Reyna að hræða fólk með ESB grýlunni til að kjósa ÓRG

Stuðningsmenn ÓRG hafa ákveðið að fylgja fordæmi leiðtogans og reyna nú öll möguleg klækjabrögð til að fá fólk til að kjósa ÓRG. Maður skyldi halda að það of snemmt í kosningaslagnum til að örvænta svona. En sjálfur forsetinn setti tóninn og eftir höfðinu dansa limirnir. -

Þóra Arnórsdóttir er hans helsti keppinautur.  Þeir sem elska Ólaf mest, eru tilbúnir að leggjast svo lágt að reyna telja fólki trú um að þessar forsetakosningar séu í raun kosningar um hvort þjóðin gangi í ESB eða ekki. Þeir segja að Þóra sér ekkert annað en útsendari Samfó sem ætli að koma þjóðinni inn í ESB án þess að fram fari Þjóðaratkvæðagreiðsla.

Ekkert getur verið jafn fjarri lagi.

Vitanlega hefur Þóra tjáð sig ýtarlega um málið og það vita þessir ástvinir Óla. En þeir  kæra sig kollótta um hvað er satt og halda að með því að hrópa nógu hátt, nái þeir kannski að yfirgnæfa sannleikann.

En hvað hefur Þóra að segja um ESB og þjóðaratkvæðagreiðsluna;

"Alþingi samþykkti árið 2009 að Ísland skyldi sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Í þingsályktuninni kemur skýrt fram að væntanlegur aðildarsamningur skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðræður hafa staðið yfir síðustu ár og ef samningar nást og nefndin kemur heim með aðildarsamning, þá afgreiðir Alþingi hann fyrst frá sér og leggur hann síðan í þjóðaratkvæði.

Forsetinn hefur því engin áhrif á þá framvindu og á ekki að skipta sér af henni. Það sem ég hef sagt er að ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhverjum dytti í alvörunni í hug að reyna að fara framhjá því að þjóðin eigi lokaorðið í algerlega hreinni og beinni atkvæðagreiðslu (þ.e. bara já eða nei), þá væri það dæmi um neyðartilvik þar sem forsetinn grípur inn í. Þannig að ég get fullyrt að það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um mögulega inngöngu Íslands í ESB."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þótt Þóra sé sómakona í hvívetna Gísli Svanur, þá dylst engum að hún er svar Samfylkingarinnar gegn Ólafi Ragnari.

Gústaf Níelsson, 13.5.2012 kl. 23:06

2 identicon

Þú manst - eða veist ekki, að Jóhanna tók það fram að kosningin yrði ekki bindandi. Mér brá allavega íllilega þegar ég heyrði hana segja það. Ég tengi það við áherslu samfylkingar á Þóru sem forseta.

Benni (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 23:29

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla er ekkert annað en skoðanakönnun, sem stjórnvöld eru ekki löglega skyldug til að fara eftir. Það er undarlegt að fólk vilji ekki tala um sannleikann umbúðarlausan í sínum umfjöllunum. Persónulega finnst mér best að fólk sé heiðarlegt í því sem það segir og gerir.

Þóra er flott kona, en kallinn hennar, hann Svavar Halldórsson ætti að hugsa betur um vanfæra barnsmóður sína en hann gerir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2012 kl. 00:14

4 identicon

Þóra er sjálfsagt ágæt manneskja, en hefur enga auðsjáanlega eiginleika að verða kosin, sem réttlæta að þjóðin taki áhættu með því að kjósa hana.

Við skulum heldur ekki gleyma, að þegar hún tæki við völdum yrði tæpt ár, þar til kosið verði til Alþingis. Miðað við sögu þessarar óvinsælustu ríkistjórnar seinni tíma, og tilraunir hennar til að koma í gegn ólögum, má búast við að ýmis önnur mál sem þjóðin ætti að kjósa um, yrðu keyrð í gegn, í trássi við þjóðarvilja.

Þóra er Samfylkingarmanneskja, hún er frambjóðandi flokksins og við getum einfaldlega ekki leyft okkur þann lúxus að kanna það eftir kosningar, hvort hún sé traustsins verð, eða hafi einhverja eftirsóknarverða eiginleika, á bakvið þessa glamúrímynd.

Við vitum hinsvegar hvað við höfum í Ólafi. Og þar er engin hræðsla við að ganga gegn hagsmunum ríkisstjórna og þeirra flokka sem að þeim standa.

Og þar stöndum við. Í þeim sporum að taka ekki óþarfa sénsa á örlagatímum.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 00:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað meinar þú Anna með: að Svavar Halldórsson ætti að hugsa betur um vanfæra konu sína en hann gerir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2012 kl. 12:39

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Axel Jóhann, ég held að Anna Sigríður meini ekki neitt. Það virðist vera búið að loka blogginu hennar. Hversvegna veit ég ekki. Hún var líka með óskiljanlega athugasemd á mínu bloggi í gær og hefur ekki svarað því sem hún var spurð um.

Sæmundur Bjarnason, 14.5.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband