28.4.2013 | 10:21
Allt undir Ólafi Ragnari komið
Höfuðverkur Ólafs Ragnars Grímssonar er skiljanlegur og sú staða sem upp er komin eftir kosningarnar er e.t.v. tákn um það sem koma skal.
Eða hvað gerist þegar ómótstæðilegt afl verður fyrir óbifanlegri fyrirstöðu?
Tveir flokkar svo til jafn stórir og með sama þingmannafjölda hafa komið upp úr kjörkössunum.
En hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið, stærsti flokkur landsins sem er með örlitla hærri prósentu kjörfylgis, eða sá flokkur sem verður að skoðast sem sigurvegari kosninganna vegna þess að honum tókst, líkt og Jesú Kristi, að rísa upp frá dauðum?
Formenn beggja þessara flokka hafa um hríð gengið með forsætisráðherrann í maganum og nú fellur það í hlut Ólafs Ragnars Grímssonar að ráða því hver það verður sem tekur jóðsóttina.
Allir vita að nú tekur við alvöru valdatafl því þótt fólk tali frómlega á góðri stundu um að velferð þjóðarinnar eigi að ráða ferð, eru það völdin sem þessir stjórnmálamenn ágirnast fyrst og fremst.
Ef svo væri ekki, mundi fyrir löngu vera búið að mynda hér á landi þjóðarstjórn án tillits til þingsflokksstyrks framboðslistanna.
En nú kemur sér vel fyrir auðkýfingssoninn og framsóknarmessíasinn, að Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknar var einn þeirra sem hafði forgöngu með að hvetja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu á Bessastöðum, þegar Ólafur hugðist hætta. Þeir eru "góðir vinir" eins og Guðni sagði sjálfur í beinni í nótt.
Að auki kenndi Ólafur Ragnar sig fyrrum við vinstri væng stjórnmálanna og hann var jú reyndar einnig framsóknarmaður líka, um skamma hríð.
Hinsvegar hefur Bjarni Ben sagt að honum hugnist best að mynda tveggja flokka stjórn. Fengi hann umboðið mundi hann ganga ansi langt til að lokka Framsókn til samstarfs en ekki svo langt að hann mundi afsala sér forsetráðherraembættinu.
Að þessu aðgættu er líklegt að upprisuhöfðinginn fái umboð hins alvalda Ólafs Ragnars til frelsa heimilin í landinu frá ánauð sem forverar hans í framsóknarflokknum áttu stærstan þátt í að skapa.
Síðustu tölur breyttu miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Athugasemdir
Hvað viltu að Ólafur geri Svanur?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 11:03
Ólafur á þann kost einan að láta Framsókn hafa stjórnarmyndunarumboðið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 16:20
Af hverju ætti Ólafur að láta Framsókn fá stjórnarmyndunarumboðið, Axel? Sjálfstæðisflokkurinn varð stærsti flokkurinn. Ef þú ætlast til að Framsókn myndi þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórn til vinstri, þá yrði það svik við kjósendur Framsóknar, sem kusu einmitt Framsókn til að losna við ónýtu vinstristjórnina.
Annars er líklegast, að tveir stærstu flokkarnir verði orðnir sammála um stjórnarmyndun löngu áður en Ólafur er búinn að hugsa sig um. Jafnvel þótt manni er lítið gefið um Bjarna Ben sem forsætisráðherra, getur komandi ríkisstjórn aldrei orðið verri er sú fráfarandi. Aðalatriðið er að halda áfram að minna þessa tvo flokka í sífellu um kosningaloforðin og að þau mikilvægustu niðurnjörvist í stjórnarsáttmálann:
Síðan eru fjölmörg málefni sem eru mikilvæg, en ekki eins áríðandi. Þau eiga líka að vera í stjórnarsáttmálanum öll með fyrirhuguðum dagsetningum.
Ef þessum tveim flokkum tekst þetta á næstu fjórum árum, þá ætla ég kannski að kjósa þá næst í stað þess að kjósa eitt af minnstu framboðunum.
Pétur D. (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 19:51
Ef Sigmundur er ekki þeim mum ósvífnari, hlýtur það að verða nokkuð erfið ákvörðun hjá honum að skríða upp í bælið hjá Íhaldinu.
Í kosningabáráttunni hamraði Framsókn á því hversu endurnýjaður og hundahreinsaður flokkurinn væri. Aðeins nafnið minnti á gömlu hækjunni.
Hinsvegar vil ég að gömlu Hrunflokkarnir fái að spreyta sig, en að stjórnarandstaðan verði sterk en samt fair.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 21:21
"Hinsvegar vil ég að gömlu Hrunflokkarnir fái að spreyta sig ..."
Ekki gleyma því, Haukur, að Samfylkingin bar líka ábyrgð á hruninu og er þar með líka Hrunflokkur.
Pétur D. (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 21:36
Rétt, Pétur D. En ég reyni alltaf að þurrka út úr mínu minni þetta asnatímabil Ingibjargar Sólrúnar. Leit aldrei á þá manneskju sem jafnaðarmann, og það sama á við um Árna Pál. Hallast að þeirri skoðun að best hefði verið að leita til gamla naglans Jóns Baldvins. Setja kallinn í afvötnun, dusta af honum rikið, loka buxnaklaufinni og gera hann að formanni flokksins.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 21:47
Pétur D. (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 21:57
Vona bara að þessum nýju þingmönnum beri gæfa til að vinna saman
og sú Sturlungaöld sem hefur ríkt á Alþingi komi ekki aftur.
Mér fannst þau allavega vera einlæg í framboðsræðunum um að vilja breyta þessu en spurning hvernig gengur að ráða við friðarspillina sem vilja frekar vígaferli en sáttaumleitanir. Vissulega hefur friðarspillunum fækkað og þeir eru ekki lengur í efstu valdastöðunum en það virðast alltaf einhverjir vera tilbúnir að taka við keflinu.
Grímur (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 22:53
Þetta var rétt hjá þér, Axel. Sigmundur fær stjórnarmyndunarumboð og er ég mjög sáttur við það. Líklegast tekur þá Íhaldið annað sætið og er það vel.
Pétur D. (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 12:02
Varðandi átakapólítík þá verður væntanlega minna um það, því Jóhanna er farin sína leið. Konan sem hélt að einræðistilburðir og drottnunarsýki væri það sama og leiðtogahæfileikar. Ekkert getur verið fjarri sannleikanum.
Góður leiðtogi kemur fram umbótum í sátt við þjóðina. Það datt Jóhönnu aldrei í hug. Sumir halda, að hún hafi orðið svona eftir að hún varð forsætisráðherra, en svo er ekki. Hún hefur alltaf verið hrokafull. Það getur það starfsfólk hjá Íbúðalánasjóði tekið undir með. Hrokafull hegðun Jóhönnu gagnvart starfsfólkinu meðan hún var félagsmálaráðherra var með ólíkindum. Þar að auki rak hún vinsælan yfirmann þar til að koma vini sínum að, sem varð jafn ómögulegur yfirmaður og hún sjálf.
Pétur D. (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.