Haha ...Mikið gaman...mikið grín

Hafðu engar áhyggjur af þessu Hjörleifur sagði Huang.  Við gerum þetta á svo margvíslegan hátt að það getur ekkert staðið á móti okkur til lengdar.

Hér færð þú t.d. hundrað millur til að auka menningarleg tengsl Íslands og Kína og um leið mynda ég tengsl við þig og þína fjölskyldu. Ha ha... Þú skilur. Mikið gaman... mikið grín. Gott efni í ljóð, finnst þér ekki?

Þú verður annars flottur formaður menningarsjóðsins og  ræður auðvitað sjálfur hvert þessir peningar fara.

Svo þegar einhver spyr hvernig standi á að þú fáir svona mikla peninga frá mér og hvort það geti verið eitthvað út af því að konan þín er í pólitík, segjum við auðvitað að við séum bara gamlir vinir síðan við vorum saman í  Háskólanum. -

Enn þetta er bara byrjunin. -

Við sendum svo forsætisráðherrann okkar í heimsókn og látum hann skjalla forseta ykkar dálítið. Forsetinn ykkar er svo ágætur finnst okkur og  hann mun örugglega lýsa yfir ánægju sinni með alla þessa samvinnu Kína og Íslands því Ísland hafi svo mikið að bjóða Kínverjum og þeirra menningu. Ha ha mikið gaman og mikið grín.

Á sama tíma komum við til með að auka mikið ferðamannastrauminn frá Kína til Íslands. -

Árið 2013 mun það t.d. ekki nægja að gera eins og þið íslendingar gerið á hverju ári þegar þið dragið á flot alla skrjóða landsins til að anna eftirspurn. Í þetta sinn munu rútugarmarnir einfaldlega verða of fáir. - HA ha mikið gaman...mikið grín.

Algengustu ferðamannastaðirnir verða jafn troðnir og peningakassar þjónustuaðilanna og þeir  sjálfir ná ekki af sér 2007 glottinu þegar þeir fara að sofa á kvöldin.-

En svo verða þessir blessuðu veitingamenn og afþreyingarsalar að átta sig á því að við Kínverjar stundum ferðamennskuna dálítið öðruvísi en þið sveitapungarnir.

Fararstjórarnir ykkar eru t.d. með algjöra dellu fyrir einhverjum smáatriðum úr sögu landsins og um náttúru þess. Kínverskir  leiðsögumenn eru nú ekki að eltast við slíka smámuni. Þeir einbeita sér að því að ná sem mestum afslætti út út ferðaþjónustuaðilum sem þeir nota svo til að fóðra eigin vasa. En þetta allt saman eigið þið nú eftir að læra. Ha ha mikið gaman..mikið grín.

Til að byrja með verða þetta að vísu að mestu blaðamenn og útsendarar stjórnvalda, en það skiptir engu máli. Það spyr engin að því þegar verið er að troða ullarpeysunum nýkomnum frá Kína ofaní plastpoka og borga 25.000 kall fyrir stykkið til að hægt sé að flytja þær aftur þangað sem þær voru prjónaðar.

Svo sendum við til landsins allskonar vísindalega leiðangra. Setjum heilmikið púður í að rannsaka norðurljósin til dæmis. Siglum svo seglum þöndum norðurleiðina inn á Atlantsála (yfir olíuna sem við vitum að er þarna en við vitum líka  að ekki er enn tímabært að tala um hana við ykkur) og sýnum fram að að Ísland geti orðið einhverskonar umskipunarsvæði fyrir kínverska dalla á leið til Ameríku með allt Draslið sem við þurfum að framleiða fyrir kanana. - Ha ha..mikið gaman mikið grín.

Auðvitað er viðbúið að einhver þjóðarrembingur grípi um sig þegar fólk fattar hvað vakir fyrir okkur. En það mun allt líða hjá um leið og aurarnir sem ykkur vantar og við höfum, byrja að skila sér "rétta leið". Þú skilur hvað ég er að segja Hjörleifur. Þú skilur okkur svo vel. Þess vegna ertu svo góður þýðandi fyrir okkur.......og bækurnar okkar. Ha ha mikið gaman..mikið grín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, einmitt. Mér finnst þetta Núpó dæmi allt saman voðalega 2007.

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2012 kl. 02:25

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er algerlega á móti Nupo-gerningnum á grimsstöðum, enda held ég og veit að hann er at tryggja sína kinversku kynsloð. Það er ok, en ekki undir beltisstad og undir sannleiksstað

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 03:58

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

áhugavert að þú nefnir Hjörleif, hvernig kom hann með þennan kínverska ríka Núpo?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 03:59

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

AVATOR myndin synir allt sem á eftir að ske á Íslandi.

Well in theori, but svo sannarlega er þetta það sem bíður okkar 300000 manns á einni gjöfullustu eyju jarðarinnar" Hvern erum við að plata og ljúga að?

Island er járna, metal, rafeinda. vatnasland Evropuþ.....og Ameriku.

300.000 manns er hvað....

get the movie AVATOR and you will wake upp

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 04:09

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein mikill sannleikur á skemmtilegan hátt.

Valdimar Samúelsson, 29.7.2012 kl. 15:59

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er ágæt enda aðeins öðruvísi og skemmtilegt, hvort sem maður er því sammála eða ekki. En ég get tekið undir meginlegin í þessum ágæta pistli. Þakka þér Svanur.  

    

Hrólfur Þ Hraundal, 29.7.2012 kl. 16:33

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefið, átti að vera legginn = leggur. En ekki leg.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.7.2012 kl. 16:41

8 identicon

Kínverjar eru líka búnir að senda kennslubækur til að kenna kínversku í grunnskólum.

Ingó (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:52

9 Smámynd: Þórdís Bachmann

,,Þið megið leggja á okkur skatta endalaust; þið megið hafa félög, sem leggja mörgþúsund prósent á útlendu vöruna sem við kaupum af ykkur; þið megið kaupa tvo nagllbíta og tíu steðja á mann í landinu og portúgalskar sardínu fyrir allan gjaldeyri þjóðarinnar; þið megið stýfa krónuna eftir vild þegar ykkur hefur tekist að gera hana einskisvirði; þið megið láta okkur svelta; þið megið láta okkur hætta að búa í húsum – forfeður okkar bjuggu í aungvum húsum, heldur moldarbíngjum, og voru samt menn; alt alt alt nema þetta eina eina eina: afhenda ekki landsréttindin sem við börðumst í sjö hundruð ár fyrir að ná aftur, við særum yður herra við alt sem þessari þjóð er heilagt, gerið ekki únga lýðveldið okkar að halaklepp á útlendri atómstöð; það eitt, það eitt; og ekkert nema það.“

Halldór Laxness, Atómstöðin 1947.

Þórdís Bachmann, 29.7.2012 kl. 21:57

10 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Gaman að sjá að sótt er fóður til Halldórs Laxness til varnar landssölu til Kína. Það ætti að nægja til að allir samþykki að Ísland verði aldrei selt hæstbjóðanda, eins og var farið að líta út fyrir að yrði gagnvart Huang Nubo.

Þeir sem ekki vilja láta Ísland af hendi virðast vera að sækja í sig veðrið og er það vel!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 29.7.2012 kl. 22:54

11 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

"Mikið gaman mikið grín"  svo sannarlega.

Þorkell Sigurjónsson, 30.7.2012 kl. 11:18

12 identicon

Guð blessi þig fyrir þessi þörfu skrif, Svanur. Þú ert að gera þjóðinni, en fyrst og fremst mannkyninu meira gagn en þig grunar. Það skiptir HÖFUÐMÁLI fyrir framtíðarheill mannkynsins, að Kínverjar nái ekki yfirhöndinni í heimi sem er að breytast og stendur á krossgötum, og brugðið getur til beggja vona nú stundir, heimurinn er annað hvort að verða mun verri eða aðeins betri...og svo smám saman enn betri. Kínverjar mega ekki ná yfirhöndinni, hvorki yfir auðlindum mannkyns, fjármagni (umfram það sem þegar er orðið), en fyrst og fremst ekki yfir sálarlífi fólks og hugsun. Þetta eru engir fordómar af minni hálfu, ég virði Kínversku þjóðina, menningu hennar, arfleið og mannauð mikils. Ég veit aftur á móti að enginn, að Tíbetum undanskildum, blæðir jafnmikið fyrir verk hinna illu stjórnvalda Kína eins og almenningur þar í landi, en ríkisstjórnin er að fremja sálarmorð á sinni eigin þjóð og smám saman draga hana til dauða nema umheimurinn grípi í taumana. Leyfum ekki illum öflum sem hafa framið valdarán í Kína að murka allt eiginlegt líf ("maðurinn lifir ekki á brauði einu saman") úr fornri og merkri þjóð sem hefur mikið að gefa heiminum ef hún bara sleppur úr klóm þessara afla (sem mun þýða framtíðarheill hennar, þrátt fyrir tímabundna fjárhagslega hnignun).

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 00:34

13 identicon

Sýnishorn frá Kínverskum munaðarleysingjahælunum, en það er sannað og skjalfest að þau verstu þeirra eru aðeins "biðstöðvar eftir dauðanum", engu skárri en fangabúðir nazista, þar sem litlum börnum er refsað fyrir að eiga fátæka foreldra sem yfirgáfu þau, oftast stúlkubörn, til að sleppa við grimmilegar refsingar stjórnvalda fyrir að framfylgja ekki eins-barns-stefnunni. Þarna liggja börnin afskiptalaus, á verstu stöðunum, orðin fársjúk af vannæringu vegna lélegs aðbúnaðar á hælinu, og grátandi, og fá hvorki eðlilega aðhlynningu né lækningu. Þau eru mörg aldrei tekin upp, vísvitandi, því það er sannað það eitt og sér dregur fljótlega barn til dauða, að vera aldrei tekið upp. Þetta er vísvitandi og með fullri meðvitund og samþykki stjórnvalda, og yfirmönnunum þessara hæla er refsað ef þeir framfylgja ekki stefnunni. Sama þjóð sendir konur komnar 8 mánuði á leið í nauðungarfóstureyðingar, tilheyri þær "óæskilegum" minnihlutahópum, það er að segja þeim hópum sem mest er í mun að vernda andleg sannindi og forna menningu sína sem geymir nauðsynlegt veganesti handa mannkyninu fyrir framtíðina, en Tíbetar eru andleg "lykilþjóð", rétt eins og há-Indverjar, há-gyðingar, vitringar meðal leyfa Indjána Ameríku, og aðrar andlegar elítur mannkynsins sem geyma þekkingu sem er nauðsynleg fyrir framtíðina, og öfl sem eru handbendi myrkursins, fasismans og vilja koma hér á öðrum myrkum miðöldum til að auka eigið vald reyna að eyða og útrýma. Hér er sýnishorn af hryllingi þeim sem Kínversk stjórnvöld bjóða litlum börnum upp á, og hvernig þau fara með eigin þegna í "dauðabúðum" sínum: http://www.youtube.com/watch?v=90Rn4LNiWaY&feature=related Þetta er valdnýðsla af sömu stærðargráðu og nazistar beittu, og tilkomin af nákvæmlega sömu ástæðu og stýrt af sömu öflum, sem eru sek af flestu því versta sem hefur hent mannkynið (og hinu enn verra sem mun henda það nema við stöðvum þau, og látum ekki gróðafíkn og skammtímahagsmuni eða egó okkar og hégóma villa okkur sýn, því þessi öfl ná stjórn á okkur, jafnvel mönnum eins og Hjörleifi, í gegnum þessa mannlegu veikleika, hafi menn ekki tamið þá og göfgað þeim mun meir, nema þjóðum sé stírt af leiðtogum sem fylgja æðri leiðsögn samviskunnar og mannkærleikans, eins og Ögmundar Jónssonar ) Við heyrum mikið um ófrjósemisaðgerðirnar sem saklausar ungar tíbeskar stúlkur eru neyddar í, fyrir að viðhalda eigin menningu og verðmætum hennar sem eru ógn við Kínversku ógnarstjórnina, svo og morðin á munkum og nunnum, sem þessi stjórnvöld myrða fyrir að viðhalda henni á annan hátt, með andlegri frjósemi, en hana þarf að varðveita fram til þess dags sem auðlegð Tíbesku þjóðarinnar verður skilað til alls mannkynsins, og tíminn er réttur og öruggt að andlegir fjársjóðir komi upp á yfirborðið sem settir hafa verið í örugga geymslu meðan ill öfl ráða of miklu á jörðinni og slíkt er ekki þorandi...). Við heyrum meira um valdnýðsluna sem Kínverjar beita Kínverska meirihlutann, sem er líka forn og mikilvæg þjóð, með tilgang sem hinir illu stjórnendur leitast við að ræna frá henni. Hér er sannleikurinn um valdnýðslu og illsku kínverskra valdhafa. http://www.youtube.com/watch?v=90Rn4LNiWaY&feature=related

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband