Tveggja álfu landið

Bretar hafa lengi haft áhuga á Íslandi og það kemur ekki á óvart hversu margir af þeim hafa það efst á óskalista sínum að heimsækja Landið. Það kemur heldur ekki á óvart hversu margir Bretar hafa ekki hugmynd um hvar landið er, þótt væntanlega séu það ekki sömu Bretarnir og eiga þá ósk heitasta að heimsækja landið. -

En öll sú umfjöllun sem Ísland hefur fengið í breskum fjölmiðlum undanfarin fjögur ár, er að skila sér í auknum fjölda breskra ferðamanna til landsins.

Annars verður íslensk ferðaþjónusta að búa sig undir það að taka á móti erlendum gestum sem vita svo til ekkert um land og þjóð. - Það er liðin tíð að hinn almenni túristi til Íslands sé náttúrunött sem eyðir frítíma sínum í að læra forn-norsku. -

Hingað streymir þegar allskonar fólk, mismunandi vel undirbúið og hæft til að meta að verðleikum íslenska náttúru, hvað þá sögu og menningu. -  

Margir virðast aðeins hafa komið hingað vegna þess að verðið á flugmiðanum var skaplegt og þetta var eitt af löndunum sem þeir áttu eftir að heimsækja. -

Gagnvart slíkum túristum skiptir það litlu máli hvaða álfu Ísland tilheyrir og þeir ruglast enn meira í rýminu þegar það heyrir leiðsögumenn segja fá því að jarðfræðilega tilheyri landið tveimur álfum. -

 


mbl.is Ísland ofarlega á óskalistanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má nú frakar segja að landið tilheyri 320.000 álfum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband