beita almenning, ber að fagna.
Þó ekki nema til þess að bæta fyrir þá hnekki sem þjóðin varð fyrir á svo margan máta, þegar hún var véluð til fylgilags við þá Bush og Blair í Írakstríðinu, hefðu arftakar Halldórs og Davíðs, Þeir Sigmundur og Bjarni, átt bjóða Edward Snowden að koma til Íslands og eiga heima hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott dæmi um hæfni í greinarskrifum. Vel sett fram með miklu af innihaldi.
pétur þormar (IP-tala skráð) 22.7.2013 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.