Leiðtogi flóttafólksins

Gýfurleg óánægja með fjórflokkinn sem kraumað hefur lengi með þjóðinni, mun trúlega sjóða upp úr í næstu kosningum. Þegar gömlum slitnum stjórnarháttum er hafnað myndast oft ringulreið um skeið. Við slíkar aðstæður, eru jafnan margir til kallaðir en fáir útvaldir.

Þessa dagana stefnir í að fjöldi framboðsflokka við næstu alþingiskosningar verði meiri en nokkru sinni fyrr. Allar mögulegar útfærslur á pólitískum viðfangsefnum samfélagsins verða í boði og samstaðan meðal þjóðarinnar engin, nema um það eitt,  að gamla flokksræðinu og pólitísku óheilindunum sem því fylgir, verði að hafna. - Samt sýna skoðannakannanir að enn er til nokkur fjöldi fólks sem trúir því statt og stöðugt að heimurinn sé aðeins búin til úr fjórum frumefnum.

Eitt eiga allir sameiginlegt. Fólk yfirleitt leitar sér enn að einhverjum einum til að fylkja sér um. Draumurinn um sterka leiðtogann sem leitt getur þjóðina út úr eyðimörkinni lifir enn góðu lífi í brjóstum Íslendinga. 

Frá Lilju Mósesdóttir hefur andað ferskum blæ, sem greina má vel frá fnyknum sem leggur frá fjórflokknum og þess vegna renna margir af þeim sem ætla að flýja fúinn fjóræringinn, hýrum augum til nýju skútunnar sem hún hyggist sjósetja fljótlega.  -

Aðrir mæna í átt til Bessastaða því geislabaugurinn um höfuð Ólafs Ragnars lýsir skært um þessar mundir. Fólk segir að hann einn get sameinað hægri, vinstri og miðjmenn á móti ESB. Meira að segja gamlir misvel heppnaðir landsfeður fortíðarinnar reyna að espa upp í Ólafi metorðagirndina með því að ýja að því að hann einn sé hinn nýji pólitíski frelsari.

Guðmundur Steingríms og Besti flokkurinn eru á fullu að smíða skemmtilegan valkost fyrir þá sem vilja halda áfram að lýsa algjöru frati á gömlu pólitíkusana og hafa bara gaman að þessu öllu saman. (hvað sem það nú þýðir)

Þegar framboðslistarnir verða tilbúnir er hætt við því að stór hluti þjóðarinnar verði kominn í framboð, sem er stórt skref í áttina að alvöru perónukjöri, þar sem allir með kosningarétt verða í framboði og flokkaframboð úrelt fyrirbæri.


mbl.is Nýtt framboð að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband