Flokkspólitíkin tapar í Garði

Í fjölda ára hefur bæjarfélagið í  Garði verið undir stjórn hægri sinnaðra karla sem það hefur flutt inn frá Vestmannaeyjum.  Suðurnesjamenn virðast trúa því statt og stöðugt að þeim sé best borgið í höndum notaðra íhaldssinnaðra mini-pólitíkusa sem rekja ættir sínar út í Eyjar.

Það gerir a.m.k. Árni Sigfússon, Sigurður Jónsson fyrrverandi bæjarstjóri kom í Garðinn beint frá Vestmannaeyjum og svo auðvitað Ási Friðriks sem þarna fann sér, að hann hélt, trygga matarholu.

Kolfinna S Magnúsdóttir er greinilega orðin langþreytt á Ása Friðriks og hefur ákveðið að gefa öðru fólki möguleika. -

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ákvörðun Kolfinnu ekki byggja á pólitík heldur koma til út af ágreiningi um persónur. Sé það svo er það bara gott. Nóg komið af vitleysis flokkapólitík í þessu smáa samfélagi. Malið snýst um persónu Ása Friðriks sem Kolfinna vill ekki lengur hafa fyrir bæjarstjóra.

Það er fólkið sem skiptir máli, ekki flokkspólitíkin sem það segist aðhyllast. Flokkspólitík er að mörgu mannskemmandi og pottþétt helsta sundrungaraflið í þjóðfélaginu. - Innan stjórnmálaflokkanna leynast skemmdu eplin sem fela sig á bak við frómar stefnur og yfirlýsingar flokkanna.

Gallinn er sá að fólki almennt er talið trú um af flokkseigendafélögunum að hún sé eina aðferðin sem til er við að stjórna mannlegu samfélagi og einhverskonar ómissandi hluti að lýðræðislegu skipulagi.

Það er auðvitað fjarri lagi. Í öllum kosningum á að kjósa um fólk, ekki flokka.

Það er aðeins skipulagsatriði.


mbl.is Meirihlutinn í Garði fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta gæti átt við næstum hvaða sveitafélag sem er á landinu.  Ágætt ef það rippaðist eitthvað upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2012 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband