Byltingin nartar í börnin sín

Geir Jón við mótmælinSjálfstæðisflokksmaðurinn og varaformannskandídatinn Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík er að skrifa skýrslu um mótmælin sem sumir kalla Búsáhaldabyltinguna og eru enn stoltir af. 

En bara sumir og það er vel hugsandi að þeim fari fækkandi. Kannski vegna þess að margir sem tóku þátt í henni og studdu hana urðu fyrir miklu vonbrigðum með það sem við tók. 

Þefurinn af þessari óánægju liggur í loftinu. Og margir eru farnir að kalla byltinguna óeirðir. Sérstaklega þeir sem "byltingin" velti úr sessi og kom frá völdum.

Og nú er í vændum úttekt þeirra á atburðunum.

Mikilvægt er að fram komi í henni hverjir studdu mótmælin, hverjir brostu við mótmælendum og hverjir veifuðu til þeirra, rétt eins og þeir þekktu eitthvað af þessu fólki sem stóð fyrir utan Alþingishúsið og barði í potta og pönnur.

Og í andrúmslofti óánægju og vonbrigða er sjálfsagt að koma höggi á pólitíska andstæðinga með því  að bendla þá beint við slíkt athæfi.

Það er jú gömul saga og glæný að byltingin étur börnin sín.


mbl.is Brosti og hvatti fólk áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held þvert á móti að fólki sem er ánægt með Búsáhaldabyltinguna vaxi ásmegin þegar frá líður.  Ég segi fyrir mig að í fyrsta skipti sem ég uppgötvaði að það væri hægt að mótmæla með glans var þegar Ómar Ragnarsson gekk niður Laugaveginn með 12.000 manna fylgd.  Ég held að það hafi orðið fólki til umhugsunar og hvatningar að það væri hægt að mótmæla, þó Kárahnjúkum yrði ekki bjargað því miður, þá vakti þessi atburður von í brjósti almennings. Allavega í mínu brjósti.

Þess vegna varð byltingin svona fjölmenn og góð.  Auðvitað er erfitt fyrir þá sem urðu undir þ.e. þáverandi ríkisstjórn.  En nóta bene bara Sjálfstæðismenn, enda reyndu menn á þeirra vegum að hvetja til illverka á mótmælum, þó þeir hefðu ekki erindi sem erfiði, en því skal ekki gleyma.

Aftur á móti hefur Samfylkingin reynt á allann hátt að leyna þeirri staðreynd að þeir voru líka við stjórn, og það var líka átt við þá hreyfingu, þegar kallað var óhæf ríkisstjórn!

En ég verð að segja þó svo mér sé alveg saman hverjir af þingmönnum öttu sínu liði til átaka, því þetta var fyrst og fremst almenningur sem var orðin reiður og búin að fá gjörsamlega nóg af bæði sjálfstæðismönnum og samfylkingunni, þá er bara þannig að það er nokkuð ljóst að vinstri grænum féll þetta ekki illa, og þeir reyndu eftir því sem komið hefur fram ekki bara núna heldur oft og mörgum sinnum meðan á byltingunni stóð að eigna sér "glæpinn".

Ég hef enga trú á því að Jón Geir sé að ljúga.  Og ég hef heldur enga trú á því að lögreglumenn sem upplifðu það að Álfheiður Ingadóttir hafi hvatt fólk til að berjast séu að segja ósatt.  Og svo eru líka aðrir eins og hér kemur fram:

"Nú hefur Ragnar Þór (Maurild) komið fram og lýst símtali, sem er efnislega á sama hátt og þær sögur sem hafa verið í gangi:

“Þegar Kryddsíldarþátturinn alræmdi var úr sögunni vegna ofsalegra mótmæla var hópur ungra stráka mjög uppivöðslusamur og löngu eftir að mestur vindur var úr mótmælunum ráfuðu þeir fram og til baka eins og þeir væru að leita að besta staðnum til að mótmæla. Stundum voru þeir við Austurvöll, stundum í Lækjargötu og stundum í portinu aftan við Borgina.

Ég sá einn þeirra slíta símtali og snúa sér að hinum og segja: „Þetta var Steingrímur. Hann segir að þau séu farin.“ Framhald samtalsins var á þá leið að það væri tilgangslaust að mótmæla áfram fyrst búið væri að lauma liðinu burt.“"

Þetta og svo allt hitt segir manni að þetta fólk er ekki saklaust af að hafa viljað hafa sín áhrif á byltinguna.

Við verðum stundum að skilja málin í víðara samhengi. Ekki bara afneita öllu eða trúa öllu.  Stundum liggur sannleikurinn einhversstaðar þarna á milli.

Eftir viðbrögð bæði Steingríms og Álfheiðar sé ég bara í hendi minni að þau hafa gert sig seka um að hvetja "sitt fólk" sem ekki var hluti af Búsáhaldabyltingunni heldur sent á vettvang tili að ýta undir.  Enda uppskáru þau ríkulega með að komast með lygum um Ekkert ESB Ekkert AGS til áhrifa í íslensku samfélagi, og þó svo þau hafi klúðrað sínum málum hrikalega og eru við það að þurrkst út, þá þarf að viðurkenna að þau áttu sér blauta drauma um þá upphefð sem þau fengu í skjóli Samfylkingarinnar, þó þau þyrftu að svíkja öll sín kosningaloforð, því hvað eru svo sem kosningaloforð miðað við hlýja valdamikla útskorna stóla?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 18:50

2 identicon

Sófaspekingurinn Svanur Gísli Þorkelsson er sannarlega verseraður í byltingarfræðunum.

Hér dregur hinn mikli andans meistari listilega upp það sjónarmið að bara sumir séu ánægðir með Búsáhaldabyltinguna vegna vonbrigða með það sem við tók!

Og heimsborgarinn finnur þef af óánægju liggja yfir landinu. Nú er kominn tími til að gengisfella byltingarheitið og breyta í óeirðanafnbót að mati farfuglsins.

Auðvitað er mikilvægt að rannsaka ítarlega hugarfylgsni þeirra 80% landsmanna sem studdu Búsáhaldabyltinguna á sínum tíma - og svo þarf auðvitað nauðsynlega að endurskrifa þennan kafla Íslandssögunnar í sönnum FLokksstíl.

Það er jú gömul saga og glæný að bullið hrekur bullurnar úr landi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 19:10

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Miðað við orð Hilmars er ég einn af 20% landsmanna. Ekki studdi ég þessar óeirðir en var samt á því að ég hefði verið tilbúinn að standa á hliðarlínunni ef til þess kæmi að fólk væri í lífshættu. Það kom ekki til þess og er ég ánægður með það. Svo studdi ég lögregluna en þeir neyddust til þess að standa þarna á milli fólksins og þingmanna sem voru ýmist að vinna vinnuna sína eða hvetja mótmælendur beint eða óbeint ef marka má orð Yfirlögregluþjóns...

Það sem tók við af ríkisstjórninni sem var við völd er þessar óeirðir áttu sér stað er margfallt verri ríkisstjórn en nokkru sinni hefur verið við völd hér á landi.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 29.2.2012 kl. 23:06

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Suss Hilmar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.3.2012 kl. 00:26

5 identicon

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.3.2012 kl. 00:26: SuS sjálfur it sama, Svanur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband