Umbarumbamba á góðu verði

UmbarumbambaSem stendur er eintak af hljómaplötunni Umbarumbamba til sölu á ebay. Platan er staðsett í Frakklandi og en svo virðist sem eitthvað hafi skolast við skráningu hennar. Platan er listuð bæði á kanadíska ebay og eining á því  breska.

Á kanadíska ebay er verðið 899 Evrur  en á því breska  2199 Evrur  sem er það hæsta sem sést hefur fyrir þessa smáskífu. Engin vafi leikur á að það er sami aðilinn sem er að selja sama eintakið fyrir tvö mismunandi verð.

Samkvæmt ebey reglum má ekki hækka verðið eftir að kaup hafa farið fram og er því þarna tækifæri fyrir einhvern fjáðan plötusafnara að krækja sér í eintak af þessari eftirsóttu plötu á góðu verði.

Hljómar settu smáskífuna Umbarumbamba einnig á markað undir Thorshamar "meik"- nafninu og kölluðu hana From Keflavík with love. Þegar þær plötur skjóta upp kollinum,  seljast þær á hátt í 3000 dollara. 

From KeflavíkEintök af þeim eru eflaust verðmætustu hljómplötur sem gefnar hafa verið út af Íslenskum tónlistarmönnum... og meikið sjálfsagt það síðbúnasta.

Hljómar leituðu út fyrir landsteinana með fleira en markaðssetningu. Á plötunni Hljómar ´74 er að finna lag sem heitir Slamat djalan mas. Þessi dularfulli titill er sóttur alla leið til Jövu í Indónesíu þar sem Slamat djalan, mas er kveðja sem þýðir, blessuð sé ferð þín, bróðir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband