Hinn pólitíski vindhani Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson er afar hæfileikaríkur maður. Fyrir utan að hafa góðar gáfur hefur hann góðan talanda, bæði á íslensku og ensku. - Hann kann að koma fyrir sig orði og orð hans eru sem örvadrífa af pólitískum frösum, þekkingu á íslenskri hreppspólitík og illkvittnislegum skotum sem íslendingar kunna einnig vel að meta.  Hæfileika sína hefur hann nýtt ágætlega sér til frama og framdráttar, fyrst í íslenskri pólitík, þótt hann ætti erfitt með að fóta sig á þeim sleipa velli til að byrja með og finna sér flokksmynd sem vildi nýta sér krafta hans og hann sjálfur gat nýtt sér eins og hann hafði hug til. Í staðinn fékk hann orð á sig fyrir að vera pólitískur vingull og tækifærissinni.

En eftir að Ólafur varð forseti, má segja að hæfileikar hans hafi í fyrsta sinn orðið honum og samferðafólki hans að verulegu gagni. Hann varð að pólitískum vindhana Íslands. Frammistaða hans við að hygla útrásarvíkingunum vinsælu, og aðstoð selja afurðir og þjónustu landsins, þegar allt lék í lyndi, jafnast aðeins á við fimlega og röggsama vörn hans í erlendum fjölmiðlum og annarsstaðar, eftir að skútan á hverri hann stóð í stafni og veifaði sverði, sigldi í strand. -

Það er aðdáunarvert að horfa og hlusta á Ólaf í fjölmiðlum upp úr 2008, halda uppi vörnum fyrir land og þjóð af nákvæmri þekkingu á öllum aðstæðum, notandi orðaforða sem hver einasti enskumælandi hádiplómat með afstífaða efri vör og marmara fyrir hægðir, gæti verið stoltur af.

Og þegar að kemur að því að ræða hlut hans sjálfs, hans stoltustu stundu,  þegar hann varð náðarsamlega við kröfu þúsunda manna sem staðið höfðu niður við alþingishús í marga mánuði og barið þar potta og pönnur og öskrað sig hása í rigningu og slyddu, og vísaði því til þjóðaratkvæðagreiðslu hvort íbúar landsins vildu taka að sér að greiða sem nemur 17 millum á hvert mannsbarn, af skuldum óreiðumanna, kviknar á geislabaugnum fyrir ofan höfuð hans og glitrandi tár réttlátrar reiði, út í allt þetta gráðuga fólk út í heimi sem vill fá peningana sína aftur, glitrar á púðruðum hvarmi hans.

Allir þessir miklu hæfileikar Ólafs og allt það sem hann hefur gert fyrir þjóðina ættu að nægja til að mikill meirihluti fólks styddi  Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu á Bessastöðum eins lengi og honum hugnast.

En svo er ekki.

Ólafur er í dag frekar óvinsæll maður og ekki er hægt að komast hjá því að velta fyrir sér hvers vegna. Þeir sem styðja hann enn og vilja af góðum og gildum íslenskum sið launa honum Icesave greiðann, eða í stíl við útlendan ósóma, vilja notfæra sér hann og embættið á pólitískan hátt til að ná sér niður á núverandi ríkisstjórn eftir að henni og Ólafi lenti saman, gera það með óbragð í munninum.

Óbragðið stafar af eðlislægri andúð íslendinga á falsi og skrumi,  sem lystilega býr í orðum og fasi hins pólitíska sjónhverfingamanns.


mbl.is Forseti og forsætisráðherra í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er alveg drepleiðinlegur.. og ég hef barasta ekki tekið sérstaklega eftir að hann sé fluggáfaður.

En hey krakkar.. þetta fólk sem er að bjóða sig fram til að vera á framfæri okkar.. til dauðadags.. HALLÓ, how stupid is that.. Við erum enn að borga fyrir fyrrverandi forseta, svo fljótlega hann Óla, og svo þann sem vinnur + til dauðadags. hundruðir milljóna í snobbembætti sem er tímaskekkja.
Við hljótum að vera fávitar.. ha

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 12:09

2 identicon

Svanur!!

Nú verður þú að fara að gefa þig.

Þetta nær ekki nokkurri átt hvernig þú skrifar um forseta vorn.

Ert þú búinn að gleyma því að forsetinn var kosinn lýðræðislegri kosningu?

Ég veit að ekki kjósa allir Ólaf Ragnar. En í hverju liggur það að andstæðingar þurfa demba yfir hann öðrum eins óþverra og gert er.

Ég ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Verkin hans tala. Að öllum öðrum frambjóðendum "ólöstuðum", þá höfum við engann annan betri frambjóðanda.

Hver segir að Ólafur Ragnar sé óvinsæll forseti? Ég meina fyrir utan VG. og Samfó.

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 12:14

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það er greinilegt að Svanur býr erlendis. Sá sem býr erlendis og hefur ekki annað en íslenska fjölmiðla til marks hann fer villu vegar um álit íslendinga á ÓRG. Allir fjölmiðlar tóku afstöðu gegn málskoti Forsetans í Icesafe-málinu, en stóðust Icesafe-lögin dóm kjósenda? Sama andstaða fjölmiðla er nú gegn framboði ÓRG

Kristján Sigurður Kristjánsson, 15.5.2012 kl. 12:16

4 identicon

Sko klikkuðu landar mínir.. Fyrir Óla var Icesave ekki Icesave, það var Ólisave, þetta mál var eins og "himnasending" fyrir starfsferil Óla.. HALLÓ; Sheesh

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 12:28

5 identicon

Hvernig færð þú út að Ólafur sé svona óvinsæll. Ég þekki bara ekki einasta sem ætlar að kjósa einhvern annan en hann. Ef Ólafs hvefði ekki notið við "DoctorE" þá hefði þetta Icesafe orðið ICESLAVE. Punktur basta.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 12:40

6 identicon

"Hinn póiitíski vindhani", rétt og vel smurður.

Annars er mikil hystería í gangi hér á klakanum; auglýsingar LÍÚ mafíunnar; “Hvað höfum við gert ykkur”, tilfinningaklám af ömurlegustu sort, hreint og beint heimskulegt og árasir á Þóru Arnórs fyrir að hafa haft pólitískar skoðanir, eiginlega fyrir það að hafa bara verið til, dregið andann, áður en hún bauð sig fram. Þó ætti það ekki að koma neinum á óvart að viti borin manneskja, ung að aldri, sé höll undir Social Democraty. Væri betra ef hún hefði stutt Framsóknar maddömuna eða Sjallabjánana? Hvað er eiginlega að innbyggjurum? Á svo að treysta þeim fyrir öllun málum í þjóðaratkvæðsgreiðslum?

Annars er þetta rétt sem DoctorE skrifar. Ólafur Ragnar er ekki sterk greindur maður, hann hefur kjaftavit, en lítið fram yfir það. Hann er ekki í hópi "intellectuals", og hefur þrönga menntun.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 12:49

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaá, Ólisave eða Ólasave er miklu betra nafn.

Og talandi um það og málflutning ÓRG, að þá er minnistætt þegar hann neitaði að samþyggja í seinna skiptið, að þá sagði hann að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefði barasta ekkert sagt um það mál sem mark væri á takandi. Hann sagði þetta á opinberum blaðamannafundi. Og bætti við að einstakir menn hefðu haft ákveðnar prívatskoðanir í málinu sem þeir hefðu svo hlaupið frá.

þetta eru alveg furðuleg ummæli manns sem á teljast forseti lands. Vegna þess að á því stigi hafði ESA sent Formlegt áminningarbréf til íslenskra stjórnvalda varðandi skuldina og lagt upp í meginatiðum lagalega stöðu málsins og Ísland væri skuldbundið þessu viðvíkjandi.

Ok. hvernig stendur þá á að maðurinn talaði svona? Kemur aðallega tvennt til greina:

1. Maðurinn hafði barasta enga þekkingu á málinu og hafði ekkert kynnt sér það eða fylgst með.

2. Vísvitandi lýðskrum og kynding undir þjóðrembing.

Ef seinna er rétt þá er hann augljóslega í eðli sínu óábyrgur karakter og er ekkert að setja staðreyndir of mikið fyrir sig heldur fyrst og fremst allskyns lýðskrum sem skapar honum vinsældir til skams tíma litið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.5.2012 kl. 13:03

8 identicon

Góðan dag. Vil endilega benda á að Ólafur er síðasti forseti okkar sem fær laun fyrir lifstíð. Held að lögum hafi verið breytt 1999-2000.

Ásdís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 13:10

9 identicon

Ja... Ólafur hefur sparað íslensku þjóðinni, líka vinstri-vitleysingunum, gvöð má vita hversu mörghundruðum miljörðum. Honum fyrirgefst það alveg, að hafa unnið sér það til óvinsælda hjá undirlægjum, sem ekkert útlent vald mega sjá, án þess að beygja sig fyrir því.

Mættu sem flestir vinna sér það til óhelgi meðal vintrimanna, að aftra því, að landsölufólks geti gengið erinda erlendra hagsmuna.

Það er mælikvarði á afrek einstakra manna, hversu mikið vinstrimenn froðufella þegar þeirra nafn ber á góma. Tvö nöfn standa vel upp úr, og það er Ólafur og Davíð. Vinstrimenn eru sko ekki láfreyðandi þegar þeir eru til umræðu.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 14:23

10 identicon

Skýringar Óla á atgjörvi útrásar-bófanna:

Nr. 6. Óli um ákvörðunar töku. A quick deal.

 

“The sixth element. This is the formation of small groups of operators who work closely and strategically together, creating a fast-moving network of key decision makers who can close a deal quicker than those who are used to working within larger and more bureaucratic corporate structures.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 17:48

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, svona til þess að fyrirbyggja misskiling þá mun ég kjósa Ólaf. :)

En litið til fortíðar þá hefur þjóðinni alltaf tekist að eignast þann forseta sem hún þarf á hverjum tíma.

Svo verður framtíðin að leiða í ljós hvort eitthvað framhald verður á þeirri lukku...

Kolbrún Hilmars, 15.5.2012 kl. 19:11

12 identicon

Ja hvur anskotinn

Aðeins hr Ólafur Ragnar hefur haft kjark og þor til þess að verja landið erlendis undanfarin ár og lætur vinstra liðið eins og bestíur yfir því þjónkun jóhönnu og steingríms við brusselmafíuna er með ólíkindum sjálfsagt verður sagt í náinni framtíð að þau hafi þjáðst af Stokkhólms einkenni sem er gíslar þjást af og lýsir í ótúlegri ást og undirgefni til kvalara sinna.

sæmundur (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 19:38

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svanur, heyrðirðu viðtalið við Ólaf Ragnar í Útvarpi Sögu?

Þar geturðu séð í hendi þér, að einn frambjóðandi gnæfir yfir alla aðra.

PS. Snarpgáfaðir menn eru aldrei "drepleiðinlegir," gervidoktor!

Jón Valur Jensson, 16.5.2012 kl. 00:09

14 identicon

Heil og sæl; Svanur Gísli - og aðrir ágætir gestir, þínir !

Svanur Gísli !

Auðsýnilega; hefir þú ekki verið staddur, á landi hér, örlagadagana í Marz 2010 - fremur en í Apríl, 2011 - þegar Íslands örlög, voru undir, í baráttunni við Brezka og Hollenska ofríkið, auk Landsbanka óþverranna. Flest; ef ekki öll okkar hinna, munum seint gleyma þætti Ólafs Ragnars í, að snúa alþingi ömurleikans niður, á snyrtilegasta máta, fornvinur góður.

Þó lærður sért; í fræðum ýmsum, áttu mikið eftir ólært enn, Svanur minn.

Jón Valur !

Ég vona; að ég móðgi þig ekki, en þrátt fyrir þrákelkni DoctorsE, gagnvart Ólafi Ragnari, mun ég ætíð líta á Doctorinn, sem EKTA - þó ekki væri, nema fyrir spaugsemi hans, og þá einkennilegu áráttu, að koma mér jafnan í gott skap, þegar illa á mér liggur, en nái samt oft, að lesa kersknisfulla gaman semi, þessa öðlings, hér á vef.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 01:15

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar Helgi, ég sé að mér til undrunar að þú leggst á sveif með þeim sem heldur að ég líði fyrir það að dveljast ekki á landinu alla daga. Þú ert þriðji maðurinn sem tekur upp þennan auma málflutning sem er svona kurteisileg Ad hominem árás, sem eins og þú veist manna best er ætið tilkomin fyrir rakaskort og málefnafátækt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2012 kl. 09:57

16 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Svanur Gísli !

Reginmiskilningur hjá þér; fornvinur góður.

Ég átti einfaldlega við; að á okkur, sem í Helvítis eldlínunni stóðum, og stöndum enn, mæddi mest, ekki ykkur, sem voruð / og eða, eruð stödd erlendis, til lengri eða skemmri tíma.

Ég á tvö systkini ytra; annað í Svíþjóð, hitt í Danmörku - og alveg get ég unnt þeim, sem þér þess, að standa utan þessa huglæga - sem hlutlæga vígvallar, sem Ísland er, að orðið, ágæti drengur.

Stjórnmála hyskið; ber MEGINÁBYRGÐINA á, hversu komið er málum, öllum.  

Þannig að; ég hvet þig til, að endurskoða meinta árásar ályktun þína, mér til handa - og öðrum, Svanur minn.

Þetta var; OG ER ENN, viðurstyggilegt ástand, í landinu, Svanur Gísli.

Svo einfalt; er það nú !

Með; ekki síðri kveðjum, samt sem áður - en hinum fyrri, gott fólk /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 11:20

17 identicon

Jón Valur. Mér finnst alltaf eins og ég sé á réttri braut ef ég er á öndverðum meiði við. Doctor E

Benni (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband