Allur er varinn góður, sagði nunnan

Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja láta þjóðina ákveða hvort hún fái að ákveða sig um hvort hún eigi að ganga í Evrópusambandið.

Framsóknarflokkurinn hefur engu gleymt. Orðalag Sigmundar er orðið kunnuglegt. "mjög opinn varaðandi dagsetningu" segir hann.  Opinn í báða enda, var aðaleinkenni framsóknarmaddömunnar hér áður fyrir og er greinilega enn.

Síðustu skoðanakannanir hafa sýnt að meiri hluti þjóðarinnar vill að viðræðurnar verði kláraðar svo hægt verði að kjósa um málið. Meira að segja meiri hluti þeirra sem er á móti aðild vilja líka ljúka aðildarviðræðunum.

En allur er varinn góður, sagði nunnan sem reyndar er maddaman í grímubúningi.

Bæði Sigmundi Davíð og Bjarna Ben hafa ákveðið að hægt sé að þæfa málin með málalengingum og friðþægja stuðningsfólk sitt hverjar sem skoðanir þeirra eru,  með því að boða til kosninga um hvort ljúka eigi aðildarviðræðunum svo hægt sé að leggja málið fyrir þjóðina.

Aðeins þeir sem eru algerlega á móti því að þjóðin fái að kjósa um að kjósa um að kjósa hvort þjóðin eigi að vera úti eða inni, verða súrir. Og það eru bara alræðissinnarnir.

 


mbl.is Þjóðaratkvæði fer eftir tímasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Forysta Framsóknarflokksins á að fylgja sínum flokkssamþykktum, ekki svíkja eigin flokksmenn, eins og Frosti gerði í kvöld og Sigmundur virðist jafnvel til í, rétt eins og BB -- og

Jón Valur Jensson, 24.4.2013 kl. 05:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

-- og

Jón Valur Jensson, 24.4.2013 kl. 05:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

-- og Ragnheiður Elín Árnadóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir -- undir sífelldum þrýstingi og áróðursgusum svikulla fjölmiðlamanna sem margir hverjir hafa þegið lúxusboðsferðir Brussel-manna. Framsóknarflokkurinn missti a.m.k. einn kjósanda í gærkvöldi, sjá hér og svo HÉR!

Jón Valur Jensson, 24.4.2013 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband