Það sem Kína girnist, fær Kína á endanum

Enn og aftur sanna Kínverjar að þeir eru manna slungnastir við að ná því fram sem þeir vilja. Digurbarkaleg orð innanríkisráðherra breyta þar engu um. En þetta er gömul saga glæný. Það sem Kína girnist, fær Kína.

Kínverjar komast upp með að selja allra þjóða mest af vopnum til þjóða sem eiga að sæta banni við vopnakaupum, þeir halda hlífðarskildi yfir þjóðum sem ógna öryggi heimsins með því að þróa kjarna vopn í blóra við alþjóðasamþykktir, eins og Íran og Kóreu. Kínverjar komast upp með að halda aftur af þjóða-samfélaginu sem koma vill skikki á á málefni landa þar sem einvaldar halda gjörvallri þjóð sinni í herkví, líkt og í Sýrlandi.

Þetta gera þeir einfaldlega í krafti handstýrðs gjaldeyris og mikillar framleiðslugetu sem heldur uppi vestrænum neysluvenjum. Ef þú hentir út af heimili þínu öllu því sem búið er til í Kína yrði fátt eftir. Þeir hafa tögl og efnahagslegt hreðjatak á heiminum.

Það útheimtir af þeirra hálfu linnulausa ásókn í auðlindir jarðarinnar.

Stjórnvöld í Kína gera engan greinarmun á "Kínverskum einkafyrirtækjum" og fyrirtækjum sem rekin eru beint af ríkinu. Öll fyrirtæki í Kína þjóna kínverskri nýlendustefnu og þar við situr. - Um þetta vitnar framganga kínverskra fyrirtækja í Afríku þar sem mörg fyrirtæki sem reiddu sig á aðstoð eða samvinu við Kína, fóru af stað sem fyrirtæki í þjóðar eða einkaeign, en enduðu uppi sem eign kínverskra fjárfesta. Oft var það kínverska ríkið sjálft.

Það sama er upp á teningnum í sumum löndum suður Ameríku og Asíu.

Ef íslenskir bændur halda að það sé einhverra milljóna virði að rétta Kínverskri samsteypu litla fingurinn, ættu þeir að staldra við og horfa aðeins til þeirra sem slíkt hafa gert í öðrum löndum og standa núna uppi handleggja lausir.


mbl.is Huang segir samkomulag í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   H E Y R    H E Y R   SVANUR  GÍSLI, ÞETTA ER AKKÚRAT SVONA.

Númi (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 15:58

2 identicon

Algjörlega rétt hjá þér. Það versta hvað við eygum mikið af blindingjum í pólitík sem svífast enskis fyrir nokkur atkvæði í næstu kosningum. Um það snýst þetta mál í dag fyrir þá sem vilja það sjá.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband