Halldór og Huang nudda salti í sárin

Talsmaður Huang Nubo á Íslandi, Halldór Jóhannsson getur ekki stillt sig um að senda Ögmundi tóninn og ulla svolítið á hann í leiðinni og fetar þar í fótspor húsbónda síns sem sendi Ögmundi langt nef í gegnum kínverska fjölmiðla um helgina.  

Ögmundur hefur hvað eftir annað bent á þá augljósu staðreynd að það getur ekki verið farsælt veganesti í ferðaþjónustu, að leggja upp í óþökk þeirra sem landið byggja og eiga von á andúð þeirra sem ætlað er að starfa við fyrirtækið eða greiða veg þess í gegnum kerfið.

Varla verður flugvöllur byggður á Grímsstöðum nema í góðu samstarfi við íslensk yfirvöld og varla verður eins umsvifamikil ferðaþjónusta og herra Huang hyggur á, að veruleika nema að við hana vinni fjöldi Íslendinga.

En kannski er þetta allt saman hluti af fléttunni sem Huang hefur í huga. Þessi hroki og skeytingarleysi gagnvart íslenskum stjórnvöldum, kemur alveg heim og saman ef Huang hyggist ekki ráða Íslendinga til þeirra verka sem hann vill láta vinna á Grímsstöðum, hver sem þau eru.

Og e.t.v. er allt þetta tal um flug- og golfvelli aðeins til að slá ryki og dollaramerkjum í augu viðsemjanda hans. E.t.v. hyggist Huang halda sig við kínverskt vinnuafl og stóla á að dollararnir greiði götu hans með annað. Þannig hefur háttur hans verið fram að þessu og engin ástæða til að ætla að hann fari nú að breyta um stíl.


mbl.is Ögmundur á eftir að gleðjast líka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér dettur í hug vegna fjarlægðar hótelsins við allt og stærðar svæðisins (plús flugvöll)

ætli nubo að hafa gistiaðstöðu fyrir kínverska milla og stjórnmálamenn. (sem vilja hafa sem minnst samskipti við almenning)

sem gæti þýtt stórt peningaflæði til landsins, ef þeir ætla ekki að nota flugvöllinn til að koma með vistir til landisins og kaupa allt í kína :)

svo gæti þetta líka verið (í kjallaranum lol) kínversk njósnastöð útaf mikilvægi nýju siglingaleiðina nyrðra :)(reyndar lagt fram meira í spaugi :))

svenni (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 02:14

2 identicon

Hvað segir sagan?

Einu sinni neituðu íslendingar noregskonungi um að fá Grímsey (því þar getur verið her með nægar vistir frá fugli og eggjum) en gengu honum svo síðar sjálfviljugir á hönd.

Ætli yrði ekki tekið feginshendi við RISAláni frá Kína

Grímur (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband