Óþolandi gaspur

Robert Barnard er einn þessara ferðamála-gúrúa sem segist vita hvað allt á að kosta og hvernig græða má sem mest á þeim, en þekkir í raun ekki verðleika neins þeirra. Hann notar í orðræðu sinni vel kunn blekkingahugtök viðskiptalífsins.

Leitt að vita til þess ef að einhverjir Íslendingar með gullgrafaraæði ætla að hlaupa á eftir andlausum hugmyndum slíks og álíka manna. -

Ísland hefur ótvíræða sérstöðu meðal þjóða heimsins og býr yfir aðdráttarafli sem ekkert annað land hefur. Fólk á ekki að þurfa borga gróðabröllurum og bröskurum fyrir það eitt að hafa laðast að landinu. - Verðlag á aðgengi að íslenskri náttúru á að endurspegla sanngirni en ekki hvernig hámarka má gróðann af henni.

Því miður hljómar allt sem frá Roberti Bernad kemur og þeim sem enduróma það , eins og óþolandi gaspur.

Eins og ég hef oft sagt áður ættu stjórnmálamenn og ráðgjafar þeirra að láta ferðaþjónustuna í friði og skipta sér sem minnst af henni. Hún hefur hingað til spjarað sig án afskipta þeirra, en núna þegar henni hefur loks vaxið fiskur um hrygg vilja allir Lilju kveðið hafa og eiga.


mbl.is Ferðamannapassar fyrir 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ert þú ferðamálafrömuður, Svanur?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.3.2013 kl. 05:22

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei Vilhjálmur, en ég hef unnið við greinina nokkuð lengi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2013 kl. 11:07

3 identicon

Það er allveg sama upp á teningnum í menntakerfinu, stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af því.

Ingó (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband