Mismunandi verđmćti mannlífa

Hann er skrýtinn ţessi heimur. Ađ mati fréttaseljenda, sem gjarnan hafa fingurinn á ţjóđarpúlsinum, og skilja okkur betur en viđ sjálf, finnst okkur líf og dauđi í Bandaríkjunum miklu merkilegri og áhugaverđari en líf og dauđi fólks í Írak eđa Afganistan.

Ţrjú deyja í sprengingu í Bandaríkjunum á svipuđum tíma og 37 láta lífiđ í sprengjuárásum í Írak. Sjá hér  . Í Írak er ţetta hversdagslegur viđburđur, hugsum viđ. Líf  og dauđi Íraka snertir okkur lítiđ, finnst okkur.

Ţess vegna er lítiđ sem ekkert um ţetta atvik fjallađ.

En Atvikiđ í Boston tekur umsvifalaust yfir alla fréttatíma í sjónvarpi, og fólk keppist um ađ gefa frá sér yfirgengilegar yfirlýsingar. Fyrirfólk líkir ţessu tveimur heimatilbúnum sprengingum jafnvel viđ árásina á tvíburaturnana í New York 2001.

Fórnarlömb sprenginganna í  Boston eru ţegar orđin heimsfrćg og nú flytja fjölmiđlar okkur greinar um líf ţessa fólks.

Ekki eitt einasta nafn ţerra sem dóu í sprengjuárásunum í  Írak,  sem áttu sér stađ á sama tíma er ţekkt.

Líf fólks í USA er svo miklu meira virđi, sérstaklega fyrir frétta menn.


mbl.is 29 ára kona međal látinna í Boston
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttamiđlun á Íslandi er međ endemum svo vćgt sé til orđa tekiđ. Hvćnćr fáum viđ fréttir t.d. frá okkar nágrönnum fćreyjingum, norđmönnum, dönum, svíum og eyjabúum frá Álandi? Hverjir meta fréttagildi í dag. Eitthvađ hefur ţetta breyst. Nú er ţađ fréttnćmt í Mbl. ađ forríkur rússi hafi eignast sitt 7. barn í USA. Hvurn andsk.... kemur okkur ţađ viđ? Nei, ţađ ţarf ađ hrista upp í frétta miđlum rćkilega ef vel á ađ vera, finnst ykkur ţađ ekki???

Jóhanna (IP-tala skráđ) 17.4.2013 kl. 07:29

2 identicon

Samkvćmt sumum fréttamiđlum hér er ţađ hryđjuverk ef usari eđa ísraeli eru drepnir, og talađ um ađ koma verđi í veg fyrir ađ hryđjuverkamenn fái kjarnorkuvopn.

Ţađ er aldrei talađ um hvađa hryđjuverkasamtök hafa notađ kjarnorkuvopn til ađ drepa fólk og hveđ margir voru drepnir.

Trausti (IP-tala skráđ) 17.4.2013 kl. 07:50

3 identicon

Já, hann er skrítinn ţessi heimur. M.a.s. Smugan, málgagn vinstri manna, leyfir bara facebook ummćli og óskar eftir fjárframlögum. Fullt af fólki, eins og ţú, segir fréttir daglega. Ókeypis. Fréttaseljendur eru ţví í mikilli krísu.

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 17.4.2013 kl. 09:12

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég hef oft hćđst ađ ţessu fréttamati Svanur Gísli.

Farist hvítt fólk er ţađ frétt og auđvitađ slys eđa stórslys.   

Farist gult fólk eđa svart er ţađ varla frétt og ţá af óhappi.  

Viggó Jörgensson, 17.4.2013 kl. 11:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband