Áfram klappar klappstýran

Hrun íslensku bankanna er greinilega mjög persónulegt mál fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, sem er skiljanlegt því hann var þekktasta og háværasta klappstýra útrásarvíkinganna. Þegar ljóst var að þeim hafði mistekist, tók ÓRG því sem persónulegu áfalli.

Auðvitað var það ekki skemmtilegt fyrir Íslendinga að sjá nafn Ísland við hliðina á alræmdum hryðjuverkasamtökum á netsíðu breska fjármálaráðneytisins. Því snöggreiddust margir Íslendingar.

En einu lögin sem gáfu Bretum heimild til að stöðva fjármagnflutninga af reikningum gjaldþrota íslenskra banka í Bretlandi, náðu einnig til slíkra hópa.

ÓRG hefur hinsvegar að engu afsakanir Breta eða skýringar, jafnvel þótt þeim hafi tekist með þessum aðgerðum að koma í veg fyrir að fjármunir úr þrotabúum bankanna gufuðu upp, eins og þeir gerðu annarsstaðar.

ÓRG heldur áfram klappinu með því að finna sér og þjóðinni blóraböggul og erkióvin og segir jafnframt íslensku þjóðina svo langrækna að nafn Gordons komi til að lifa með henni um ókomna framtíð.

Kannski verður Gordon að Kolskegg 21. aldarinnar sem nú er nefndur Kölski og er eitt af mörgum samheitum djöfulsins sjálfs.

Spurningin er hvort Íslendingar séu ekki að vaða reyk með að reyna að koma lögum yfir hrunverja og ættu frekar að reyna að koma fram hefndum á Gordon Brown. -

En svo kann þetta líka að vera tóm mistúlkun á orðum ÓRG. Það hefur líka komið fyrir áður.


mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helduru virkilega að það sé ekki til einfaldari lausn til að frysta fjarmagn, heldur en að nota hryðjuverkalög ?

Birgir Orn Gudjonsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:47

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

á, nú tek ég innilega undir. Skömm Gordons og Bretlands lifir í minni kynslóð og ég mun kenna barni mínu og vonandi barnabörnum!

Takk Forseti Íslands

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 19:44

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hryðjuverkalög á heila þjóð?  Bara vegna Jóns Ásgeirs og Björgólfs? 

Sem þar að auki búa ekki í meintu hryðjuverkalandi heldur í næsta húsi við þann sem setur lögin?

Fáránleikinn á sér engin takmörk...

Kolbrún Hilmars, 23.1.2013 kl. 20:23

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég segi nú bara forsetafíflið

Rafn Guðmundsson, 23.1.2013 kl. 22:58

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hver hefur sinn smekk hvað varðar fífl, en Svanur; veistu hvað varð um hana Sally?

Kolbrún Hilmars, 23.1.2013 kl. 23:15

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mikið rosalega eru hatursmenn forsetans orðljótir.

Ætli sé ekki erfitt að lifa með svona yfirgengilegt og óbeislað hatur !

Gunnlaugur I., 24.1.2013 kl. 00:46

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvar eru gögn sem sýna að Gordon þessi Brown hafi sett hryðjuverkalög á heilu íslensku þjóðina?

þetta var ekkert svona. Hann frysti eignir Landbankans. Eignir sem voru eins og stjórnlausar og svona hálft í hvoru enn í eigu útrásarvíkinga en íslenska ríkið var eitthvað að paufast við að taka yfir.

þetta var það eina sem hægt var að gera.

Wikipedia segir samt að að hafi verið of seint en eigi er getið heimilda við þessa fullyrðingu:

,,... It was too late, however, as much of the assets had been transferred to Iceland or to off-shore accounts."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.1.2013 kl. 02:55

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Meira að segja Jóhanna forsætis viðurkenndi það í gær að Gordon Brown skuldaði íslendingum afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaganna.

Skyldi einhver stjórnvaldsins hafa farið fram á þá afsökun?

Kolbrún Hilmars, 24.1.2013 kl. 15:14

9 Smámynd: N1 blogg

Engin furða að kosningahátíð klappstýrunnar hafi verið haldin í Valhöll!

N1 blogg, 24.1.2013 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband