Kannski svona skilti

Það var fallegt af Ingólfi Bruun leiðsögumanni að aðstoða konuna sem féll í Reynisfjöru. Og einkar vel til fundið hjá honum að koma því í blöðin.

Ingólfur vill nú að aðilar í ferðaþjónustu komi upp skilti við bílastæðið sem vari við hættunni af briminu þarna við ströndina.

Kannski skilti eins og þessu sem m.a. varar við hættunni af holskeflum.Reynisfjara

Þetta skilti hefur reyndar staðið við bílastæðið í Reynisfjöru í nokkur ár. En kannski hefur Ingólfur ekki tekið eftir því, frekar en konan sem hnaut í sandinum.

Staðreyndin er sú að það er sama hversu vel hlutirnir eru merktir á mörgum skiltum, ef engin tekur sér tíma til að lesa það sem á þeim stendur.


mbl.is Kom konu til bjargar í fjörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Um þetta skilti er að finna eftirfarandi upplýsingar frá Páli Ásgeiri Ásgeirssyni. 

"Sumarið 2007 varð banaslys austur í Reynisfjöru nánar tiltekið við svokallaðan Hálsnefshelli en fjaran undir stuðlabergshömrum fremst í Reynisfjalli er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna, sérstaklega erlendra enda útsýn til hafsins og Reynisdranga einstök.

Margir töldu að ein ástæða slyssins sem varð þarna væri sú að ferðamenn væru ekki varaðir nægilega við varasömum brimsköflum og brýnt væri að setja upp skilti á sem flestum tungumálum sem bæri mönnum slíkar viðvaranir.

Sumarið eftir – nánar tiltekið sumarið 2008 var hópur ferðamanna hætt kominn í fjörunni og sluppu með skrekkinn en í kjölfarið beindist athygli manna að því að þrátt fyrir forsögu málsins hafði viðvörunarskiltum ekki verið komið fyrir í fjörunni.

Hófst þá nokkur leit að þeim sem kynni að bera ábyrgð á því að slíkt skilti yrði sett upp og benti hver á annan í tiltölulega flóknum samkvæmisleik sem breiddi sig um afkima stjórnkerfisins og reyndar víða um samfélagið.
 

Að gerð skiltisins komu eftirtaldir aðilar; Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey, Ferðamálastofa, sem lagði til textaráðgjöf og síðast en ekki síst stórfyrirtækið Kynnisferðir sem mér skilst að greiði allan kostnað við gerð og uppsetningu skiltisins."

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.1.2013 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband