3.5.2013 | 03:10
Svo bíðum við bara og bíðum og bíðum og bíðum........
Orðstír og Hróður Sigmundar Davíðs vex með hverjum degi og nóttu sem líður án þess að hann hefji formlega stjórnarmyndun. Óbærilegur léttleiki tilverunnar ala Sigmundur Davíð leggst vel í landann.
Aðeins meðal skuggapenna og ofursjalla gætir smá pirrings út í sætabrauðsdrenginn með bústnu kinnarnar sem talar hátt og snjallt eins og skátaforingi.... þegar hann talar.
Margir sem haft hafa andstyggð á öllu sem heitir Framsókn eru farnir að gæla við að fyrirgefa Sigmundi fyrir að vera fæddur inn í þann flokk. Þeir eru vongóðir um að hann geri eitthvað alveg nýtt og kannski jafnvel eitthvað af viti. (Nýtt væri mjög gott í stöðunni, ekki má gera of miklar kröfur)
-Og þeir heittrúuðustu segja að nýr og ferskur andi svífur yfir vötnunum, rétt eins og nýr tími upplýsingarinnar sé í þann mund að renna upp....Ja nema að það eru engar upplýsingar að fá og engin veit hvað Sigmundur er að hugsa. Jafnvel talsmenn algers gegnsæis og allt upp á borðum fólk, hemja sig og hafa bara lekið smá. (hehe minnihlutastjórn) -
Þessi nýlunda Sigmundar Davíðs gerir eftirvæntinguna hjá öllum meiri og margir eru ekki alveg að höndla spennuna. Einkum eiga hægri hægri-menn erfitt. Þeir standa milli ótta og vonar og vita ekki út í hvað eða hvern þeir eiga að bölsótast.
Ekki má styggja Sigmund ef vera kynni að hann sæi að sér og næði saman með Bjarna eftir allt.
Enn sem komið er geta þeir ekki ráðist á guðföðurinn á Bessastöðum, því þeir vita að þeir sjálfir bera mesta ábyrgð á því að hann er þar enn í húsi. En sumir vilja meina að í hinum fersku vindum megi einmitt finna lyktina af ÓRG.
Það er helst að reynt sé að sparka í dauðan hund og kenna Samfó og Össuri um allt þetta svikaloft, þótt XS fólk fari með veggjum þessa dagana eftir slæma útreið í kosningunum.
Framhaldið ekki ákveðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það er þetta með blessaðan forsetann. Heyrst hefur að ást sjálfstæðismanna á honum fari nú aftur ört minkandi
Þórir Kjartansson, 3.5.2013 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.