Rasisminn og Jón Magnússon

Jón Magnússon Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokks birtir á heimsíðu sinni grein þar sem hann er að amast við andmælum  Braga Guðbrandssonar formanns Barnastofu og Baldurs Kristjánssonar sóknarprests í Þorlákshöfn við dómi héraðsdóms á máli tveggja ólöglegra innflytjenda frá Alsír.

Í grein sinni sér Jón ástæðu til að spyrða saman mál innflytjendanna frá Alsír og níðingsverk framin af glæpagengi í Bretlandi, sem komst í hámæli vegna þess að fórnarlömb þess voru ungar stúlkur sem ekki játuðu Íslam en meðlimir gengisins voru hinsvegar allir ungir múslímar.

Aðspurður segist Jón gera það til "að benda á misnotkun orðsins rasismi og til hvers það getur leitt. Það getur leitt til réttindamissis þeirra sem erfitt eiga uppdráttar eins og þessar vesalings stúlkur sem voru misnotaðar og þeim nauðgað og settar í raunverulega kynlífsþrælkun og yfirvöld þorfðu ekki að hætta sér í að halda uppi lögum og reglum vegna óttans við hatursáróður öfgafullra múslima og afvegaleiddra vinstri manna."

Því miður er Jón orðin að fórnarlambi fjölmiðlafárviðrisins sem varð út af þessu máli á sínum tíma. Á síðasta ári var farið vandlega ofaní saumana á því, fyrst af yfirvöldum og síðan af  marktakandi fjölmiðlum. Rannsóknirnar leiddu m.a. í ljós að ásökun á hendur bresku lögreglunni um að vera hrædd við að taka á glæpum þessa gengis af ótta við að vera ásakaðir um  kynþáttafordóma, eru ótrúlega langt frá veruleikanum.

Auðvitað höfðu sorpritin sem gert höfðu sér mat úr þessu meinta dugleysi lögreglunar, ekki fyrir því að leiðrétta málið. Enn BBC og Chanel 4 fjölluðu samt ýtarlega um það í sérstökum þáttum þar sem sum fórnarlömbin komu fram á skýrðu m.a. frá því hvernig þau komust í kynni við klíkuna og hvers eðlis samband þeirra við hana var. Hér er einnig grein The Telegraph um málið þar sem fram kemur að ekki var við lögregluna að sakast.

Niðurstöðurnar voru að framferði þessa ákveðna glæpagengis var ekki mjög frábrugðið aðferðum og háttum annarra glæpagengja  í Evrópu yfirleitt þótt vissulega hafi þeir valið fórnarlömb sín með tilliti til uppruna. E.t.v. var samt stærsti munurinn sá að mörg glæpagengi láta ekki staðar numið við misnotkunina,  heldur standa fyrir mannsali og kynlífsþrælkun stúlkna vítt og breitt um Evrópu.

Rannsóknin í Bretlandi sýndi að tíðni þessa tegundar glæpa er afar áþekk meðal hvítra, asískra og afrískra glæpagengja.

Í seinni tíð hefur verið reynt að nota þetta ákveðna mál í Betlandi fyrir vatn á millu þeirra sem segja að yfirvöld sýni múslímum of mikla linkind af ótta við að vera ásökuð um rasisma. -

Þeir sem slíkt gera halda sjaldnast til haga því sem satt er í málinu og reynast þegar að er gáð, sjálfir vera annað hvort rasísktir missætismenn eða öfga-hægri sinnaðir lýðskrumarar, og stundum bæði.

Það er því umhugsunarefni hvers vegna Jón Magnússon tekur að sér að spinna þennan þráð á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón er ofurkrissi.. thats why

DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 14:01

2 identicon

Þessi pistill þinn Svanur, er einmitt samnefnari fyrir rauða þráð pistils Jóns... Jón kemur með sína nálgun á málaflokknum, góð grein að mínu mati, þú slærð upp bloggi með það sama sem ber yfirskriftina:

Rasisminn og Jón Magnússon.

Þarf eitthvað að ræða innihald pistils Jóns meir ?

Ég er að rita ummæli við lifandi sönnun þess að hann hafði rétt fyrir sér, og það fullkomlega.

Hvernig er það Svanur... er ég rasisti ef ég vil takmarka straum innflytjenda frá ólíkum menningarheimum inn í land mitt ??

Ef svarið er já, hvernig rökstyður þú það án þess að þekkja mig nokkuð, jafnvel þótt þú hafir lesið nokkur orð eftir mig í netheimum ??

Þennan þýðingarmikla málaflokk verðum við að tala um þótt við göngum ekki í takt skoðanalega séð, þennan málaflokk verður að tækla með öðru en þögninni !

runar (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 17:48

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Runar; Rasismi hefur ekki endilega neitt með almennar takmarkanir á straum innflytjenda að gerr og sá sem er slíku fylgjandi því ekki endilega rasisti. - Það er rétt hjá þér að þessi málflokur þarfnast umræðu og þess vegna vek ég athygli á honum þegar tækifæri gefst. - Hitt veit ég að það að vera á móti einhverri ákveðinni "tegund" sem er flokkað eftir hörundslit, trúarbrögðum, kyni eða kynþætti er rasismi. - Það er líka rétt hjá þér að fyrsögn greinar Jóns er hér snúið upp á hann sjálfan, en ég tel mig samt vera að fjalla um efni greinar hans í þessum pistli. Hvað er það annnars í grein Jóns sem þér finnst sérstaklega þurfa að ræða?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2012 kl. 18:31

4 identicon

Þegar rök þrjóta, er andmælandi kallaður rasisti. Að vera meðvirkur og stinga höðinu í sandinn er að vera ant-rasisti.

Að vera á móti ákveðnum trúarbrögðum er ekki rasismi.

Nánast allir íslendingar eru rasistar í eðli sínu.

Frá mínum bæjardyrum séð, hafa múslimar frá Alsír ekkert á Íslandi að gera, nema skapa vandamál um ókomna framtíð.

Múslimar aðlagast ekki vestrænni menningu, en þykjast gera það til að fá að vera í friði.

Þegar múslimi talar um islam við vesturlandabúa lígur hann alltaf.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 21:18

5 identicon

Að lesa athugasemdir hér er eins og að hlusta á útvarp sögu.

Elías (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 22:47

6 identicon

Ekki Doctor E samt.

Elías (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 22:49

7 identicon

Athyglisverðar umræður hér um rasisma !

Mín kenning er að rasismi snúist um tvenns konar: 

1) Vanþekkingu og/eða hræðslu gagnvart annarri trú  eða hörundslituðu kyni.

2) Tortryggni eða varkárni gagnvart mögulegri hættu af hryðjuverkum eða glæpastarfsemi  frá hópinnflutningi innflytjenda.

En þar sem við erum í Schengen þá eigum við víst að gleyma allri tortryggni og leyfa öllum með bros á vör að koma hingað til lands :)

Og því eigum við samkvæmt þessu ALDREI að tjá okkur um innflytjendur eða þeirra mál, eða atvinnumál innflytjenda, eða mál flóttamanna, eða.....

ég held að ég hafi sagt meira en leyft sé !!

Lotta (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 11:14

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Schengen hefur orðið til þess að Íslendingar geta ekki lengur falið sig bak við einangrunarhyggjuna og fullyrt svo að á Íslandi sé enga fordóma að finna. Það er auðvelt að segjast ekki hata neinn þegar enginn er til staðar til að hata.

Hluti af fordómum er ástæðulaus tortryggni og hræðla byggð á vanþekkingu eins og þú segir Lotta. -

En hvar segir að ekki megi tjá sig um málið. Það er eins og gripið sé til þessa afsökunarfrasa í nauðavörn, "að það megi ekkert segja" þegar að baki býr einhver tilfinning sem maður sjálfur vill ekki kannast við. - Auðvitað á að ræða mál innflytjenda. En á tortryggni og hræðsla að stýra þeim umræðum?

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.5.2012 kl. 12:49

9 identicon

Svo sammála þér Svanur,

Umræða á í raun ávallt að að vera opin, en hættan er alltaf á öfgum strax í byrjun ef viðhorfin eru slæm í byrjun og þá meina ég ef viðhorfin eru í upphafi neikvæð !

Rasismi byrjar yfirleitt þegar einhver einn upplifir eitthvað neikvætt frá öðrum kynþætti, fréttin berst til annars tengdum þolandanum, og svo framvegis, og framvegis....

Lotta (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 13:07

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Rasismi snýst, frá mínum bæjardyrum séð, fyrst og fremst um sjálfsdýrkun og heimsku. Í því felst um leið skortur á sjálfsöryggi sem kallar á skort á umburðarlyndi, sem fær fólk til að hata náungann af ýmsu tilefni, litu eða stóru.

Það eru þessir eiginleikar okkar, hvernig sem við erum á litinn eða hvaða skoðanir við aðhyllumst, trúarlegar, eða öðruvísi, sem gera allt vitlaust ef einhver leyfir sér að fara á skjön við það sem okkur finnst.

Því vil ég fella rasisma undir botnlausa frekju og skilningsleysi þess sem á heldur, og veldur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.5.2012 kl. 13:31

11 identicon

Heyr, heyr :)

Lotta (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 13:42

12 identicon

Bergljót,

þú hefur sagt það sem ég hef hugsað,

rasismi er byggður á grunnyggni sem ekki er svaranlegur í mannlegum skilningi !

Lotta (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 13:46

13 identicon

Rasismi er ljótur og heimskulegur.

Að halda því fram að andúð á íslam sé rasismi er mjög heimskulegt.

Íslam er pólítísk öfgastefna sem misnotar trúarþörf fólks sér til framdráttar.

imbrim (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 14:15

14 identicon

+Þegar reynsla ákveðins einstaklings sem aðhyllist ákveðna trú snýst um það að vera barátta fyrir að forðast ofbeldi, kúgun, ógnun, misnotkun, vanrækslu, hótun og lengi mætti telja, þá er augljóst að viðkomandi einstaklingur er kona sem fæðst hefur í islömskum sið,

 og þá er oft á tíðum ekkert nema gott að hægt sé að fela sig með blæjum eða búrku svo karlmenn noti mann ekki enn þá meira sem afsökun til ofbeldis eða misþyrmingar ! 

Og svo er sagt að búrkur séu andstæða frelsis !  

Lotta (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 14:40

15 identicon

Lotta.

Þú ert sem sagt hlynnt búrkunni.  Hún er svo góð fyrir konur til að fela sig fyrir gröðum og ofbeldisfullum múslimakörlum.

Búrkan er sem sagt frelsi!

imbrim (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 14:52

16 identicon

Imbrim hefur rétt fyrir sér. Bergljót, hvað búa margir sígaunar í hverfinu hjá þér og hvernig er samvinnann? Yfirleitt gengur það frekar illa í öllum öðrum löndum.

Þegar ég bjó á Íslandi, fyrir mörgum, mörgum árum, vissi ég ekki hvað orðið "rasism" þýddi.

Eftir 25 ára dvöl erlendis, veit ég allt um það.

Ég hef ekkert á móti fjölmenningu, en miðað við hvernig múslimar hugsa og haga sér á vesturlöndum (með ógn og óvirðingu eigum við að aðlagast þeirra siðum og trú), er ég á móti því að þetta fólk búseti sig á vesturlöndum. Basta.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 15:08

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fyrir ekki meira en 60 árum, þá vinnu innbyggjar hérna alveg vel hvað orðið ,,kynvillingur" þýddi. þ.e.a.s. að þeir vissu það innra með sér - og það var eitthvað alveg óskaplega hræðilegt og ljótt. Núna veltir maður fyrir sér sko: Afhverju fannst innbyggjurum samkynhneygð svona óskapleg? Þ.e. hvað var það sem vakti slík viðbrögð. Maður skilur það ekki í dag - en innbyggjar höfðu allt aðra hugmynd um það bara í gær. þetta er svo stutt síðan - að við erum að tala um foreldra okkar:

,,Íslenzkur kynvillingur að verki með Negra.

"Að undanförnu hefir verið uppi hér í bænum þrálátur og magnaður orðrómur um kynvillu, sem hér ætti sér stað...

...

Eina nótt nú fyrir skömmu stóð lögreglan í Reykjavík einn þessara manna að verki í bragga einum hér í bænum. Maður sá, sem þar var að verki, hafði farið heim með Svertingja af skipi hér í höfninni, og síðan fært hann úr fötum og fengið hann til þess að þjóna hinum afvegaleiddu hvötum sínum.

...

Hvað er að gerast í Reykjavík?

Þessi atburður og fleiri af ekki óáþekktum toga spunnir benda til þess að býsna ískyggilegir hlutir séu að gerast á meðal okkar, og þess vegna telur blaðið ekki rétt að þetta viðbjóðslega mál liggi í þagnargildi."

(Tíminn, 24.04 1952, bls.12.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2012 kl. 16:23

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,þá vissu innbyggjarar".

Af ofan skráðri frétt má sjá að viðhorf breytast stundum á undraskömmum tíma.

þessvega þegar maður sér muslimafordóma sem svo algengir hér á landi eru og hvað menn eru heitir og sannfærðir í fordómum sínum því viðvíkja - að hvernig verði litið á slík skrif eftir 60 ár.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2012 kl. 16:29

19 identicon

Lotta...grunnhyggni heitir það víst...grunnyggni finnst ekki.

Fyrst þú ert að vega að greind/þekkingu okkar hinna er göngum ekki í takt við þig skoðanalega séð þá er lágmark að stafa niðurlæginguna RÉTT !

Maður getur verið á móti vissu ferli án þess að hata það sem ferlinu veldur.

Það eru oftar en ekki þeir er aflað hafa sér upplýsinga sem treglega samþykkja óheftan innfluttning fólks frá öðrum menningarsvæðum.

Fjöllita samfélag er ég meira en sáttur við !

Fjölmenningasamfélag get ég ekki samþykkt !!

Þið "rasistagólararnir" verðið að átta ykkur á því að þetta er ekki og hefur aldrei verið sami hluturinn.

Bergljót, texti þinn er fagur en innihaldið rýrt.

runar (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 18:35

20 identicon

Ómar Bjarki!!! Fyrir 60 árum síðan held ég að orðið kynvilla hafi ekki verið til í íslenskri tungu, nema kannske hjá ísl.orðabók.

Almennt var þetta kallað "sódó". (sodomi)

Nú er ég líka að tala um 1952

Eftir 60 ár, þá held ég að við höfum engar umræður um múslima.

Þeir verða þá með yfirráð í Evropu. T.d. Hvað voru mörg % múslima voru í Egyptalandi 1933? Hvað eru mörg % múslima eru þar í dag? í dag? Hvernig er farið með kristið fólk í Egyptalandi í dag?

þetta kjaftæði um rasisma!!! Ég spyr hvað er rasismi???

Vill einhver svara mér????

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 20:10

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir spurningu Jóhönnu og bæti um betur: HVENÆR er rasismi?

Kolbrún Hilmars, 12.5.2012 kl. 20:56

22 identicon

Ómar Bjarki skrifar:  "þessvega þegar maður sér muslimafordóma sem svo algengir hér á landi eru og hvað menn eru heitir og sannfærðir í fordómum sínum því viðvíkja - að hvernig verði litið á slík skrif eftir 60 ár".

Spurningin er frekar hvernig verður skrifað um samkynhneigða eftir 60 ár ef hlutirnir þróast eins og þú vilt Ómar Bjarki.

Kannski svona.  "Þrír kynvillingar voru hengdir í gær á Dar es salaam torgi.  Megi þeir brenna til eilífðar í helvíti!  Allah uh akbar!

imbrim (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 20:59

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mér er það alveg ómögulegt, að flokka fólk eftir kyni, ættum, viti, hegðun, trúarbrögðum og stjórnmálaflokkum.

Fyrir mér eru allar manneskjur jafn réttháar sálir, sem er siðferðislega óréttlátt og rangt að mismuna.

Ég sé alltaf sál og visku í hverjum einstaklingi, en ekki allt gervi-atferlið sem sálirnar eru þvingaðar til að vinna eftir. En ég er nú ekki alveg í takt við almennings-álitið. Það er mér vel ljóst. Ég biðst velvirðingar á að passa ekki inn í A-4-ramma pólitísku stjórnsýslunnar "mannréttinda-sinnuðu".  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 22:17

24 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Hitler er líklega besta dæmið um rasista með öllum sínum áformum um hreinræktun fólks af arískum uppruna og gyðingahatri. Brevik sá skelfilegi sem Norðmenn sitja uppi með er alveg af sama meiði, en bara valdaminna peð, en engu að síður stórhættulegur eins og dæmin sanna.

Rasismi er þegar svona fólk nær að framkvæma áforn sín, áform sem byggja á frekju og yfirgangi, án alls tillits til náungans og fullkomnum skorti á náungakærleik. Dæmin eru því miður mýmörg.

Oft skarast líka það sem ég kalla rasisma og fordómar, sem geta verið gagnvart öllu og öllum, og oft erfitt að skilja að. Þó álít ég hreint kynþáttahatur alltaf vera rasisma, enda orðið þaðan komið.

Aftur á móti held ég að það sé enginn rasismi í því að vilja ekki fjömenningarlegt samfélag, þar sem hægt er að afstýra því. Ástæðan er hreinlega sú að mannskepnan er svo þver, að hún heimtar að hafa sína siði og venjur, hverju sem tautar og raular, sem endar eins og við vitum öll oft með skelifilegum afleiðingum, t.d. þegar unga fólkið vill sameinast nýja samfélaginu og þá stangast trúarbrögð og siðir illilega á.

 Aftur á móti er marglitt samfélag ef svo má að orði komast, þar sem nýbúar gangast undir reglur þess samfélags sem þeir flytja til líklega bara af hinu góða, allavega sé ég ekkert að því.

Svo er annað mál með samkynhneigðina. Eru þeir sem eru ennþá að fárast úr í hana ekki bara einhverjir villuráfandi sauðir, sem eru að reyna að sýna okkur hinum hvernig fordómum er fram haldið?

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.5.2012 kl. 22:42

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ómar Bjarki!!! Fyrir 60 árum síðan held ég að orðið kynvilla hafi ekki verið til í íslenskri tungu, nema kannske hjá ísl.orðabók."

þetta er ekki rétt. það má vel vera að annað orð hafi verið haft um það á manna á milli en að sjálfsögðu höfðu innbyggjarar íslenskt orð yfir þetta. Að sjálfsögðu.

Hitt er annað að það má spurja sig: Hvað héldu innbyggjarar almennt að þetta væri? Hvernig litu þeir á þetta fyrirbrigði os.frv. það er augljóst að þetta var bara alveg skelfilegt. það sést vel á útleggingu Tímans. þetta var frétt á baksíðu blaðsins. Taka ber eftir aðþeir nota orðið ,,viðbjóðslegt".

Svo eru íslendingar núna að hneykslast á BNA mönnum. þetta var svona hérna í gær. Menn voru lamdir fyrir það að vera samkynhneygðir alveg framyfir 1980. Menn þurftu að flýgja land! Alveg uppundir 1980. Flúðu til Danmerkur.

Með þetta mál Tímans frá 1952 - að þá tekur visir málið upp og furðar sig á ummælum Tímans og hneykslast talsvert á því að Tíminn viti ekki að þetta sé sjúkdómur:

,,Þá er og þess að gæta, aðmallur almenningur á heimtingu á því að vita hvaS kynvillala er í raun og veru, og eins á hvern hátt einkenniin lýsa sér. Einkum þurfa æskumenn að vita á þessu glögg skil, því að eftir samfélagi við þá sækjast sjúklingarnir mjög og eru mörg dæmi þess, að unglingar, sem að eðlisfari eru

heilbrigðir, hafa vanist á kynvillu af annarra sjúklinga völdum.

Tíminn kórónar vansæmd sína með því að geta þess sérstaklega, að íslendingurinn hafi lagt lag sitt við negra. Á tímum jafnréttis er erfitt að sjá rökrétt samhengi í þessari frásögn. Réttast er að Tíminn geri grein fyrir því, hvort kynvilla í sambandi við svartan mann sé á öðru sjúkleikastigi en ef mökin eru höfð við hvítan.

Mergurinn málsins er, að kynyilla er sjúkdómur, og hann á ekki að vera efni í kitlandi æsifréttir."

(Visir 26.04 1952 bls, 5.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2012 kl. 23:08

26 identicon

Ég var einu sinni úti að borða með vinafólki mínu. Það var nokkuð mikið að gera á veitingastaðnum og þar voru m.a. nokkrir innflytjendur að störfum. Þeir gátu lítið tjáð sig á íslensku og gekk frekar illa að gera þjónustuna þægilega fyrir okkur. Ég lét einhver orð falla um þetta og þá spurði einn úr hópnum: "Hvað er þetta maður, ertu rasisti". Ég hugsaði mig um smá stund, og sagði svo já. Þá hófst umræða við borðið um rasistma. Ég var skammaður og enginn tók undir með mér og vildi viðurkenna að hann væri rasisti.

En þegar ég spurði þetta vinafólk mitt hvort þau yrðu þá ánægð og hamingjusöm með það að dóttir ÞEIRRA kæmi heim einn daginn með einn þeldökkan Afríkumann upp á arminn, eða einn strangtrúaðan Múslima, segði þeim að hún væri ástfanginn af honum og það að auki ólétt eftir hann og ætlaði að giftast honum, hvort þau myndu alveg missa sig af gleði yfir því, óska þeim alls hins besta og hlakka til að eignast "erlendan" tengdason og lituð barnabörn.

Það var eitthvað minna um svör hjá vinum mínum við þetta óvænta útspil mitt, og þá sagði ég þeim að þau væri alveg jafn miklir rasistar og ég, munurinn væri bara sá að ég þyrði að viðurkenna það.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 07:17

27 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón, ég sé það ekki alveg fyrir mér að missa mig af gleði þó dóttir mín kæm ólétt heim eftir bláeyga Reykvíking sem ég þekkti hvorki haus né sporð á, jafnvel þó hann stæði með henni á miðju stofugólfinu með derhúfuna í rappara buxunum og héti Jón Sigurðsson. 

Ég hugsa að upp úr mér kæmi það fyrsta sem mér dytti í hug "nú það er bara svona" og hugsaði svo með mér "það eins gott að hann eigi eftir að reynast henni vel annars verður mér að mæta". 

Gerir þetta mig að rasista heldurðu?

Magnús Sigurðsson, 13.5.2012 kl. 09:08

28 identicon

Flott hjá þér Jón Sig.

Íslendingar eru svo "meðvirkir" í öllu: Það lekur slepjan af þessu fólki. Það má ekki taka föst "ung börn" og setja þau í fangelsi. Hver er búinn að sanna þeirra sögu um aldur? Það er hægt að finna út aldur á fólki bara svona eins og á dýrum. Það stendur nú ekkert í vísindamönnum að aldursgreina dýr aftur í aldir, svo þeim ætti nú ekki að verða skotaskuld að finna aldur á þessum ungu mönnum. En þangað til eiga þeir að gista fangelsi. Þeir vissu hvað þeir voru að gera, annars hefðu þeir ekki falsað passa og logið til nafns.

Þetta á að verða þeim víti til varnaðar. Enga "meðvirkni eða vænusýki hér". Við eigum nóg með þá aðila sem við höfum fyrir í afbrotum. Það sem ég hef skrifað nú, er það rasismi???

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 09:26

29 identicon

Ómar Bjarki! Burt séð frá Tímanum 1952 Eru allir kynvillingar sammála Vísi um að þetta sé sjúkdómur?

Mér finnst að þetta eiga vera mál þeirra sem málinu eru skyldir. Alls ekki að vera hampa þeirra kynlöngun. Það gera þeir sjálfir mjög ötullega. Leyfum þeima að vera í friði.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 09:34

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjáðu til, greinin í visi er líka 1952. Blöðin voru yfireitt svona á þessum árum. þ.e. ef eitt sagði eitthvað - þá reyndi annað að koma einhvernveginn höggi á málflutninginn.

Visir er að sjálfsögðu að tala útfrá 1952. Hjá Tímanum er þetta ,,viðbjóðslegt" og má segja að það sé með Biblíulegu túlkunina meira en Visir setur sig á háan hest og kemur með læknavísindin. Sjúkdómur o.s.frv. Visir hefur augljóslega sömu fyrirlitninguna á þessu en vill meina að menn séu ekki sjálfráðir gjörða sinna vegna sjúkdóms.

Árið 2012 er komið himin og haf frá þessu.

Bottom læn: Fordómar verða oft einkennilegir í gegnum gleraugu sögunnar. þeir geta stundum elst illa. Í þessu tilfelli er athyglisvert - hve þetta er örstutt síðan. Bara í gær.

Jafnframt er ýmislegt sem mætti ihuga útfrá þessari umfjöllun Timans og Visis. þ.e. hvernig, að því er virðist, öllu hefur verið hringla saman. Sést hvernig Visir leggur áherslu á að þeir sem hafi ,,sjúkdóminn" sækist í ungdóm o.s.frv. En þetta er djúp pæling og flókin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2012 kl. 10:38

31 identicon

Hreinn rasismi snýr að kynþætti en ekki menningu, Homo Sapiens gegn Homo „Inferior“, öfgaskoðun sem er oft studd með tilvitnunum í þróunarkenningu Darwins.  Einn kynþáttur manna hafin upp en annar settur niður og jafnvel flokkaður með mannöpum ef ekki neðar.Menning er hins vegar annar hlutur.  Menning er siðir og hefðir, verklag og þekking, skoðanir, trú og stjórnmál, stefnur og straumar er tengjast háttum okkar mannanna s.s. umræður og álit okkar á  rasisma, kynhneigð manna eða öðrum mannlegum athöfnum.Menning hefur verið lengst framan af sögu mannsins tengst kynþáttum sökum þess að kynkvíslir manna voru lengst af „bundnir“ landsvæðum og menningarsvæðum.  Menning og kynkvíslir manna eru samofin, stundum illa aðgreinanleg en styðja oft hvort annað.  Á sumum menningarsvæðum þykir eitt og annað sjálfsagt sem mundi þykja dónaskapur og svívirða hjá öðrum.  Oft kemur upp í svipaðri umræðu og er hér á síðunni klæðnaður kvenna í sumum Miðausturlöndum og er þá hér verið að minnast á Burqa, sem fólki á Vesturlöndum þykir mikil hneisa fyrir menningarsvæði miðausturlanda en horfa fram hjá því, líklega vegna athugunarleysi, að klæðafrelsi kvenna á vesturlöndum þykir hneykslanlegur þar austur frá.Menningu er hins vegar hægt að taka upp frá öðrum , s.s. matarmenningu, stjórnmálastefnur, tískustrauma, trúar og lífsskoðanir og einnig ýmsa „ósiði“.Að vera ósáttur við að innflytjendur í almennum þjónustustörfum eigi erfitt að tjá sig á móðurmáli innfæddra, sökum vankunnáttu og æfingaleysi, er ekki rasismi.  Það er sjálfsögð krafa að fólk í almennum þjónustustörfum geti gert sig skiljanlegt og skilji tungumál innfæddra.  Hins vegar gengur núna yfir allt nokkurs konar „meðvirknisleg umburðarlyndismenning“ sem er reyndar ekki umburðarlyndari en svo að allir sem ekki fallast á lífsskoðanir, helst meðvirkir á þessa menningarstefnu eru flokkaðir sem óæskilegur skoðanahópur og úthrópaðir ýmsum niðrandi athugasemdum.  Umburðarlyndið er ekki meira en það, það nær ekki út fyrir sinn hóp.

Jóhannes (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 10:46

32 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Sig kann að hafa rétt fyrir sér að við séum öll rasistar inn við beinið. En ef svo er, er það ástand ekki sjálfsagt og viðunandi. - Rasismi er illur og hann á að uppræta. Hann er illur vegna þess að hann er byggður á lygi. Lygin er sú að fólk af ákveðnum litarhætti, af ákveðnum trúarbrögðum eða menningarheimi, sé óæðra og því óæskilegt í samfélaginu.- Fullt af Íslendingum litu niður á Færeyinga og fullt af íslendingum mundu ekki enn vilja að dætur þeirra giftust Grænlendingum. Þannig eru fordómar ekki endilega bundnir fólki af fjarlægum slóðum.

Ég er ekki sammála Beggu um að fjölmenningarsamfélag séu ekki möguleg eða sé á einhvern hátt óæskileg. Fjölmenningarsamfélög eru víða til og hafa gengið ágætlega.

Það sem ógnar fjölmenningssamfélögum í dag er fyrst og fremst ofbeldisfull þjóðernishyggja sem rekja má til og er einskonar svar við langvarandi efnahagslegri kúgun Afríku og mið-asískra landsvæða og arðrán vestrænna ríkja í þeim löndum. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 11:06

33 identicon

Smá leiðrétting varðandi fyrri grein hjá mér;

"rasismi er byggður á grunnyggni sem ekki er svaranlegur í mannlegum skilningi !"

þarna átti að sjáfsögðu að standa grunnhyggni, en fljótfærni mín orsakar stundum innsláttarvillu en ég vona að bloggarar haldi ekki að ég sé svo fávís í íslensku máli :)

Í annan stað: kaldhæðni mín gagnvart búrkum og siðferði islamskra venja hefur greinilega ekki komist til skila, enda fæ ég athugasemdir um að ég sé sammála þeirri kúgunaraðferð islamskra venja, sem ég er ekki !!!!

En þar sem ég hef fengið athugasemdir gagnvart þeim skrifum vil ég beina einnig athugasemd til þeirra sem þær skrifa, að enginn skal kasta steinum úr glerhúsi :)

Með virðingu og vinsemd, Lotta

Lotta (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 12:24

34 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Svanur.

Ég er ekki viss um að þú hafir lesiðmeð athygli það sem ég skrifaði um fjölmenningarsamfélög og afleiðingar þeirra, eða þá að ég klúðraði skrifunum á einhvern hátt, en þegar nýbúar þverneita að gangast undir samskiptareglur þess samfélags sem þeir búa í er oft ekki von á góðu. Þar á ég við að halda fast í það sem þeir koma með að heiman og þverneita að sleppa, hvort sem það eru siðvenjur, trúarbrögð, sem stangast á við nýja samfélagið eða annað.

Þess vegna talaði ég um samfélag fólks af ólíkum kynþáttum, þar sem fólk gengst undir reglur og siði þess samfélags sem það flytur til. Ég held að í versnandi heimi sé þetta bara nauðsynlegt.

Þetta á líka við um mig og aðra landsmenn mína sem vilja flytja til annarra menningarsvæða. Ef okkur mislíkar, förum við bara heim aftur, eða sitjum á okkur, ef okkur mislíkar, og reynum að aðlagast samfélaginu eins og best við getum.

Svo vil það víst vera að ég er kölluð Beggó.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2012 kl. 20:07

35 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bergljót. Fjölmenningarsamfélög standa og falla með því að allir þegnarnir fari að lögum landsins og viðurkenni þau. Engin sérlög eða sérþarfir sem eru í blóra við lögin á að þola. - Hvernig fólk hagar sér umfram það er þeirra mál. - Þútalar um að fólk þverneiti að gangast undir samskiptareglur og það kann velk að vera. En á meðan engin er að brjóta lög landsins er það í lagi. - Ef löggjöfin er hinsvegar veik, er voðinn vís.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 20:15

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Afsakaðu þetta með nikkið þitt. Beggó skal það vera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband